Valdelti fjölmiðla - Trump eignast vini

Fjölmiðlar eru hver með sitt sjónarhorn, eins og Björn Bjarnason bendir á. Sjónarhornið markast af eignarhaldi, sögu og menningu fjölmiðils. En fjölmiðlar vilja einnig fylgja meginstraumum í samfélaginu sem þeir starfa í og verða þá á tíðum gagnrýmislausir, líkt og Sigmundur Davíð rekur.

Valdelti fjölmiðla er ekki eingöngu hjarðhegðun þar sem haldið er í humátt á eftir forystusauðnum. Fjölmiðlar þrífast á athygli. Fjölmiðill sem enginn nennir að fylgjast með deyr drottni sínum. Í síkviku almenningsáliti reyna fjölmiðlar að veðja á réttan hest. Valdelti er birtingarmynd þess, eins og mátti sjá þegar RÚV var eins og hundur í bandi Pírata á meðan sá flokkur naut lýðhylli.

Donald Trump Bandaríkjaforseti naut ekki stuðnings fjölmiðla, nema örfárra (Fox, Breitbart). Hann varð forseti þvert á spár og þótti, þykir enn af mörgum, senuþjófur. 

En Trump er orðinn forseti og embættinu fylgir vald. Fjölmiðlar eru sumir hverjir farnir að veðja á Trump, tileinka sér sjónarhorn valdsins. Guardian, sem ekki er í vinahópi Trump, segir, með nokkurri fýlu, að fjölmiðillinn Circa sé orðinn að uppáhaldi í Hvíta húsinu.

Circa nýtur vinsælda meðal ungra fjölmiðlaneytenda. Miðillinn stökk á Rússafréttina en fylgir línu Trump við val á sjónarhorni. Sem sagt valdelti.


Sænska hópsálin er kynlaus, siðlaus og náttúrulaus

Einstaklingurinn fæðist í líkama sem er annað tveggja kvenkyns eða karlkyns. Enginn velur sér líkama, börn einfaldlega fæðast kvenkyns eða karlkyns. Þessa fæðingargjöf tekur einstaklingurinn með sér út í heiminn í það ferðalag sem efni og aðstæður leyfa.

Menntastefna sem kennir kynleysi útilokar einn af grunneiginleikum einstaklingsins. En það er einmitt í gegnum þennan grunneiginleika sem einstaklingar tileinka sér siði og háttu í samfélaginu. Maður getur skipt um trú, stjórnmálaskoðun, maka og ríkisfang. En maður skiptir ekki um kyn - nema í læknisfræðilegum undantekningum.

Kynlaus einstaklingur er án grunnverkfæris náttúrunnar til að skilja heiminn. Slíkur einstaklingur gæti mögulega orðið tannhjól í kynlausri, siðlausri og geldri hópsál. En aðeins í samfélagi sem væri algjörlega einangrað frá náttúrunni og siðmenningunni frá því sögur hófust.


mbl.is Kynhlutlausir leikskólar í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Demókratar elta Trump

Donald Trump var kjörinn forseti út á atkvæði millistéttarfólks sem óttast um atvinnu sína annars vegar og hins vegar íhaldsmanna sem stendur ógn af frjálslyndri alþjóðahyggju (innflytjendum, fjölmenningu, réttindum minnihlutahópa).

Demókratar lærðu sína lexíu, segir í grein í New Republic. Demókratar færa sig nær stefnu Trump í efnahagsmálum og sópa undir teppið innflytjendum, samkynhneigðum, málefnum þeldökkra og frjálsum fóstureyðingum.

New Republic er málgagn þeirra sem vilja allt til vinna að Trump verði aðeins forseti í fjögur ár. Þótt það feli í sér að taka upp helstu stefnumál hans.

 


Bloggfærslur 30. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband