Reiðir vinstrimenn - ánægðir íhaldsmenn

Vinstrimenn eru reiðir yfir fylgisleysi og eigin eymd. Illugi Jökulsson er sagður ,,æfur" yfir ástandinu og kennir auðvitað farsælum leiðtoga móðurflokks íslenskra stjórnmála um bágt ástand vinstriflokka.

Fyrir íhaldsmenn er sitjandi ríkisstjórn hreinn unaður. Hún er of veik til að gera eitthvað róttækt, sem er prýðisgott fyrir sanna íhaldsmenn, en nógu sterk til að koma í veg fyrir að vinstrarugl komist á dagskrá.

Rúsínan í pylsuendanum er að Sjálfstæðisflokkur styrkist en aukaflokkarnir staðfesta sig sem grænmetið með steikinni.


mbl.is Stjórnin með tæplega 37% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lömbin þagna í ferðamannalandi

Hópur útlendra ferðamanna stelur lambi og sker á háls á Austurlandi. Annar útlendur ferðamaður gengur berserksgang í Herjólfi.

Og ferðaþjónustan harðneitar að greiða skatt til samfélagsins til samræmis við aðrar atvinnugreinar.

Hér er eitthvað málum blandið.


mbl.is Sauðaþjófar skáru lamb á háls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingarsjónvarp múslíma - tveir vondir kostir

Katar hýsir sjónvarpsstöðina Al-Jazeera og fjögur nágrannaríki landsins krefjast þess að stöðinni verði lokað. Ástæðan er, segir höfundur bókar um sjónvarpsstöðina, er að Al-Jazeera boðar múslímska byltingu í arabaríkjum.

Hugh Miles skrifar í Guardian að hópar eins og Múslímska bræðralagið og Hamas séu líklegir að ná völdum í flestum arabaríkjum, annað hvort með byltingu eða í kosningum. Einræðisvaldhafar í nágrannaríkjum Katar telja Al-Jazeera styðja þessa hópa.

Á vesturlöndum er almenna viðhorfið að frjálsir fjölmiðlar séu nauðsynlegir lýðræðinu. Frá sjónarhóli valdhafa í arabaríkjum, sem ekki eru lýðræðislega kjörnir, eru frjálsir fjölmiðlar ógn við stöðugleika.

Samkvæmt greiningu Miles styður arabískur almenningur herskáa íslamista til að losna við spillt stjórnvöld.

Lýðræði í vestrænum skilningi kemur hvergi við sögu. Valið stendur á milli einræðis og íslamista sem boða einhverja útgáfu af múslímsku trúarríki. Ef þessi greining er rétt er viðbúið að vandræðin í múslímaríkjum verði varanleg næstu áratugina.


mbl.is Katarar óttast ekki afleiðingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband