Björn: Ísland samþykkti 3OP vegna Noregs

Það var ekki vegna íslenskra hagsmuna sem 3. orkupakkinn var leiddur í lög hér á landi. Björn Bjarnason fór fyrir þeirri nefnd utanríkisráðherra sem beitti sér fyrir samþykktinni. Björn skrifar í dag:

Úrlausn þessa máls [þ.e þriðja orkupakkans]skipti Norðmenn hins vegar miklu vegna þess að sæstrengir frá vatnsaflsstöðvum þeirra skapa Dönum, sem treysta mjög á vindorku, orkuöryggi. 

En hvers vegna fengu Íslendingar ekki undanþágu? Björn svarar því ekki og sú þögn segir mikla sögu um hve óhagstæður EES-samningurinn er okkur Íslendingum. Hagsmunir Norðmanna ríkja, íslenskir hagsmunir víkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

OK

En villt vera svo vinsamlegur að skyra þetta mál, svo að við heimskingjar skiljum vandann,

Örn Einar Hansen, 14.3.2020 kl. 18:47

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við "megum" bregðast við vanda sem engin veit hvort eð er, hvernig best sé að leysa, þó það nú væri. Við erum í það minnsta með heimastjórn.

Við ráðum nánast engu. Öll mál eru svo vel hönnuð og pökkuð erlendis, að við megum ekki hafna þeim, annars fer mjög illa. Öll mál eru alþjóða-eitthvað sem aðeins embættismenn og útvaldir skilja til fulls.

Þótt spádómar um komandi veðurhamafarir standist aldrei, verða öll þjóðríkin að vera með. Allir verða að trúa á ósannaða hamafarahlýnun, jafnvel þótt 700 vísindamenn segja enga hamafarahlýnun framundan, annars fer mjög illa fyrir okkur.

Það er alltaf þannig. Það er alltaf svo mikið í húfi, ef við vogum okkur að hafa skoðun. 

Benedikt Halldórsson, 14.3.2020 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband