Bretar eignast landhelgina eftir Brexit

Bretar eignast fiskveiðilandhelgina sína að nýju eftir Brexit. Þeir taka fyrstu skrefin með því að segja sig frá fiskveiðisáttmála frá 1964 sem var felldur inn í sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.

Bretar urðu að búa við það, sem ESB-ríki, að fiskveiðikvótar voru ákveðnir í Brussel og öðrum þjóðríkjum veittur aðgangur að breskri lögsögu.

Enskir sjómenn fagna fullveldi yfir landhelginni og skoskir starfsbræður þeirra taka í sama streng.

Fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins er samfelld hörmungarsaga.


mbl.is Bretar taka aftur stjórnina á miðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael bjó til Palestínuríkið, sem klofnaði

Ísraelsríki var stofnað 1948. Þá var ekki til neitt Palestínuríki og engar sögulegar heimildir til um slíkt ríki - ólíkt Ísrael sem á að baki 3000 ára sögu.

Ísraelar leyfðu stofnun Palestínuríkis 40 árum eftir stofnun Ísraelsríkis, árið 1988.

Palestínumenn eru í raun með tvö ríki. Eitt á Gaza-ströndinni, þar sem hryðjuverkasamtökin Hamas ráða ríkjum, og annað á Vesturbakkanum þar sem Fatah-samtökin fara með yfirvaldið.

Palestínuarabar eiga eftir að hysja upp um sig brækurnar og ákveða hvort þeir ætla að hafa eitt ríki eða tvö eða alls ekkert. Enda kjósa margir þeirra að búa í Ísrael þar sem þeir eru 20 prósent ísraelskra ríkisborgara.


mbl.is Hernám Palestínu í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn, dagskrárvaldið og Trump

Fyrir rúmum sextíu árum birtist grein um dagskrárvald fjölmiðla sem skilgreindi hvernig pólitískar áherslur eigenda dagblaða komust til skila á fréttasíðum. Höfundurinn, Warren Breed, var blaðamaður áður en hann lagði fyrir sig fræðin.

Greinin, Social control in the newsroom, hélt gildi sínu í áratugi, - eða fram á daga samfélagsmiðla.

Pólitískar áherslur eigenda, sagði Breed, komust til skila í fréttum ekki með beinu boðvaldi heldur með því að blaðamenn lærðu á óbeinan hátt til hvers væri ætlast af þeim. Blaðamennska er fag og það stríðir gegn fagmennsku að eigandi, eða fulltrúi eiganda (útgafandi/ritstjóri) fyrirskipi hvaða sjónarhorn skuli vera á frétt og hvaða efnisatriði eigi heima í fréttinni og í hvaða röð þau birtast. Óbeinu skilaboðin, sem blaðamenn lærðu, var að sumar fréttir fóru á forsíðu á meðan aðrar voru grafnar inn í blaðinu. Blaðamenn lásu leiðara síns blaðs, sem gaf línuna um hvað væri þóknanlegt. Og ekki síst lærðu þeir á slúðri samfstarfsfélga hvað þætti góð og gild fréttaáhersla og hvað ekki.

Sjónarhorn frétta koma fram í fyrirsögn og inngangi. Sá sem skrifar fréttina ákveður hvað er mikilvægast í henni um leið og hann velur fyrirsögn og skrifar inngang. Engin frétt skrifar sig sjálf. Frétt í fjölmiðli er með höfund og til skamms tíma var eini höfundurinn blaðamaður.

Almenna viðmiðið í bandarískri blaðamennsku í tíð prentmiðla var slagorðið sem mátti lesa í blaðhaus New York Times: ,,all the news that´s fit to print" (allar prenthæfar fréttir).

Fram á daga samfélagsmiðla voru það eingöngu fagmenn, blaðamenn, sem skrifuðu fréttir. Hvort sem miðillinn var dagblað, tímarit, útvarp eða sjónvarp var fagmaður á bakvið fréttirnar. 

En með tilkomu samfélagsmiðla gat hver sem er orðið fréttamaður ef aðgangur að nettengdri tölvu var fyrir hendi. Blaðamennska hætti að vera fag í sama skilningi og áður.

Samfélagsmiðlar grófu undan stöðu fjölmiðla almennt og blaðamanna sérstaklega. Trump er sá einstaklingur sem hefur náð mestum árangri að markaðsetja sjálfan sig á samfélagsmiðlum. Hann er, einn og sér, gangandi samfélagsmiðill. Án samfélagsmiðla hefði Trump aldrei orðið forseti.

Í augum blaðamanna er Trump holdgerving hnignunar fjölmiðla og blaðamennskunnar þar með. Andúðin á Trump meðal blaðamanna stafar ekki eingöngu af pólitík heldur er hún a.m.k. að hluta vegna tilvistarkreppu fjölmiðla og blaðamanna.

Trump er einfaldlega eitur í beinum fjölmiðlastéttarinnar. Þess vegna er dagskrárvaldi fjölmiðla beitt gegn forsetanum. Og bæði prenthæfar og óprenthæfar fréttir eru nýttar til að sýna fram á að Trump ætti alls ekki að vera forseti.

En, eins og kauðinn segir sjálfur: ég er forsetinn.

 


mbl.is Twitter-skrifin í takt við nútímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband