Trump er vinsælli en Hillary Clinton

Donald Trump Bandaríkjaforseti mælist með 41 prósent á vinsældarvog Bloomberg en Hillary Clinton, sem tapaði fyrir Trump sl. nóvember, fær 39 prósent á sama mælikvarða.

Í Guardian eru dregnar ályktanir af þessari staðreynd. Ein þeirra er að frjálslynd vinstristefna í anda Clinton-hjónanna, Obama fyrrverandi forseta og Tony Blair fyrrv. forsætisráherra Breta, sé steindauð.

Frjálslynda vinstrið, stundum kölluð ,,þriðja leiðin", sem Samfylking, Viðreisn og Björt framtíð tilheyra hér á landi, er misheppnuð stjórnmálastefna á alþjóðavísu. Enda er Trump forseti en Hillary bitur stjórnmálamaður sem kennir öllum öðrum en sjálfum sér um ógöngurnar.


Benedikt efast um sjálfan sig

Enginn gjaldmiðill í heiminum er stöðugur. Gjaldmiðlar sveiflast eftir stöðu og horfum hagkerfa. Ef gjaldmiðlar ná yfir mörg hagkerfi, eins og evran, mælist óstöðugleikinn í atvinnuleysi. Þjóðverjar búa við lítið atvinnuleysi en Spánverjar og Grikkir stórfellt atvinnuleysi.

Evran er uppskrift að vandræðum. Þess vegna vilja sumar þjóðir í Evrópusambandinu, t.d. Danir, Svíar og Pólverjar, ekki taka upp evru.

En Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Íslands vill ólmur taka upp evru til að ,,auka stöðugleika." Frændur okkar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð eru þekktir fyrir að velja samfélagslegan stöðugleika. En það hvarflar ekki að þeim að taka upp evru.

Benedikt er formaður Viðreisnar, flokks sem stofnaður var til að gera ísland að ESB-ríki. Viðreisn mælist ítrekað utan þings í skoðanakönnunum. Formanninum er nokkur vorkunn að búa sér til draumsýn um Ísland í ESB og vinsæla Viðreisn. Draumóramaður sem reynir að selja þjóðinni ESB-aðild út á lægri vexti er kominn út í móa.

Sennilega grunar Benedikt að dagar hans eru taldir í pólitík. Fyrirsögnin á greininni í Fréttablaðinu er: Má fjármálaráðherra hafna krónunni?

Þegar menn tala við sjálfa sig í þriðju persónu á opinberum vettvangi er komin sterk vísbending um að tengingin við raunveruleikann sé farin að trosna.


mbl.is Benedikt: ber skylda til að hafna krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þroskað viðhorf knattspyrnukonu

Tap, hvort heldur í lífi eða leik, reynir á andlegt þrek og sálarstyrk. Ósanngjörnu tapi kvennalandsliðsins gegn Frökkum var tekið með karlmennsku, bæði af þjálfara og knattspyrnukonum.

Varnarmaðurinn sem fékk dæmt á sig vítið, er réði úrslitum, Elín Metta Jensen, tjáir viðhorf sem margur mætti læra af:

Auðvitað tók ég þetta nærri mér en ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem standa við bakið á mér. Auðvitað töpum við sem lið og vinnum sem lið.

Áfram Ísland.


Uppreisn æru, fórnarlömb og réttarvitund

Ríkið hvorki gefur né tekur æru manna. Ærunni tapa menn af verkum sínum. Ríkið á hinn bóginn setur lög um æruvernd og meiðyrðamál eru reist á þeim grunni. Og dæmdir menn geta sótt um uppreisn æru - ekki til að fá hana tilbaka, heldur fá annað tækifæri til að haga sér innan ramma laganna.

Tilgangurinn með dómum, sem eru þyngri en fjársektir, er útskúfun úr samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Menn tapa frelsi sínu með fangelsisvist eða búa við skert mannréttindi, eins og að fá ekki að gegna tilteknum störfum.

Æskilegt er að þeir sem fá dóm fyrir að valda öðrum miska eigi möguleika á að komast aftur inn úr kuldanum. Það samræmist réttarvitund okkar að menn sem brjóta af sér fái annað tækifæri.

En fórnarlömbin eiga líka sinn rétt. Það gengur ekki að dæmdir menn fái sjálfkrafa annað tækifæri án tillits til hagsmuna brotaþola.

Fórnarlömbin ættu að hafa eitthvað um það að segja hvort afbrotamaður fái uppreisn æru. Þar skiptir eðli brotsins máli. Fjárhagslegt tjón er slæmt, líkamlegur og andlegur miski er verri og morð verst.

Ferli sem veitir uppreisn æru ætti að taka mið af hagsmunum fórnarlamba. Það er auðvelt að gera það ,,vélrænt" - t.d. með valkvæðum umsögnum eða vitnisburði. Brotaþola yrði gerð grein fyrir að brotamaður sæktist eftir uppreisn æru og boðið að gera athugasemd. Þær athugasemdir væru hluti af málsmeðferðinni.

Æruna fá menn ekki frá ríkinu. Þar gildir orðsporið. Ríkisuppreisn æru er aftur formleg leið að gefa brotamönnum annað tækifæri. En fórnarlömb brotamanns eiga að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvenær ríkisuppreisn æru er veitt.

 

 


mbl.is Ferlið sagt vera allt of vélrænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óseljanleg hlutabréf niðurgreidd af ríkinu

Almenningur kaupir ekki hlutabréf vegna lélegrar ávöxtunar. Árið 2016 skilaði tapi upp á fimm til tíu prósent á hlutabréfamarkaði. Tillögur um að ríkið niðurgreiði hlutabréfakaup almennings eru opinber stuðningur við atvinnurekstur sem einkavæðir gróða en þjóðnýtir tap.

Nú þegar er almenningur í gegnum lífeyrissjóði með stóran hluta af sparnaði sínum í hlutabréfum. Óþarfi er að auka það hlutfall.

Í kapítalísku samfélagi er atvinnurekstur áhættusamur. Niðurgreidd hlutafjárkaup almennings velta ábyrgðinni að hluta yfir á óvirka eigendur, þ.e. smáfjárfesta sem engin völd hafa til að grípa í taumana ef reksturinn fer út af sporinu.

Hlutabréf eiga að selja sig sjálf. Og það gera þau ef rekstur hlutafélaga skilar hagnaði. Kaup almennings á hlutabréfum eiga að endurspegla traust á hlutabréfamarkaði. Það traust á að vera áunnið. Ríkið ætti ekki að hlutast þar til með niðurgreiðslum.


mbl.is Skattaafsláttur væri skynsamlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein frétt, þrjár frásagnir - falsfréttir eða...

Morð lögreglunnar í Minneapolis á áströlsku konunni Justine Damond er efniviður í þrjár fréttafrásagnir. Efnisatriði eru fyrir hendi til að renna stoðum undir hverja frásögn. En frásagnirnar eru gagnólíkar.

Fyrsta frásögnin, sem mbl.is tekur undir með vali á fyrirsögn, er slysafrásögnin. Saklaus kona í náttfötum er skotin til bana af slysni.

Önnur frásögnin, lögregluofbeldi, byggir á þekktu fréttaminni um bandaríska lögreglumenn sem skjóta fyrst en spyrja svo. Vox keyrir á fyrirsögnina: lögregla skýtur til bana óvopnaða konu í náttfötunum  - engar skýringar.

Þriðja frásögnin, flóttamenn eru viðsjálir, sækir rök í þá staðreynd að lögreglumaðurinn sem skaut Justine Damond er sómalskur flóttamaður. Fjölmiðlar sem leggja áherslu á þetta sjónarhorn vekja athygli á uppruna lögreglumannsins, hann hafi áður verið kærður í starfi og að hann skaut fleiri en einu skoti í áströlsku konuna. Eins og það sé ekki nóg sat skotglaði lögreglumaðurinn í farþegasætinu á meðan félagi hans spjallaði við Damond. Myndin sem dregin er upp er af ásetningsmorði.

Hugtakið falsfrétt er notað í víðri merkingu. Einhverjum, sem finnst eitt eða fleiri sjónarhorn hér að ofan ekki við hæfi, gæti kallað frétt byggða á því sjónarhorni falsfrétt. Með nokkrum rökum.

Ólíkar fréttafrásagnir af morðinu á Justine Damond draga fram einkenni frétta. Þær eru allaf með sjónarhorn. Blaðamönnum er kennt að mikilvægasta efnisatriðið eigi að koma fram í fyrirsögn. Fyrirsögn og inngangur fréttar myndar sjórnarhornið, segir lesanda/hlustanda hvað sé aðalatriðið. Margir lesa aðeins fyrirsagnir og kannski fyrstu tvær setningar inngangs. Þeir eru búnir að ná fréttinni.

En lífið, dauðinn í þessu tilviki, er einu sinni þannig að fleira en eitt sjónarhorn kemur til greina að lýsa atburði. Það þýðir vitanlega ekki að öll sjónarhorn séu jafn réttmæt. Um það er oft skrifað. Ekki þó hér og nú.


mbl.is Skotin til bana á náttfötunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélrænt réttlæti og huglægt

Vélrænt réttlæti, sem Svandís Svavarsdóttir kallar svo, er málefnalegt ferli þar sem réttarríkið setur formreglur um hvaða skilyrði skulu uppfyllt til að fá uppreisn æru.

Valkosturinn við vélrænt réttlæti, samkvæmt þessari skilgreiningu, er huglægt réttlæti. En það er handahófskennt og byggir á hugdettum þeirra sem með fara.

Eflaust má lagfæra vélræna ferlið. En að skipta því út fyrir huglægt réttlæti yrði ekki framför.


mbl.is Þarf að breyta þessu vélræna ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir og vondir útlendingar - landráð og pólitík

Ferðabann Trump á íbúa múslímaríkja þykir sýna útlendingahatur, segja gagnrýnendur hans, sem telja útlendinga eiga að njóta vafans - teljast góðir þangað til annað sannast.

Gott og vel, svarar Trump, látum Rússa líka njóta vafans. Forsetinn segist aðeins hafa stundað pólitík þegar hann átti í samskiptum við rússneska aðila í kosningabaráttunni, að því er kemur fram í New York Times.

Nei, það er skortur á þjóðerniskennd og siðferðislega ámælisvert að eiga samskipti við Rússa, segja gagnrýnendur Trump, t.d. á New Republic.

Alþjóðasinnar í Bandaríkjunum taka Rússa út fyrir sviga: þeir eru vondir útlendingar - líklega þangað til að það sannast að þeir séu góðir.

Það er vandlifað.


mbl.is Afar, ömmur og barnabörn nú velkomin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sádar rannsaka stuttpils

Uppnám er í Sádí-Arabíu eftir myndband birtist á samfélagsmiðlum sem sýndi konu ganga í stuttpilsi á almannafæri.

Samkvæmt BBC sætir málið í opinberri rannsókn enda konum bannað að ganga stuttpilsi, og reyndar líka að aka bíl.

En hvorugt hefur með múslímatrú að gera, sem er ríkistrú Sáda. Vitanlega ekki.


Trump-vinsældir, falsfréttir og menningarstríð

Venja er að nýkjörnir forsetar Bandaríkjanna njóti vafans og fái starfsfrið fyrstu þrjá til sex mánuði í embætti. Trump fékk enga brúðkaupsdaga. Ástæðan er að í Bandaríkjunum geisar menningarstríð.

Í megindráttum stendur menningarstríðið á milli tveggja fylkinga, sem þó eru innbyrðis giska fjölskrúðugar; frjálslyndir vinstrimenn annars vegar og hins vegar íhaldsmenn. Þeir fyrrnefndu eru hallir undir fjölmenningu, alþjóðahyggju og að Bandaríkin heyji stríð á fjarlægum slóðum í nafni hugsjóna. Íhaldsmenn hafna fjölmenningu, eru tortryggnir á alþjóðavæðingu og velja raunsæi í stað hugsjóna í stríðsrekstri.

Strax við kosningasigur Trump, sem var óvæntur, gerðu fjölmiðlar því skóna að Rússar stæðu að baki og/eða að önnur brögð væru í tafli.

Falsfréttaiðnaðurinn, sem BBC segir viðvarandi plágu, heldur á lofti hverskyns samsæriskenningum um að Trump sé án umboðs og í raun landráðamaður - leiksoppur Pútín Rússlandsforseta.

Meðalvinsældir Bandaríkjaforseta eru 55 prósent. George Bush eldri mældist með 29 prósent vinsældir 1992. Í ljósi kringumstæðna er Trump í þokkalegum málum með 36 prósent.

 


mbl.is Minnstu vinsældir Bandaríkjaforseta í 70 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband