Kapítalismi, fjölmenning og tvær útgáfur vinstrimanna

Vinstriöfgamenn efndu til óeirða á leiðtogafundinum í Hamborg. Kapítalisminn er aðalóvinur öfgamannanna, sem eru með náin tengsl við sósíalíska flokka.

Þessi útgáfa vinstrimanna náði sér nokkuð á strik eftir fjármálahrunið 2008. Líklega var hápunkturinn í Hamborg - keppst er við að útmála þessa útgáfu sem glæpamenn.

Alþjóðalega fjármálakerfið er að hjarna við og það kippir fótunum undan öfgaútgáfunni.

Frjálslyndir vinstrimenn er önnur meginútgáfa vinstrimanna. Ólíkt öfgaútgáfunni eru þeir frjálslyndu stórvinir kapítalismans og hlynntir alþjóðasamstarfi, eru t.d. upp til hópa í aðdáendaklúbbi ESB.

Frjálslynda vinstrið fékk á sig högg með Brexit og annað með kjöri Trump. Það sem gerir þeim frjálslyndu erfiðast um vik er fjölmenningin, sem er hornsteinn hugmyndafræði þeirra.

Fjölmenning er á fallandi fæti alla þessa öld. Angela Merkel kanslari Þýskalands gaf út dánarvottorðið þegar árið 2010. Aukinn straumur flóttamanna til Evrópu síðustu ár samfara hryðjuverkum herskárra múslíma er frjálslyndum vinstrimönnum þung í skauti. Fjölmenning er eins og sósíalismi: virkar bara ekki.

Staðan er þessi: vinstriöfgamenn eru úthrópaðir sem glæpamenn og frjálslyndir vinstrimenn eru án hugmyndafræði.

Þegar báðar meginútgáfur vinstrimanna eru í nauðvörn hlýtur heimurinn að fara batnandi.

 

 


Trump, Clinton - munurinn er kynlífið

Laust fyrir aldamótin síðustu var Bill Clinton forseti ákærður til embættismissis af Bandaríkjaþingi. Kynlífshneyksli var undirrót ákærunnar en forsetinn var sakaður um að hindra framgang réttvísinnar.

Eins og í afstöðunni til Trump skiptust Bandaríkjamenn í grófum dráttum eftir flokkslínum þegar kom að ákærunni á hendur Clinton.

Trump gæti fengið á sig ákæru til embættismissis. Þó er staða hans betri en Clinton, enn sem komið er. Trump er ásakaður um að þiggja upplýsingar frá Rússum til að leggja eiginkonu Bill að velli í forsetakosningunum sl. haust. Það er, þegar kurlin koma öll til grafar, aðeins pólitík.

Einhverra hluta vegna eru ásakanir kvenna, sem komu fram í kosningabaráttunni, og sökuðu Trump um kynferðisbrot, ekki með í aðförinni að húsbóndanum í Hvíta húsinu. En þær voru alls níu sem kváðust fórnarlömb.

Á meðan Trump er með hreint sakavottorð í einkalífinu er hann hólpinn. Pólitík er grimm en ástríðufullt hatur þarf kynlífshneyksli.


mbl.is Andrúmsloftið í Hvíta húsinu „frábært“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband