Þriðjudagur, 14. mars 2017
Trú, kúgun og mismunun
Múslímakonur sem ganga með höfuðklút játast opinberlega trú sem mismunar konum. Múslímaríki viðurkenna ekki jafnrétti kynjanna og neita að fallast á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Mannréttindaskrá múslímaríkja er Kaíró-yfirlýsingin sem jaðarsetur konur. Í íslam er trúarleg hefð fyrir að kúga konur til hlýðni, með barsmíðum ef ekki vill betur.
Viðurkenning dómstóla að banna megi trúartákn sem fela í sér ofbeldi gagnvart konum kemur vonum seinna.
![]() |
Mega banna trúartákn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. mars 2017
Síðasta vígi ESB-sinna fallið
Samtök iðnaðarins voru um árabil miðstöð ESB-sinna. Samtökin réðu til sín áróðursfólk fyrir aðild og kært var á milli samtakanna og Samfylkingar. Núna er traustur meirihluti fyrirtækja innan SI mótfallinn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Heilu Iðnþingin voru notuð til að útmála kosti ESB-aðildar og draga upp dökka mynd af fullvalda Íslandi með eigin gjaldmiðil.
Ef einhver veigur væri í Samtökum iðnaðarins myndu þau gera grein fyrir hvers vegna þau lögðu sig eftir mýrarljósinu í austri og förguðu um leið dómgreindinni og heilbrigðri skynsemi.
![]() |
Iðnaðurinn andvígur aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13. mars 2017
Sviðsmyndir stjórnmálanna - tilbúinn veruleiki
Sviðsmyndir er hugtak sem sett var saman á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og varð tamt stjórnmálamönnum eftir hrun. Sviðsmyndir lýsa mögulegri þróun eða breytingum sem gætu orðið við ákvarðanir fyrirtækja eða stjórnvalda um mikilsverð mál.
Eftir hrun var eftirspurn eftir ólíkum sviðsmyndum að gefnum stórum ákvörðunum sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir. Nú er hrunið að baki og afnámi hafta lokið. Þegar talað er um mögulegar afleiðingar af stefnu stjórnvalda er óþarfi að nota hrunhugtök.
Orðið sviðsmynd er lúmskt orð sem stjórnmálamenn ættu að forðast. Sviðsmynd er leikhúsorð um tilbúinn veruleika,til að blekkja áhorfendur. Maður kaupir sér miða í leikhús til að njóta blekkingar, sem afhjúpa einhver sannindi þegar vel tekst til.
En stjórnmál eiga ekki að blekkja heldur upplýsa og gera grein fyrir valkostum. Vitanlega er blekking snar þáttur stjórnmálaumræðunnar og hefur alltaf verið. En óþarfi er að gera henni hátt undir höfði og tala um ,,sviðsmyndir" þegar ræddar eru mögulegar afleiðingar ákvarðana stjórnvalda.
![]() |
Er fánadagur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 13. mars 2017
Afnám hafta - og Samfylkingar
Ósigur stjórnmálaflokks verður ekki meiri en þegar veruleikinn afhjúpar helsta málefni flokksins sem kverúlantaraus. Samkvæmt Samfylkingunni frá 2008 og áfram var lýðveldið ónýtt og krónan sérstaklega ónýt.
Samfylkingin vildi Ísland í Evrópusambandið, sem berst nú við tilvistarvanda, og evru í stað krónu - sem átti að bjarga efnahagskerfinu.
Reynslan sýnir að fullveldi og króna voru bjargræði okkar úr kreppunni sem fylgdi í kjölfar hrunsins.
![]() |
Gjaldeyrisforðinn 800 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 13. mars 2017
Leyniríkið og Trump-byltingin
Donald Trump var kosinn forseti til að breyta Bandaríkjunum. Fyrir suma jafngilda breytingar byltingu. Embættismannakerfum er illa við breytingar og grípa til gagnráðstafana, einkum ef lögmæti yfirvaldsins er dregið í efa af valdahópum.
New York Times, sem er eindreginn andstæðingur Trump, efast um leyniríki embættismanna en það eitt að útgáfan skuli nefna möguleikann segir sína sögu.
Princeton-sagfræðingurinn Harold James gengur að því vísu að leyniríkið sé í andstöðu við Trump, þegar hann ber saman Trump-byltinguna við þá rússnesku sem fagnar aldarafmæli þessa dagana.
Embættismannakerfið, a.m.k. hluti þess, vinnur gegn Trump. Dómarar úrskurða tilskipanir forsetans ólögmætar og kerfið gerir Trump erfitt með að framfylgja stefnumálum sínum, t.d. um bætt samskipti við Rússa.
Hvort embættismannakerfinu tekst að brjóta á bak aftur róttækan forseta og gera hann stofuhæfan í valdakerfinu er óljóst. Hitt er augljóst að barátta ólíkra fylkinga um hvert eina risaveldi heimsbyggðarinnar skuli stefna markar tímamót í sögunni.
![]() |
Neitaði að taka á móti símtali Trumps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. mars 2017
Danir blanda sér í deilu Tyrklands og Hollands
Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen dregur tilbaka heimboð tyrkneska starfsbróður síns, Binali Yildirim, sem ætlaði að heimsækja Danmörku næstu helgi.
Lars Lökke telur að tyrknesk ráðherraheimsókn yrði túlkuð sem stuðningur Dana við Tyrki í deilu þeirra við önnur Evrópuríki. Tyrkneskir ráðamenn hafa á síðustu vikum gert tíðreist til Evrópulanda að sannfæri Tyrki, sem búsettir eru þar, að veita Erdogan forseta stuðning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd forsetans.
Hollendingar og einstök sambandsríki í Þýskalandi biðjast undan heimsóknum fulltrúa Erdogans, sem óðum er að breytast í einræðisherra. Að hætti slíkra hótar Erdogan öllu illu og kallar Hollendinga fasista og Þjóðverja nasista.
![]() |
Hótar Hollendingum hefndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 12. mars 2017
Afnám hafta gegn háu gengi
Tilkynning um afnám gjaldeyrishafta kemur í kjölfar krafna frá atvinnugreinum í útflutningi, t.d. útgerð og ferðaþjónustu, um að gripið verði til ráðstafana að lækka gengi krónunnar.
Afnám hafta mun auka útflæði fjármagns og lækka gengi krónunnar. Ef útflæðið verður mikið er hætta á snarpri lækkkun og verðbólguskoti.
Vextir hafa áhrif á gengi krónunnar og gætu eftir atvikum lækkað, til herða á gengislækkun, eða hækkað til að stemma stigu við of mikilli gengislækkun.
![]() |
Ræða afnám hafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 12. mars 2017
Faðir netsins: persónunjósnir, pólitík og falsfréttir
Tim Berners-Lee er höfundur veraldarvefsins, daglega kallað netið. Hann birtir aðvörun um misnotkun þess. Þrjú atriði eru alvarlegust.
Persónunjósnir eru í fyrsta sæti. Efnisveitur á netinu fá samþykki notenda til að safna upplýsinum um þá gegn ókeypis aðgangi að efni. Notendur hafa enga möguleika að fylgjast með hvernig persónulegu upplýsingarnar eru nýttar.
Í öðru lagi eru falsfréttir og útbreiðsla þeirra áhyggjuefni. Vegna innbyggðra margföldunarmöguleika netsins (leitarvéla/algóritma) fara falsfréttir eins og eldur í sinu um alla heimsbyggðina án þess að nokkur fái rönd við reist.
Í þriðja tröllríður misnotkun pólitískra afla netinu. Sérhönnuð pólitísk skilaboð, byggð á persónuupplýsingum notenda, veita möguleika á pólitískum áróðurshernaði á bakvið tjöldin. Almenningur er berskjaldaður vegna þess að umræðan fer ekki fram á opinberum vettvangi, heldur með sérhönnuðum skilaboðum til einstakra notenda.
Engin einföld lausn er vandanum. ,,Sannleiksmiðstöðvar" á netinu eru ekki fær leið og opinbert eftirlit tæplega. Siðareglur eru varla mögulegar nema með miðstýrðu ritskoðunarvaldi til að fylgja þeim eftir.
Við erum sem sagt í nokkrum vanda með netið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 11. mars 2017
Guð er karl í kristni og íslam
Karlinn er nær guði, bæði í kristni og múslímatrú. Eva var gerð úr rifbeini Adams, samkvæmt sköpunarsögunni. Spámaðurinn sagði kynbræðrum sínum að berja eiginkonur sem vefengdu vald þeirra.
Jafnrétti kvenna á vesturlöndum óx með hnignun kristni. Í veraldlegu samfélagi næst jafnrétti með orðræðu út frá sanngirni og réttlæti án trúarlegra tilvísana.
Múslímar eiga eftir að brjóta af sér viðjar trúarlegra miðaldahugmynda. Þangað til kúga þeir konur.
![]() |
Slæðunni svipt af fordómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. mars 2017
Erdogan: Holland er fasistaríki
Hollendingar bönnuðu utanríkisráðherra Tyrklands að halda fjöldafund í landinu. Erdogan forseti kallar Holland fasistaríki og hótar lendingarbanni á hollenskar flugvélar.
Útsendarar stjórnar Erdogan eru í herferð í Evrópu að sækja atkvæði tyrkneskra farandverkamanna í þágu stjórnkerfisbreytinga í Tyrklandi. Þýsk fylki bönnuðu tyrkneskum ráðherrum að halda fjöldafundi og fengu sama stimpilinn frá tyrkneska forsetanum: fasistar.
Tyrkland var helsta vonin um veraldlegt múslímaríki er byggði á lýðræði. Einræðistilburðir Erdogan síðustu misseri og vaxandi spenna milli Evrópuríkja og Tyrklands er birtingarmynd stríðandi siðmenninga á flekaskilum múslímaríkja og vesturlanda.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)