Smáţjóđ lítilsvirt á Evrópuţinginu

Innan viđ tíu prósent ţingmanna Evrópuţingsins mćttu í vinnuna til ađ hlusta á umrćđu um formennsku Möltu í leiđtogaráđi Evrópusambandsins.

,,Ţetta er fáránlegt," sagđi Jean-Claude Juncker forseti leiđtogaráđsins. Ef einhver af stórţjóđunum hefđi veriđ ađ afhenda formennsku sína vćri salurinn fullur.

Smáţjóđir eru ekki hátt skrifađar í Evrópusambandinu.


Sósíalistaútgáfa Gunnars Smára gjaldţrota

Fréttatíminn er gjaldţrota. Útgáfufélagiđ er komiđ í hendur skiptastjóra, skv. frétt Kjarnans. Gunnar Smári, fyrrum ritstjóri og helst eigandi, varđ sósíalisti á síđustu dögum útgáfunnar og stofnađi sósíalistaflokk 1. maí sl.

Ţekktir auđmenn, eins og Árni Hauks­­­­son, Hall­­­­björn Karls­­­­son og Sig­­­­urđur Gísli Pálma­­­­son, veittu Gunnari Smára brautargengi í útgáfunni. Árni og Hallbjörn áttu einnig hlut í Fréttblađinu á međan Gunnar Smári var handlangari Jóns Ásgeirs Baugsstjóra í útgáfumálum.

Milljón króna spurningin er ţessi: verđur mađur sósíalisti eftir kynni af auđmönnum eđa nćgir ađ mađur fokki upp slatta af fyrirtćkjum til ađ sjá rođann í austri?


Macron stćlir Trump og Pútín

Eftirspurn er eftir sterkum leiđtogum. Macron nýkjörinn Frakklandsforseti leitar i smiđju tveggja slíkra, Pútín og Trump, til ađ koma skilabođum sínum á framfćri.

Franska útgáfan ađ sterkum leiđtoga sćkir fyrirmyndina til stórveldistíma Frakka. Macron hélt bođ í höll sólkonungsins, Lúđvíks 14da, í Versölum í tilefni af ávarpi sínu um stöđu frönsku ţjóđarinnar.

Ţjóđverjar, sem ţekkja vel merkingu sterkra leiđtoga, tóku fram ađ sólkonungsvísunin vćri ekki brandari. Spiegel rifjar upp áletrun í einu horni speglasalarins í Versölum: konungurinn stjórnar - og enginn annar.

Breska vinstriútgáfan, Guardian, er aftur gagnrýnni og greinir frá efasemdum um konungakomplex Macron. Bretar voru líka á undan Frökkum ađ hálshöggva sinn konung, 1649, á međan Frakkar biđu allt til 1793 af setja Lúđvík 16da undir fallöxina.

Sterkir leiđtogar á vesturlöndum ţurfa nú um stundir ekki ađ óttast aftöku nema í óeiginlegri merkingu í kosningum. Til skamms tíma bjuggust margir viđ ađ fyrirmynd Macron, Trump, yrđi auđvelt skotmark í nćstu umferđ. En annađ hljóđ er komiđ í strokkinn.

Guardian dregur upp martröđina: hvađ er Trump nýtur velgengni og fćr endurkjör? Samkvćmt Guardian nćr Trump til ţeirra kjósendahópa sem ráđa úrslitum í kosningum ţótt hann sé hatađur af fjölmiđlum.

Í dag er ţjóđhátíđardagur Bandaríkjanna. Vörumerki sveipa sig međ ţjóđrćkni í anda Trump, sem til dćmis má sjá í ţessari auglýsingu Budweiser.

Menn tárast af minni tilefni.


mbl.is Vill fćkka ţingmönnum um ţriđjung
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 4. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband