Þroskað viðhorf knattspyrnukonu

Tap, hvort heldur í lífi eða leik, reynir á andlegt þrek og sálarstyrk. Ósanngjörnu tapi kvennalandsliðsins gegn Frökkum var tekið með karlmennsku, bæði af þjálfara og knattspyrnukonum.

Varnarmaðurinn sem fékk dæmt á sig vítið, er réði úrslitum, Elín Metta Jensen, tjáir viðhorf sem margur mætti læra af:

Auðvitað tók ég þetta nærri mér en ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem standa við bakið á mér. Auðvitað töpum við sem lið og vinnum sem lið.

Áfram Ísland.


Uppreisn æru, fórnarlömb og réttarvitund

Ríkið hvorki gefur né tekur æru manna. Ærunni tapa menn af verkum sínum. Ríkið á hinn bóginn setur lög um æruvernd og meiðyrðamál eru reist á þeim grunni. Og dæmdir menn geta sótt um uppreisn æru - ekki til að fá hana tilbaka, heldur fá annað tækifæri til að haga sér innan ramma laganna.

Tilgangurinn með dómum, sem eru þyngri en fjársektir, er útskúfun úr samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Menn tapa frelsi sínu með fangelsisvist eða búa við skert mannréttindi, eins og að fá ekki að gegna tilteknum störfum.

Æskilegt er að þeir sem fá dóm fyrir að valda öðrum miska eigi möguleika á að komast aftur inn úr kuldanum. Það samræmist réttarvitund okkar að menn sem brjóta af sér fái annað tækifæri.

En fórnarlömbin eiga líka sinn rétt. Það gengur ekki að dæmdir menn fái sjálfkrafa annað tækifæri án tillits til hagsmuna brotaþola.

Fórnarlömbin ættu að hafa eitthvað um það að segja hvort afbrotamaður fái uppreisn æru. Þar skiptir eðli brotsins máli. Fjárhagslegt tjón er slæmt, líkamlegur og andlegur miski er verri og morð verst.

Ferli sem veitir uppreisn æru ætti að taka mið af hagsmunum fórnarlamba. Það er auðvelt að gera það ,,vélrænt" - t.d. með valkvæðum umsögnum eða vitnisburði. Brotaþola yrði gerð grein fyrir að brotamaður sæktist eftir uppreisn æru og boðið að gera athugasemd. Þær athugasemdir væru hluti af málsmeðferðinni.

Æruna fá menn ekki frá ríkinu. Þar gildir orðsporið. Ríkisuppreisn æru er aftur formleg leið að gefa brotamönnum annað tækifæri. En fórnarlömb brotamanns eiga að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvenær ríkisuppreisn æru er veitt.

 

 


mbl.is Ferlið sagt vera allt of vélrænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óseljanleg hlutabréf niðurgreidd af ríkinu

Almenningur kaupir ekki hlutabréf vegna lélegrar ávöxtunar. Árið 2016 skilaði tapi upp á fimm til tíu prósent á hlutabréfamarkaði. Tillögur um að ríkið niðurgreiði hlutabréfakaup almennings eru opinber stuðningur við atvinnurekstur sem einkavæðir gróða en þjóðnýtir tap.

Nú þegar er almenningur í gegnum lífeyrissjóði með stóran hluta af sparnaði sínum í hlutabréfum. Óþarfi er að auka það hlutfall.

Í kapítalísku samfélagi er atvinnurekstur áhættusamur. Niðurgreidd hlutafjárkaup almennings velta ábyrgðinni að hluta yfir á óvirka eigendur, þ.e. smáfjárfesta sem engin völd hafa til að grípa í taumana ef reksturinn fer út af sporinu.

Hlutabréf eiga að selja sig sjálf. Og það gera þau ef rekstur hlutafélaga skilar hagnaði. Kaup almennings á hlutabréfum eiga að endurspegla traust á hlutabréfamarkaði. Það traust á að vera áunnið. Ríkið ætti ekki að hlutast þar til með niðurgreiðslum.


mbl.is Skattaafsláttur væri skynsamlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband