Fimmtudagur, 18. maí 2017
Styttra nám, sjálfræði og hótel mamma
Síðustu áratugi hefur námsárum unglinga fjölgað. Um miðja síðustu öld fór ungt fólk á vinnumarkaðinn í kringum 16 ára, sem þá var sjálfræðisaldurinn. Í dag byrjar fólk að vinna heilsársstörf í kringum 25 ára aldur en fær sjálfræði 18 ára.
Heilsársstarf og að stofna heimili helst í hendur. Fæstir stofna til heimilis áður en þeir eru komnir í launað starf. Tímabilið frá sjálfræði til eigin heimilis er kallað vistin á hótel mömmu.
Stytting náms til stúdentsprófs um eitt ár og fyrirsjáanleg stytting iðnnáms gæti verið vísbending um að þróun síðustu áratuga, þar sem ungt fólk dvelur æ lengur í foreldrahúsum, sé að snúast við.
Tvær aðrar breytur í menntakerfi og á vinnumarkaði gætu haft áhrif í sömu átt. Sú fyrri er að konur fremur en karlar sækja í háskólanám. Hlutfall kvenna og karla í háskólum stefnir í að verða 60-40, konum í vil. Seinni breytan er að nám er ekki jafn mikið metið til launa og áður á vinnumarkaði. Háskólapróf gefur ekki sama forskot og áður til launa, miðað við þá sem fara ekki í háskóla.
Stúlkur eru bráðgerðari en drengir og fyrr tilbúnar að yfirgefa hreiðrið, hótel mömmu. Dæmigert heimilishald ungs fólks gæti orðið þetta: stúlkan er í háskólanámi og elur börn en drengurinn hættir um tvítugt i skóla og verður fyrirvinna.
![]() |
Hugmyndir uppi um að stytta iðnnám í þrjú ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. maí 2017
Trump þarf stríð
Umsátursástand er um Hvíta húsið og húsbóndann þar, Donald Trump. Ásakanir um landráð (láta leynilegar upplýsingar Rússum í té) og að stöðva framgang réttvísinnar (rannsókn alríkislögreglunnar, FBI, á samstarfsmönnum Trump) festa sig eins og segull við forsetann.
Hlutabréf á Wall Street falla enda veit pólitísk upplaus í Washington á lausung í opinberri stefnumótun og ríkisfjármálum.
Til að aflétta umsátrinu er freistandi að efna til stríðsátaka. Stríð fylkir þjóð á bakvið valdahafa, það er gömul saga og ný.
Miðausturlönd loga stafnanna á milli í ófrið, stigmögnun átaka þar skapar enga stemningu. Kína og Rússland eru of stór til að efna til úlfúðar við.
En Norður-Kórea gæti orðið heppilegur vettvangur til að valdefla Bandaríkin og Trump í leiðinni. Norður-Kórea er kjarnorkuveldi, a.m.k. á pappírunum, og þar með verðugur andstæðingur. Einræðisstjórnin þar hefur í frammi stöðugt vopnaskak með eldflaugatilraunum. Þá eru norður-kóresk stjórnvöld bendluð við árásir á tölvukerfi víða um heim.
Tilefni til stríðsátaka eru oft lítilfjörleg þegar vilji og hagsmunir eru fyrir hendi.
![]() |
Enginn hefur fengið verri meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 17. maí 2017
Fjölmiðlagjaldþrot: DV, Eyjan, ÍNN og tímarit
Útgáfufélagið Pressan (DV, Eyjan, ÍNN og tímarit eins og Vikan og Gestgjafinn) er á leið í gjaldþrot samkvæmt frétt í Kjarnanum. Fréttatíminn er á sömu leið.
Pressan var tilraun til að samþætta ólíka fjölmiðlun á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarpsreksturs, netmiðlunar og tímaritaútgáfu.
Eftir að netmiðlun ruddi sér rúms í kringum aldamótin eru flestir fjölmiðlar í vandræðum með að fóta sig.
Öldurótinu á fjölmiðlamarkaði er hvergi nærri lokið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 17. maí 2017
Nýjasti aumingjahópurinn: miðaldra karlkennarar
Auðvitað hlaut að koma að því. Þeir sem áður voru tákn valdsins í samfélaginu, miðaldra karlar, eru orðnir að fórnarlömbum. Miðaldra karlar eru stærsti hópurinn í röðum karlkennara, sem aftur er minnihlutahópur í kennarastéttinni. Eins og á æ fleiri vinnustöðum er sterkara kynið, konur, ráðandi í skólum landsins.
Miðaldra karlkennarar eru líklegastir til að verða fyrir einelti, andlegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í starfi, samkvæmt forsíðuuppslætti Morgunblaðsins. Frá 17. maí 2017 eru þeir offisíellt aumingjahópur.
Fyrirsjáanlega verða gerðar frekari rannsóknir um einkenni yngsta aumingjahópsins þar sem ólíkum hliðum eymdarinnar eru gerð skil. Eintök úr hópnum verða leidd fram í fjölmiðlum sem varpa ljósi á fyrirbærið; vælandi miðaldra karlar eru gott sjónvarpsefni.
Verst af öllu er að karlaborðin í kennarastofum landsins verða ekki lengur vettvangur umræðu um pólitík, fótbolta og sterkara kynið heldur játningahlaðborð ofsótts minnihlutahóps á viagra-aldri. Maður nennir varla í vinnuna eftir þessi ósköp.
![]() |
Karlkennarar áreittir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 16. maí 2017
Altæk fátækt og viðmiðunarfátækt
Einu sinni var til altæk fátækt á Íslandi. Bók Tryggva Emilssonar er um þann tíma þegar fátæklingar voru umkomulausir. Þeir tímar eru liðnir.
Þótt eflaust séu til stök dæmi um altæka fátækt hér á landi eru það algjörar undantekningar. Við breytum ekki samfélaginu vegna undantekninga.
Fátækt sem er til umræðu í dag er viðmiðunarfátækt. Hópar sem búa við skertar bjargir, t.d. öryrkjar, eiga minna á milli handanna en Meðal-Jóninn.
Umræða um viðmiðunarfátækt og úrræði við henni eru hluti af reglulegri skoðun á því hvernig við viljum haga samfélagi okkar.
Við leysum aldrei viðmiðunarfátækt, hún verður með okkur á meðan við kunnum hlutfallareikning. Spurningin er við hvað skal miðað annars vegar og hins vegar hvernig skal bregðast við. Og það er verkefni stjórnmálanna.
![]() |
Fátækt stelur draumum barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 16. maí 2017
Þrefalt hlutverk þingmanna og orðspor alþingis
Þingmenn á hverjum tíma ber ábyrgð á yfirbragði þingstarfa. Þingmenn eru í þreföldu hlutverki; að setja lög, veita ríkisvaldinu aðhald og taka þátt í almennri stjórnmálaumræðu.
Almenna stjórnmálaumræðan einkennist um of af hnútukasti og persónulegu skítkasti sem gerir ekkert annað en að draga þingstörf ofan í svaðið.
Það er í höndum þingmanna sjálfra að bæta þingmenninguna - og pólitíska umræðu í leiðinni.
![]() |
Vill ekki vera stimpilklukka fyrir aðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. maí 2017
Baltasar, Aumingja-Bjartur og hinir vangefnu
Tvær meginútgáfur eru til af Bjarti í Sumarhúsum, höfuðpersónu Sjálfstæðs fólks. Sú yngri, sem vinstrimenn halda upp á, er Aumingja-Bjartur; ógeðfelldur þrælahaldari, fávís um tilgangsleysi brauðstritsins og steypir öllum nálægt sér í glötun.
Eldri útgáfan af Bjarti endurspeglar bókarhluta Sjálfstæðs fólks: Landnámsmaður Íslands, Skuldlaust bú, Erfiðir tímar og Veltiár. Bjartur er í þeirri útgáfu raunsannur fulltrúi margra kynslóða íslenska sveitasamfélagsins sem áttu sér það sameiginlega markmið að fara fyrir búi - verða bændur og húsfreyjur. Átti maður ekki bú var lífshlaupið misheppnað. Nánast var jafnaðarmerki á milli þess að eiga bú og eiga fjölskyldu. Búskussi þótti meiri maður en duglegt hjú. Búið skildi á milli manndóms og fjötra vinnumennsku.
Baltasar er reykvískur kvikmyndagerðarmaður. Um þann hóp segir Óttar Guðmundsson geðlæknir:
Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. [...] Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann.
Meiri líkur en minni eru að við fáum Aumingja-Bjart í meðförum Baltasar. Vangefið landsbyggðarfólk er betri söluvara á mölinni en trúverðug lýsing á mannlífi íslensku sveitarinnar forðum daga.
![]() |
Baltasar leikstýrir Sjálfstæðu fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 15. maí 2017
Lundafléttan og æðiskast á alþingi
Ríki og sveitarfélög eiga margvísleg samskipti. Skattar, eignir, lög og reglulgerðir flæða þar á mill án þess að ástæða sé að tortryggja umferðina enda hvorttveggja opinberir aðilar.
Stjórnarandstaðan gerði samning ríkisins við Garðabæ tortryggilegan á þeirri forsendu að of lágt gjald kom fyrir. Nú liggur í augum uppi að ekkert annað sveitarfélag en Garðabær kom til álita sem kaupandi að Vífilsstöðum. Verðmiðinn sem slíkur er þess vegna aukaatriði. Hvort ríkið eða tiltekið sveitarfélag fái meira eða minna í viðskiptum innbyrðis er innansveitarkróníka stjórnsýslunnar.
En Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gerði alþjóð, og þingheimi sérstaklega, greiða með því að nefna lundafléttuna um falskaupin á Búnaðarbankanum í þessu samhengi. Bæði er athugasemdin áminnig um hversu illa fer oft þegar flokksgæðingar í einkarekstri nýta sér aðgengi að ríkisvaldinu og ekki síður hitt að reglulega þarf að tappa af pólitískum blóðþrýstingi stjórnarandstöðunnar.
Vinstrimenn í stjórnarandstöðu sinna ekki stjórnmálum í venjulegum skilningi, heldur bíða þeir eftir tækifæri að taka æðisköst. Ef langt líður á milli æðiskasta leggst uppdráttarsýki á stjórnarandstöðuna, samanber Pírata sem geta ekki sinnt þingskyldum nú um stundir vegna hópeflisfunda í þingflokknum. Benedikt gaf áhrifalausum og einskins nýtum þingmönnunum tækifæri á eins og einu æðiskasti. Og öllum líður betur á eftir.
![]() |
Engin svör, aðeins skítkast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 15. maí 2017
Píratar þurfa sálfræðing - aftur
Þriggja manna þingflokkur Pírata varð að ráða vinnustaðasálfræðing til að ráða fram úr samskiptavanda, sem einn þingmaður sagði að líktist ofbeldissambandi.
Eftir síðustu þingkosningar stækkað þingflokkur Pírata.
Spurning er hvort einn vinnustaðasálfræðingur sé nóg?
![]() |
Hættir vegna ágreinings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. maí 2017
Tölvuárásir og Pútínkenningin
Pútín Rússlandsforseta var kennt um ósigur ESB-sinna í Brexit-kosningunum, sigur Trump í Bandaríkjunum og að hafa reynt að koma í veg fyrir sigur Macron í Frakklandi. Samsæriskenningin gengur út á að pútínskir tölvusnillingar föndri við tölvukerfi sem leiði til óæskilegrar niðurstöðu í kosningum.
Ráðandi samsæriskenning á vesturlöndum er að pútínsk nettröll standi á bakvið flest sem aflaga fer. En enginn hefur kennt Pútín um alþjóðlegu tölvuárásina.
Pútín líður svo vel í sakleysi sínu að hann er með tilgátu um að Bandaríkin beri sökina. Talandi um að gjalda rauðan belg fyrir gráan.
![]() |
Virðast hafa sloppið fyrir horn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)