Gulli ekki velkominn í Washington, afsögn strax

Gulli utanríkis stórmóðgaði Bandaríkin þegar hann í reiðikasti aflýsti heræfingunni Norðurvíkingi í hefndarskyni við ferðabann Trump. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna neitar að tala við Gulla.

Ísland er komið í skammarkrókinn vegna vanstillingar utanríkisráðherra.

Gulli getur ekki verið utanríkis lengur. Þjóðarhagsmunir eru í veði, Gulli verður að víkja.


mbl.is Fundi Guðlaugs og Pompeos aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála.

Benedikt Halldórsson, 14.3.2020 kl. 21:19

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Utanríkisráðherrann okkar tók ekki svona reiðuskast við ráðamenn Danmerkur eða Noregs eða önnur ríki Evrópu sem nú hafa nú skellt í lás og lokað landamærunum og sett á ferðabann, jafnvel enn strangara en ríkisstjórn Bandaríkjanna. Ætli Guðlaugur geri sig nú enn hlægilegri og heimti fund með ráðamönnum þessara ríkja. Nei Guðlaugur ætti að biðha Bandaríkhamenn afsökunar og svo ætti hann að skammast sín. Honum er ekki treystandi til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Hann á að segja af sér strax !

Gunnlaugur I., 14.3.2020 kl. 21:26

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Gerir utanríkisráðherra svona axarsköft einn? er ekki fleiri sem ættu að taka pokann sinn strax!!!

Óskar Kristinsson, 14.3.2020 kl. 21:33

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvernig ætlaði Gulli að koma sér vestur til Washington til að hitta Pompeo?? ætlaði hann á árabát, ekki er hægt að aka bifreið þangað og ekki má fljúga vestur um haf.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.3.2020 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband