Óseljanleg hlutabréf niðurgreidd af ríkinu

Almenningur kaupir ekki hlutabréf vegna lélegrar ávöxtunar. Árið 2016 skilaði tapi upp á fimm til tíu prósent á hlutabréfamarkaði. Tillögur um að ríkið niðurgreiði hlutabréfakaup almennings eru opinber stuðningur við atvinnurekstur sem einkavæðir gróða en þjóðnýtir tap.

Nú þegar er almenningur í gegnum lífeyrissjóði með stóran hluta af sparnaði sínum í hlutabréfum. Óþarfi er að auka það hlutfall.

Í kapítalísku samfélagi er atvinnurekstur áhættusamur. Niðurgreidd hlutafjárkaup almennings velta ábyrgðinni að hluta yfir á óvirka eigendur, þ.e. smáfjárfesta sem engin völd hafa til að grípa í taumana ef reksturinn fer út af sporinu.

Hlutabréf eiga að selja sig sjálf. Og það gera þau ef rekstur hlutafélaga skilar hagnaði. Kaup almennings á hlutabréfum eiga að endurspegla traust á hlutabréfamarkaði. Það traust á að vera áunnið. Ríkið ætti ekki að hlutast þar til með niðurgreiðslum.


mbl.is Skattaafsláttur væri skynsamlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband