Sovétríkin urðu 69 ára - ESB er sextugt; endalokin

Sovétríkin reyndu að breyta heiminum frá stofnun 1922 til 1991 þegar þau voru aflögð. Evrópusambandið er 60 ára í þessum mánuði, stofnað í Róm 1957 til að breyta heiminum.

Undirbúningurinn fyrir afmælið er ,,fíaskó" segir Die Welt. BBC fjallar um fjárkúgun Frakka gegn Pólverjum, sem vildu ekki endurkjör hins pólska Donald Tusk í stól forseta leiðtogaráðsins.

Evrópusambandið veit ekki hvort það sé að koma eða fara. Forseti framkvæmdastjórnarinnar í Brussel býður upp á fimm ólíkar útgáfur af ESB framtíðarinnar. Ein útgáfan er Kjarna-Evrópa, sem felur í sér uppgjöf á útþenslustefnu síðustu áratuga. Útilokað í öllum útgáfum er að þróunin verði á forendum lýðræðis.

Eftir að Sovétríkin gáfust upp á að breyta heiminum var skammt í endalokin. Evrópusambandið er á sömu vegferð. ESB getur ekki breytt heiminum, Brussel er í naflaskoðun og horfir á harðar staðreyndir. Viðskiptamódelið fyrir Evrópusambandið er ónýtt. Aðildarríki ESB eru ekki tilbúin að fórna lýðræðinu fyrir óvissuferð undir forystu embættismanna í Brussel.

Evrópusambandið verður sextugt, afmælið er eftir 14 daga. En fyrir sjötugsafmælið verður annað mál á dagskrá - jarðaför ESB. Spurningin er hvort hún verði með hávaða og látum eða hátíðleg og friðsöm.


mbl.is Tusk endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir er ekki hægt að drepa

Ein hjákátlegasta tillagan í baráttunni gegn Ríki íslam er að ,,fella hugmyndina að baki." Hugmyndir, bundnar saman í trúarbrögð eða hugmyndafræði, verða ekki ,,felldar" að drepnar.

Hugmyndir renna sitt skeið. Miðaldakristni átti sinn tíma og kommúnismi einnig. Þessi hugmyndakerfi hrundu þegar samfélögin sem báru þau uppi kiknuðu. 

Trúarmenning múslíma er um það bil á sama stað og kristni á árnýöld. Samfélög múslíma eru í upplausn vegna þess að hugmyndakerfið sem heldur þeim saman er að þrotum komið.

Verkefni vesturlanda er að koma í veg fyrir að upplausnarástandið í menningarheimi múslíma breiðist út.


mbl.is „Hvers vegna hefur ekkert verið gert?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla gula hænan-hagkerfið

Það þarf milljarða í samgöngur og aðra milljarða í heilbrigðiskerfið. Til að byggð og atvinnuvegir fái þrifist þarf uppbygginu á innviðum.

Eins og í dæmisögunni um litlu gulu hænuna vilja allir bíta í brauðið en enginn leggja neitt á sig að búa það til.

Í ævintýrinu sagði litla gula hænan öllum hinum til syndanna; þeir njóta ekki sem ekkert leggja á sig. Ríkisvaldið verður að taka að sér hlutverk söguhetjunnar og innheimta skatta til að standa undir uppbyggingu innviða.


mbl.is Fleiri valkosti í fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsmiðlar, alvarleg umræða og léttúð

Orðum fylgja ábyrgð, mismikil eftir efnum og ástæðum. Það er ábyrgðarlaust þegar vinahópur lætur gamminn geisa og fordómana fljúga um menn og málefni. Ef ummælin eru gerð opinber eykst ábyrgðin.

Samfélagsmiðlar geta í senn verið lokaður hópur, þar sem einungis vinir og kunningjar talast við, en einnig opinber vettvangur sem alþjóð fylgist með. 

Óljós mörk einkamála og opinberra á samfélagsmiðlum skapar óvissu um hvaða umræða er léttúð og hvenær alvara - og þar af leiðandi ábyrgð - er á ferðinni. Á seinni árum ber á þeirri þróun að orðfæri í lokuðum hópi hafi sömu merkingum umræða á opinberum vettvangi.

Orðaskipti á alþingi um merkingu hugtaka, ,,siðleysis" og ,,stjórnleysis", er merki um að þingmenn vilji að orð á opinberum vettvangi beri ábyrgð. Og að þingmenn og ráðherrar eigi að vanda orðfærið. Við viljum ekki að stjórnmálaumræðan verði eins og í athugasemdakerfum raffjölmiðla.

 

 


mbl.is Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skosk mótsögn: sjálfstæði frá London til ófrelsis í Brussel

Heimastjórnin í Skotlandi vill sjálfstæði frá London með þeim rökum að frelsi Skota sé betur varðveitt með aðild að Evrópusambandinu.

Þegar Skotar átta sig á mótsögninni verða hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðsluna 2018 lagðar á hilluna.

Úr mótsögn verður ekki búin til sigursæl pólitík.

 


mbl.is Skotar reyni sjálfstæði árið 2018
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frummaðurinn og gáta mennskunnar

Líffræðirannsóknir sýna Neandertalsmanninn mennskari en við homo sapiens áður töldum. Löngu áður en frændi okkar japlaði á jurtum sér til lækninga varð sameiginlegur forfaðir tvífætlingur, sem telst fyrsta skrefið í átt til mennskunnar.

En mennska er ekki nema að litlum hluta líffræði. Hæfileiki mannsins að búa til merkingu úr engu, hugsunin, og deila henni með öðrum aðgreinir okkur frá öðrum dýrategundum.

Eftir því sem saga mennskunnar lengist verður óhugnanlegra að hugsa til þess hve skammt á veg komin við erum að finna svör við jafnvel einföldustu spurningum. Til dæmis um hvernig hægt sé að lifa saman í friði. 


mbl.is Neanderdalsmenn notuðu mikið af verkjalyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlausir þingmenn

Siðlausir þingmenn eru þeir sem kasta rýrð á alþingi, segir þingmaður Pírata.

Þingmenn Pírata verða seint sakaðir um að auka virðingu alþingis. Upplognar háskólagráður eru ekki til að auka vegsemd þjóðarmálstofunnar við Austurvöll.

Góðir siðir byrja heima hjá fólki.


mbl.is Stangast ummæli ráðherra á við siðareglur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80% kennara eru konur - vanmenntun karla

Aðeins tveir kennarar af hverjum tíu eru karlar, samkvæmt fagblaði kennara. Yfirþyrmandi staða kvenna í menntakerfinu eykur vanmenntun karla.

Þessi þróun er til óheilla fyrir samfélagið.

Borin von er að Jafnréttisstofa eða femínistar taki málstað vanmenntaðra karla.


mbl.is Færri konur í áhrifastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar berjast fyrir málfrelsi sínu

Umræðan um ESB aðild Íslands er komin á það stig að ESB-sinnar eru í vörn fyrir málfrelsi sínu. Ekki vegna þess að neinn banni þeim umræðuna, orðið er frjáls bæði á alþingi og í samfélaginu.

Heldur vegna þess að málefnaleg staða þeirra sem vilja Ísland í Evrópusambandið er svo gjörtöpuð að þeir hafa ekkert fram að færa. Tvær ástæður eru fyrir vonlausri stöðu málstaðarins.

Í fyrsta lagi sýndi reynslan eftir hrun að Ísland komst úr kreppunni með fullveldið og krónuna að vopni. Í öðru lagi er Evrópusambandið í djúpri tilvistarkreppu. Mörg ár, ef ekki áratugir, líða áður en ljóst verður hvort og hvernig ESB lifir af tilvistarkreppuna.

Á meðan er betra að tala um eitthvað annað en ESB. Til dæmis um málfrelsi, - sem meðal annars er hægt að nota til að játa mistök.


mbl.is Hafa málfrelsi í Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur fórnarlamba - aumingi vikunnar

Skuggahlið fórnarlambavæðingar kemur æ betur í ljós. Eftir því sem samkeppnin um að vera mesta fórnarlambið vex verður erfiðara að fá kastljósinu beint að sér.

Óttar Guðmundsson setti fórnarlambavæðingu einstaklinga í samhengi við viðtalsformið ,,aumingi vikunnar".

Á bakvið aumingja vikunnar er hópur fólks. Femínistar telja helft mannkyns fórnarlömb, ætli hommar séu ekki um fimm prósent og transfólk eitthvað færra. Margir aðrir eru um hituna, s.s. rauðhærðir, lágvaxnir og kynlausir.

Til siðs er að helga daga tilteknu viðfangsefni, sbr. dag íslenskrar tungu. Þjóðráð væri að efna til dags fórnarlamba. Á hverju ári yrðu valin fórnarlömb ársins að undangenginni samkeppni, t.d. í stíl við undanrásir Eurovision-keppninnar. Þar gæfist ólíkum hópum færi á að útmála eymd sína og volæði frammi fyrir alþjóð.

 


mbl.is Hildur Lilliendahl lætur Sindra heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband