Fimmtudagur, 19. mars 2020
Högg á Ísland frá ESB; RÚV þegir
Evrópusambandið leggur bann á sölu hlífðarbúnaðar til Íslands.
Þetta er stórfrétt.
RÚV þegir, segir ekki orð.
![]() |
Evrópusambandið bannar sölu á grímum til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 19. mars 2020
Vald, traust og sérfræðiþekking
Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í því sem ekki er vitað. Það er einfaldlega mótsögn. Í tilfelli farsóttarinnar, sem kennd er við COVID-19, veit enginn hvenær hún mun ná hámarki, hver dauðatollurinn verður og enn síður er vitað um efnahagslegar afleiðingar.
Þetta gildir bæði um Ísland og heiminn í heild sinni.
Sérfræðiþekking á sviði faraldsfræða og tölfræði meta líkur hvenær sóttin nær hámarki, út frá gefnum forsendum. Líkurnar eru upplýst ágiskun, ekkert meira. Hagfræðingar eru í algjöru myrkri um sínar spár, þær eru ekki einu sinni upplýst ágiskun heldur skot út í loftið.
Þrátt fyrir óvissuna, eða kannski einmitt vegna hennar, verður að treysta yfirvöldum til að taka ákvarðanir í þágu almannahagsmuna. Ef við treystum ekki yfirvöldum blasir við óreiða og samfélagsupplausn. Ótti og óreiða ofan í farsóttina er eitruð blanda sem enginn ætti að brugga.
Farsóttin er staðreynd og það er óvissa framundan. Tíminn einn leiðir í ljós hvað verður. Og, eins og Færeyingar segja, tíminn er nægur - það kemur alltaf meira af honum.
![]() |
218.815 smitaðir, 84.114 hafa náð sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. mars 2020
RÚV fyrir greindarskerta
Fréttamaður RÚV, Arnhildur Hálfdánardóttir, bauð í Speglinum í kvöld upp á nýjung í samstarfi við loddara úr Borgarfirði, sem á langa sögu að selja Evrópusambandið Íslendingum.
Eiríkur er kynntur til sögunnar sem prófessor við Háskóla Íslands. Heimasíða héraðsskólans skráir Eirík þó enn sem starfsmann. Dómgreindar-Hildur kann sennilega ekki að fletta á netinu og tók orð loddarans trúleg. Næst trúir fréttamaðurinn sennilega að Eiríkur sé forseti Íslands í hjáverkum.
En, sem sagt, Dómgreindar-Hildur og borgfirska gáfnatröllið sögðu að Íslendingar ættu að skammast sín að standa saman gegn COVID-19 og ekki væri nóg alþjóðahyggja hér á landi; ESB veit jú best, en, guð hjálpi okkur, skálkurinn Trump minnst.
RÚV reynir að sinna minnihlutahópum á jaðri samfélagsins og ber að taka hatt sinn ofan fyrir viðleitninni.
En kynningin á nýmælinu fórst fyrir. Hún átti að vera eftirfarandi: Undirmálsfréttamaður í samstarfi við loddara segir fréttir fyrir greindarskerta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 18. mars 2020
Krónan staðfestir yfirburði sína
Án krónu væri Ísland illa statt. Krónan bar tiltölulega háa vexti þegar atvinnulífið var í þenslu. Við getum lækkað vextina núna þegar kreppir að vegna efnahagskreppa knýr dyra.
Hvað getur Evrópa með sina evru gert?
Ekkert. Vextir í Evrópu voru fyrir farsóttarkreppu á núlli.
Evran er ónýtur gjaldmiðill. Krónan aftur bjargvættur lands og lýðs, eins og einatt áður.
![]() |
Sannfærandi hjá Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 18. mars 2020
Ríkisvaldið, traust og dauð alþjóðahyggja
Ef útlendingar segðu Íslendingum hvernig þeir ættu að haga farsóttarvörnum, til dæmis með beinni Skype-útsendingu frá Brussel, myndu Jón og Gunna á Fróni skella við skollaeyrum. Ríkisvaldið þarf að tala tungumál íbúaanna. Annars er ekkert traust.
Þjóðverjar lokuðu landamærum sínum áður en landamærum Evrópu var lokað gagnvart umheiminum. Þjóðverjar vildu ekki COVID-19 smit frá Austurríki og Ítalíu. Veiran komu úr austri, frá Kína, það var vitað um áramótin. Hvers vegna var landamærum Evrópu ekki lokað strax í janúar? Vegna þess að það var ekkert traust.
Íslendingar eru eyþjóð og háðir samgöngum í austur og vestur. Það kom ekki til greina að loka landamærum Íslands vegna þess að fyrirsjáanlega myndi kórónuveiran kom hingað fyrr en síðar. Sá kostur var tekinn, í samræmi við íslenska hagsmuni, að hafa landið opið og setja þá landa okkar í sóttkví sem komu sýktir frá útlöndum. Evrópa í heild gæti aldrei farið sömu leið og Ísland, álfan er of stór og talar of mörg tungumál.
Farsóttin mun drepa þá hugmyndafræði alþjóðahyggjunnar að yfirþjóðlegt vald sé betra en staðbundið. Þess sjást þegar merki í íslenskum stjórnmálum. Flokkar alþjóðahyggju, Samfylking, Viðreisn og Píratar, eru eins og úldnir kartöflusekkir. Þeir hafa ekkert til málanna að leggja og híma út í horni, illa þefjandi og skömmustulegir. ESB-guðinn var afhjúpaður sem forneskja og hindurvitni.
![]() |
Evrópusambandið lokar landamærum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 17. mars 2020
Nei, sko, Gulli nær landafræðiprófi úr leikskóla
Já, Ísland er eyja, og hefur verið frá örófi alda. Moldvörpur ESB í utanríkisráðuneytinu sannfærðu aftur Gulla utanríkis að Ísland væri skagi á meginlandi Evrópu og því yrði að samþykkja hér orkupakka ESB og halda landinu í Schengen.
En svo löðrungaði Brussel Gulla utanríkis með því að loka á samgöngur til og frá landinu. Og Gulli kveikti á perunni: Ísland er eyja og ætti ekki að vera landamæraútstöð ESB.
Ef Gulli hefði manndóm í sér að fylgja eftir nýfengnum skilningi á landafræði og taka Ísland úr Schengen-samstarfinu fengi hann stórt prik.
![]() |
Við erum eyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 17. mars 2020
Við töpum öll peningum, en fleiri halda lífi
Farsóttin verður okkur dýr í peningum talið. En heppnast þær varnir sem yfirvöld hvetja okkur til að viðhafa munu færri landar okkar deyja. Og það er verðugt markmið.
Krónan, mesti jafnaðarmaður sem Ísland hefur alið, lækkar og það verður dýrara að kaupa erlenda vöru og ferðast til útlanda. Lækkun krónunnar hjálpar aftur þeim fyrirtækjum sem fyrirsjáanlega fara verst úr farsóttinni.
Við erum nokkuð vel í sveit sett sem sitjum þetta land. Ef ekki væri fyrir samfylkingarveðrið sem geisar úti þessa dagana væri maður bara nokkuð sáttur.
![]() |
Stefnir í 100 milljarða króna halla ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. mars 2020
ESB lokar Íslandi, Áslaug í taugaáfalli
Íslenska stjórnkerfið er ESB-sinnaðra en aðildarþjóðir Evrópusambandsins. Allt er gott sem kemur frá Brussel, er viðkvæðið í stjórnarráðinu. Að sama skapi er ríkjandi andstyggð á Bandaríkjunum, eins og Gulli utanríkis túlkaði eftirminnilega.
Ákvörðun ESB um að loka Íslandi veldur taugaáfalli í 101 stjórnarráðinu. Dómsmála-Áslaug gengur betlandi um upplýsingar fyrir dyr sendiherra ESB sem býður það eitt að lesa upp fréttatilkynningu frá ESB. Ísland hefur framselt fullveldi landamæra sinna og er lokað inn í pestarbæli Evrópusambandsins.
ESB-dúkkulísunum er nokkur vandi á höndum. Gulli yfirdúkkulísa er óvelkominn í Washington og ætti ekki að vera ráðherra.
Við borgum stjórnmálamönnum til að hugsa sjálfstætt. Hvað heitir aftur flokkur þeirra Áslaugar og Gulla?
![]() |
Hafa hingað til talið bann hafa litla þýðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. mars 2020
Schengen er búið að vera, Áslaug - segðu Gulla það
Evrópa gefst upp á sameiginlegum landamærum, kenndum við Schengen-samstarfið, en ríkisstjórn Ísland þarf sérstakan fund til að skilja skriftina á veggnum.
Tornæmi er ríkjandi stjórnarstefna þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. EES-samningurinn lagðist á líknardeild 2016 þegar Bretar ákváðu Brexit. Glamúrliðið í utanríkisráðuneytinu heldur enn að EES sé á vetur setjandi og lét okkur kokgleypa 3 orkupakkanum í þágu Norðmanna.
Covid-18 farsóttin leggur Schenegn á líknardeild í ár. Öll ríki ESB loka landamærum sínum en íslensk stjórnvöld vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga.
Covid-19 gengur yfir á fáeinum mánuðum. ESB-veiran í stjórnarráðinu í Reykjavík er aftur viðloðandi andskoti í mörg herrans ár.
![]() |
Fundað um mögulega landamæralokun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. mars 2020
Veiran, óvissan og þolinmæðin
Yfirvöld vita ekki hvenær C-19 farsóttin gengur yfir. Enginn veit það. Umræðan um að mynda hjarðónæmi er fræðileg fremur en að hún þjóni hagnýtum tilgangi.
Ef veiran lognast ekki útaf í vor, líkt og flensufaraldur, verður að taka nýjar ákvarðanir, sem bíða síns tíma. Ef bóluefni við veirunni kemur næsta haust verður strax bjartara yfir.
Þjóðin heldur þolinmæði sinni og sættist á óvissuna á meðan yfirvöld sýna trúnað og segja hlutina eins og þeir eru. Sem yfirvöld virðast hafa gert hingað til.
![]() |
Misskilningur í gangi um hjarðónæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)