Þúfan heima, Grænland og útlönd

Íslendingar byggðu Grænland fyrir þúsund árum og bjuggu þar að hætti norrænna bænda. Eftir að kólnaði á litlu ísöld lagðist íslenska byggðin af enda ekki lengur hægt að stunda þar búskap að íslenskum hætti.

Danir gerðu tilraun 1729 til að fá 40 til 50 íslenskar fjölskyldur að flytja til Grænlands. Kristrún Halla Helgadóttir segir frá tilrauninni í nýjasta hefti Sögu. Fyrstu viðbrögð Íslendinga voru jákvæð en eftir ígrundun drógu menn sig í hlé og vildu ekki fara.

Löngu síðar, á harðindakafla eftir miðja 19. öld, fluttu landlausar bændafjölskyldur, einkum af Norður- og Austurlandi, til vesturheims.

Íslendingar vilja gjarnan ferðast til útlanda en þeir fara helst ekki úr landi nema í nokkurri vissu um að komast heim aftur.

Þúfan heima er ávallt sú besta.


mbl.is Íslendingar flykkjast út úr landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knattspyrna, konur og kynjahlutverk

Fyrsta knattspyrnufélag kvenna var stofnað 1914. Rúmlega kynslóð síðar, 1949, spiluðu konur fótbolta til að sýna þær í afbrigðilegu ljósi, segir í viðtengdri frétt.

Hugmyndir um kynjahlutverk breytast hægt en breytast þó. Jafnrétti til náms og embætta var fest í lög 1911 en samt leið meira en hálf öld þangað til fyrsti kvenpresturinn var vígður. Kynjahlutverkin eru ekki alfarið einstefna þar sem konum er haldið niðri. Hvað eru margir karlkyns hjúkrunarfræðingar?

Engu að síður: konur hafa átt á brattann að sækja til að fá sömu tækifæri og karlar að gera það úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. Og það er við hæfi að rifja upp kraft og baráttuþrek þeirra kvenna sem lögðu á brattann, eins og ísfirsku stúlknanna 1914.

Áfram Ísland.

 


mbl.is Stúlkur á Ísafirði brutu ísinn 1914
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband