Fjölmiðlagjaldþrot: DV, Eyjan, ÍNN og tímarit

Útgáfufélagið Pressan (DV, Eyjan, ÍNN og tímarit eins og Vikan og Gestgjafinn) er á leið í gjaldþrot samkvæmt frétt í Kjarnanum. Fréttatíminn er á sömu leið.

Pressan var tilraun til að samþætta ólíka fjölmiðlun á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarpsreksturs, netmiðlunar og tímaritaútgáfu.

Eftir að netmiðlun ruddi sér rúms í kringum aldamótin eru flestir fjölmiðlar í vandræðum með að fóta sig.

Öldurótinu á fjölmiðlamarkaði er hvergi nærri lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Vonandi fer Fréttablaðrið sömu leið.

Hrossabrestur, 17.5.2017 kl. 18:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skóladrengurinn sem bar út Fréttatímann með ömmu sinni tapar upphæð sem er í hans augum auðæfi:Kr.10,000 amman hafði þó hringt og rukkað nokkrum sinnum.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2017 kl. 21:59

3 Smámynd: Gylfi Gylfason

Það á að láta þá flakka eins og hver önnur fyrirtæki hafi þeir ekki vit á að sníða sinn rekstur að raunverulegri eftirspurn. Sem virkur auglýsandi til 20 ára fæ ég svo lítið fyrir peninginn í dagblöðum miðað við samfélagsmiðla að ég er nánast hættur að reyna en útvarpið er skárra. Vandamálið er fyrst of mikil yfirbygging fjölmiðla sem er stjórnunarvandi en nú á að reyna að taka illa rekin fyrirtæki og klastra þeim einhvernveginn á skattgreiðendur og það er skandall sem fjölmiðlar fjalla auðvitað ekki um.  Fjölmiðlar eru jú fyrst og fremst fyrirtæki sem byggja velgengni á markaði framboðs og eftirspurnar og ekkert heilagri en önnur sem slík.

Gylfi Gylfason, 18.5.2017 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband