Hugmyndir er ekki hægt að drepa

Ein hjákátlegasta tillagan í baráttunni gegn Ríki íslam er að ,,fella hugmyndina að baki." Hugmyndir, bundnar saman í trúarbrögð eða hugmyndafræði, verða ekki ,,felldar" að drepnar.

Hugmyndir renna sitt skeið. Miðaldakristni átti sinn tíma og kommúnismi einnig. Þessi hugmyndakerfi hrundu þegar samfélögin sem báru þau uppi kiknuðu. 

Trúarmenning múslíma er um það bil á sama stað og kristni á árnýöld. Samfélög múslíma eru í upplausn vegna þess að hugmyndakerfið sem heldur þeim saman er að þrotum komið.

Verkefni vesturlanda er að koma í veg fyrir að upplausnarástandið í menningarheimi múslíma breiðist út.


mbl.is „Hvers vegna hefur ekkert verið gert?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband