Föstudagur, 5. ágúst 2022
Slit Evrópufriđar, Stoltenberg og Pútín
Pútín forseti réđst á saklausa ţjóđ til ađ ná pólitískum markmiđum. Hann skorar á hólm heiminn sem viđ trúum á, ađ öll ríki, stór og smá, eigi rétt á ađ velja sér félagsskap og bandalög, sagđi Jens Stoltenberg ađalritari Nató á fundi í Útey í Noregi í gćr.
Stoltenberg túlkar hér afstöđu helstu valdablokka vesturlanda til Úkraínustríđsins.
Talsmađur Pútín forseta, Dmitry Peskov, brást viđ rćđu norska ađalritarans og sagđi ađ vesturlönd hefđu í reynd slitiđ friđnum 2014 međ stjórnarbyltingu í Kćnugarđi, höfuđborg Úkraínu. Í Kćnugarđi situr leppstjórn vesturlanda. Ţetta er rússneska línan.
Mćlikvarđi á málstađ er hversu mikiđ ţarf ađ ýkja, fella burt og sópa undir teppiđ til ađ frásögnin um réttmćti málstađarins haldi vatni.
Stoltenberg flutti rćđuna á norsku og notar orđiđ ,,fellesskap", félagsskap, um Nató. Ţađ er fallegt orđ um vopnavald.
Eftir lok kalda stríđsins hefur nćr öllum ríkjum og skjólstćđingum fyrrum Sovétríkja veriđ bođin ađild ađ Nató. Nema Rússum. Ef félagsskapurinn vćri leikskóli yrđi ţetta taliđ skýrt dćmi um grimmt einelti.
Hernađarbandalag er samkvćmt skilgreiningu félagsskapur um hernađarmátt. Hernađur er stjórnmál međ valdi, eins og Stoltenberg viđurkennir, og endurómar 200 ára gamla kenningu Clausewitz. Hverjir í Evrópu sćttu pólitískum hótunum um ađ verđa fyrir hernađarmćtti Nató? Eingöngu Rússar.
Međ Úkraínu sem Nató-ríki yrđu Rússum allar bjargir bannađar brytist út stríđ milli Nató og Rússlands. Yfirţyrmandi hernađarmáttur Nató á vesturlandamćrum Rússlands gerđi ómögulegt ađ verjast innrás. Rússar eru lćsir á sögu og vita ađ Napoleón ráđst á ţá snemma á 19. öld og Hitler skömmu fyrir miđja 20. öld. Varnir í vestri eru Rússum mikilvćgar.
Í stuttu máli: Úkraínustríđiđ var undirbúiđ í Washington og Brussel en hrint í framkvćmd af Pútín Kremlarbónda.
Pútín virđist međ hernađarpólitíska áćtlun, ađ hirđa nćgt land af Úkraínu til ađ ríkiđ sem stendur eftir ógni ekki öryggishagsmunum Rússlands.
Stoltenberg útskýrir áćtlun Nató međ ţeim orđum ađ Pútín megi ekki vinna stríđiđ en samt ćtla Nató-ríkin ekki ađ leggja til hermenn. Ţá sé mikilvćgt ađ stríđiđ breiđist ekki út til annarra landa. Ţađ liggur í orđum Norđmannsins ađ vesturveldin ćtlist til ađ Úkraínumenn verđi fallbyssufóđur.
Útey, ţar sem Stoltenberg flutti rćđu sína, er vettvangur hryllilegs glćps Anders Behring Breivik sem myrti ţar 69 manns međ köldu blóđi fyrir ellefu árum. Stoltenberg hefđi mátt flytja mannúđlegri bođskap en ţann ađ úkraínsk ungmenni eigi ađ deyja fyrir vöxt og viđgang Nató.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 4. ágúst 2022
Verđbólga ekki lengur í bođi, ekki heldur evra
Fyrir daga ţjóđarsáttar 1990 var viđvarandi ábyrgđarleysi viđ gerđ kjarasamninga. Samiđ var um óraunhćfar krónutöluhćkkanir sem gengislćkkun og verđbólga átu upp á mánuđum ef ekki vikum.
Í velmeguninni frá 1990 og fram ađ hruni voru ekki lausatök á landsmálum og vinnumarkađurinn hagađi sér skikkanlega. Óreiđuflokkar vinstrimanna sáu ţann kost vćnstan ađ sameinast í eina fylkingu á tíuunda áratugnum til ađ freista ţess ađ vera stjórntćkir. (Gekk ekki eftir, en vinstriflokkunum fćkkađi niđur í tvo, Samfylkingu og Vg).
Fyrsta kastiđ eftir hrun réđ skynsemi ferđinni á vinnumarkađi. Í fjármálapólitík var ţađ helst ađ frétta ađ vinstriflokkarnir, sem fjölguđu sér á ný, tóku ađ krefjast evru í stađ krónu. Í undirmeđvitundinni vita vinstrimenn ađ ţeir kunna ekki ríkisfjármál. Hugmyndin međ evru er ađ ríkisfjármálin fara ađ stórum hluta úr landi, til Brussel.
Evruást vinstrimanna opinberar hráa valdhyggju ţeirra. Krónan er jafnađartćki, hagur allra batnar ţegar hún hćkkar og viđ gengislćkkun, eins og nauđsyn krafđi viđ hrun, er byrđinni dreift. Vinstrimönnum er hjartanlega sama um jöfnuđ, ţeir vilja völd og engar refjar.
Viđ úthýstum verđbólgu međ ţjóđarsáttinni fyrir rúmum 30 árum. Draumur vinstrimanna um völd í krónulausu landi var kveđinn í kútinn er ESB-umsóknin var dregin tilbaka.
En óreiđufólkiđ lćtur sér ekki segjast og hótar afarkostum í komandi kjarasamningum. Verđbólga er nćst minnst hér á landi í Evrópu. Viđ eigum ađ halda hlutunum ţannig. Seđlabankastjóri tilkynnir međ fyrirvara ađ hvađ gćslumann krónunnar varđar leyfast ekki lausatök.
Ríkisstjórnin ćtti í kjölfariđ ađ slá á fyrirséđ yfirbođ óreiđuaflanna. Verđbólgusamningar verđi ekki í bođi.
![]() |
Seđlabankastjóri varar vinnumarkađ viđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 3. ágúst 2022
Ísland biđji Namibíu afsökunar á RÚV
Namibísk yfirvöld tóku ásakanir um mútur og spillingu Samherja trúanlegar vegna ţess ađ ríkisfjölmiđill Íslands, RÚV, var ábekingur. Namibíumenn líta á Ísland sem norrćnt ríki ţar sem ríkisfjölmiđill starfi faglega og segi satt og rétt frá.
Namibíumenn gátu ekki vitađ ađ RÚV hýsir afbrotamenn sem leggja á ráđin um ađ byrla mönnum eitur til ađ stela af ţeim gögnum. Siđareglur eru upp á punt, lög og reglur sömuleiđis.
Kannski var ţađ einmitt tilgangur heimsóknar namibískrar sendinefndar í sumar ađ kynnast ţessu skrítna landi ţar sem Glćpaleiti er ríkisstofnun? Svo mikiđ er víst ađ saksóknari ţar syđra er í vandrćđum međ stjörnuvitniđ sem RÚV leiddi fram og gerđi ađ siđapostula.
Eina heimild RÚV um meintar mútur og spillingu Samherja í Namibíu er Jóhannes Stefánsson. Íslenskur samstarfsmađur Jóhannesar lýsir einu heimild RÚV svona:
Jóhannes missti stjórn á lífi sínu sökum ofneyslu áfengis og kókaíns. Ţá er Jóhannes sagđur hafa nýtt sér ţjónustu fjölda vćndiskvenna.
Namibískur samstarfsmađur Jóhannesar hefur ţessa sögu ađ segja:
Jóhannes hafi svo lýst fjárhagskröggum sem hann vćri í vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu og ađ hann vćri ađ leita leiđa til ađ bćta mannorđ sitt.
Hatuikulipi sagđi ađ vegna stöđugrar fíkniefnanotkunar Jóhannesar hafi hann skađađ alvarlega samninga sem gerđir voru milli Samherja og kvótarétthafa í Namibíu. Hann hafi líka ítrekađ ţurft ađ borga tryggingu til ađ losa hann úr fangelsi.
Ţađ má öllum vera ljóst, sem eitthvađ hafa á milli eyrnanna, ađ Jóhannes Stefánsson er ótrúverđug heimild. Ţađ er ekki hćgt ađ byggja á einu eđa neinu sem mađurinn segir.
En RÚV lét öll fagleg sjónarmiđ lönd og leiđ, rétt eins og stofnunin brýtur lög og siđareglur eftir hentisemi, og gerđi Jóhannes ađ bođbera sannleikans.
Íslensk stjórnvöld skulda namibískum yfirvöldum afsökunarbeiđni vegna framferđis ríkisfjölmiđilsins.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Ţriđjudagur, 2. ágúst 2022
Fćr Páll skipstjóri réttlćti?
Byrlađ var fyrir Pál skipstjóra Steingrímssyni fyrir hálfu öđru ári. Á međan hann lá á gjörgćslu var síma hans stoliđ. Hvorttveggja var gert ađ undirlagi RSK-miđla, ţ.e. RÚV, Stundarinnar og Kjarnans.
Páll hafđi unniđ ţađ sér til vanhelgi ađ bera í bćtifláka fyrir atvinnuveitanda sinn, Samherja. RSK-miđlar voru í bandalagi um ađ níđa skóinn af Samherja, hér heima og erlendis. Páll spurđi um rök og heimildir.
Eftir lögreglurannsókn á byrlun og gagnastuldi fengu a.m.k. fjórir blađamenn RSK-miđla stöđu sakbornings: Ţóra Arnórsdóttir á RÚV, Ţórđur Snćr Júlíusson, og Arnar Ţór Ingólfsson, báđir á Kjarnanum og Ađalsteinn Kjartansson sem flutti sig um set af RÚV á Stundina föstudaginn 30. apríl 2021, fjórum dögum fyrir byrlun Páls og ţjófnađi á síma hans.
Ađalsteinn vann úr símagögnum Páls á Stundinni og ţađ sama gerđu Ţórđur Snćr og Arnar Ţór á Kjarnanum. Miđlarnir birtu samtímis fréttaskýringar 21. maí. Ţóra og RÚV birtu ekkert fyrr en nokkrum dögum síđar og ţá međ Stundina og Kjarnann sem heimildir. En vitađ er ađ Ţóra hafđi gögnin úr síma Páls.
Í vor fengu sakborningar bođun ađ mćta til lögreglu í yfirheyrslu. Ţeir hafa ekki enn mćtt og bera fyrir sig meintan rétt blađamanna ađ fremja glćpi til ađ afla frétta.
Fyrir viku spurđi DV, og vísađi í fćrslu Páls skipstjóra á samfélagsmiđli, hvort ţađ vćri svo ađ blađamenn vćru hafnir yfir lög og rétt?
Spurningin er réttmćt og varđar undirstöđur réttarríkisins.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 1. ágúst 2022
Úkraína smitar: Taívan og Kósovó
Samskipti Bandaríkjanna og Kína eru herskárri en ţau hafa lengi veriđ. Bandaríkin styđja Taívan undan ströndum Kína sem Kínverjar segja óađskiljanlegan hluta kínverska ríkisins. Á landamćrum Kósovó og Serbíu rísa úfar. Vesturlönd styđja Kósovó en Rússar Serba.
Stríđiđ í Úkraínu kyndir undir milliríkjadeilum. Stađbundnar deilur stórvelda kveikja elda fjarri vettvangi.
Bandalag Kína og Rússlands styrkist í Úkraínudeilunni. Ţađ var fyrirséđ. Kínverjar sjá ţađ samhengi ađ rétt eins og vesturlönd nota Úkraínu til ađ velgja Rússum undir uggum er Taívan útsendari vestursins andspćnis meginlandi Kína. Ađ sama skapi óttast vesturlönd ađ nái Rússar markmiđum sínum í Úkraínu hugsi Kínverjar sér til hreyfings gagnvart Taívan. Serbar telja sig eiga inni réttlćti fyrir serbneska ţjóđarbrotiđ í Kósovó. Serbar eru merkilega naskir á ađild ađ stóratburđum. Draumurinn um Stór-Serbíu kom viđ sögu í tilrćđinu ađ Frans Ferdínand, sjá síđar.
Stríđsátökin í Úkraínu, sem hófust 24. febrúar, virđast hafa losađ um hömlur í samskiptum stórvelda. Hömlur kalda stríđsins héldu í Júgóslavíustríđunum á tíunda áratug síđustu aldar, einnig í Írak og Afganistan um aldamótin og jafnvel í Sýrlandsstríđinu á síđasta áratug. Núna er eins og komiđ sé ađ vatnaskilum.
Meginmunurinn á stöđu stórveldanna núna og t.d. fyrir 20 árum er ađ Rússland er töluvert sterkara. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 og ţangađ til í kringum 2010 var Rússland veikt.
Rússland var aldrei svo veikt ađ vestriđ gćti ţrammađ á skítugum skónum inn í Kreml. En međ stórfelldri hernađaruppbyggingu Nató á vesturlandamćrum Rússland var Pútín, Kremlarbónda frá aldamótum, sagt ađ haga sér skikkanlega annars hlyti hann verra af.
Vesturlönd gerđu ţau reginmistök ađ ţvinga Rússa í fang Kínverja. Sögulega er togstreita á milli Moskvu og Peking. Brćđralag kommúnista í kalda stríđinu var ekki meira en svo ađ Sovétríkin og Kína háđu landamćrastríđ í nokkra mánuđi 1969. Vesturlönd, sem sigurvegarar kalda stríđsins, höfđu alla burđi í 15-20 ár ađ ná ţannig sambandi viđ Rússland ađ ófriđur hlytist ekki af. En til ţess ţurftu kerfin sem urđu til í kalda stríđinu, Nató og ESB sérstaklega, ađ ađlaga sig breyttum ađstćđum.
Eđli sigrandi hugmyndafrćđi er ađ kunna sér ekki hóf. Eftir kalda stríđiđ verđur ţađ ráđandi stefna Bandaríkjanna og Evrópusambandsins ađ móta heiminn í sinni mynd. Misheppnuđ hernađarćvintýri í Írak og Afganistan upp úr aldamótum voru ekki nógu sársaukafull til ađ kenna Washington og Brussel lexíu.
Úkraínustríđiđ verđur líklega ekki lexía heldur fall. Hvort heimsfriđurinn slitni í leiđinni rćđst kannski í Taívan eđa Kósovó. Enginn trúđi sumariđ 1914 ađ morđiđ á Frans Ferdínand ríkiserfingja Austurríkis-Ungverjalands í smábćnum Sarajevo hleypti af stokkunum stríđi sem seinna var kallađ fyrri heimsstyrjöld.
Alţjóđakerfiđ 1914 var ađ stofni til 100 ára, ćttađ af Vínarfundinum viđ lok Napoleónsstyrjaldanna. Alţjóđakerfiđ 2022 er 75 ára, tekur á sig mynd eftir seinna stríđ. Á milli ţessara kerfa eru tvenn heimsstríđ og langvinn alţjóđleg efnahagskreppa. Til ađ gera líkindin enn óhugnanlegri fylgdi fyrra stríđi COVID 19 ţess tíma, kölluđ spćnska veikin.
Alţjóđakerfi er annađ orđ yfir fyrirkomulag í samskiptum ríkja. Stórveldi, eđli málsins samkvćmt, gefa tóninn og önnur ríki fylgja í humátt á eftir. Annađ tveggja ađlagar núverandi kerfi sig ađ breyttum valdahlutföllum stórvelda eđa ţađ ferst međ hávađa og hörmungum.
![]() |
Spennan magnast á landamćrum Serbíu og Kósovó |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. júlí 2022
Selenskí játar ósigur í Donbass - friđur í augsýn?
Úkraínustríđiđ snerist í upphafi fyrst og fremst um austurhluta landsins, héruđin Donetsk og Luhansk, sem sameiginlega kallast Donbass. Rússar eru ţegar komnir međ stćrstan hluta svćđisins undir sína stjórn, auk hérađa í Suđur-Úkraínu.
Eftir stríđsátök á sjötta mánuđ fyrirskipar Selenskí forseti brottflutning almennra borgara af ţví litla landssvćđi sem stjórnin í Kćnugarđi rćđur enn í Donetsk-hérađi. Orđrćđan hingađ til hefur veriđ ađ Úkraínuher muni innan skamms endurheimta tapađ landssvćđi.
Játning á ósigri, ţó óbein sé, gćti veriđ til marks um stefnubreytingu í Kćnugarđi. Í lok júní bođađi Selenskí ađ stríđinu yrđi ađ ljúka fyrir árslok. Um sama leyti var tilkynntur undirbúningur Úkraínuhers fyrir stórsókn í hérađinu Kherson í Suđur-Úkraínu. Ekki bólar enn á ţeirri sókn. Sérfrćđingar hlynntir Úkraínu telja mánuđ eđa mánuđi í ađ suđursóknin hefjist. Kannski ađ Selenskí, og bandamenn hans í vestri, telji nú ađ átökum verđi ađ linna fyrr.
Vestrćn ađstođ er ekki nóg til ađ Úkraínuher haldi víglínunni í austri. Ţótt Rússar sćki ekki fram međ hrađi gera ţeir ţađ hćgt og örugglega.
Ef austurhéruđin falla Rússum í hendur eiga ţeir ţrjá kosti. Í fyrsta lagi ađ treysta stöđu sína ţar, t.d. međ töku borgarinnar Karkhíf í norđri. Í öđru lagi vestursókn međ hótun ađ leggja alla Úkraínu undir sig. Í ţriđja lagi ađ sćkja ađ hafnarborginni Ódessu, sem liggur í suđri, vestur af Kherson.
Stöđumat stjórnarinnar í Kćnugarđi hlýtur ađ taka miđ af vígvellinum. Ţegar ekki er kostur á sigri er skásti ósigurinn besti kosturinn. Um áramót er ekki víst ađ neitt verđi eftir af Úkraínu haldi fram sem horfir.
![]() |
Fyrirskipar brottfluttning íbúa Donetsk-hérađs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Laugardagur, 30. júlí 2022
Trans-stofnun lokađ í Bretlandi
Eina stofnunin í Bretlandi sem kynbreytti ungmennum, Tavistock transgender clinic, var lokađ međ ţeim rökum ađ stofnunin vćri ,,ekki örugg fyrir börn."
18 ár eru síđan ađ vakin var athygli á ađ ungmenni voru sett í kynbreytingarferli í nafni hugmyndafrćđi. Ţúsundir ungmenna fóru í međferđ er fólu í sér óafturkrćfar breytingar á líkama ţeirra. Dćmi eru um ađ 16 ára börn voru sett á lyf til ađ breyta kyni eftir eitt viđtal. Lyf sem bćla kynţroska eru heilsuspillandi.
,,Viđ munum horfa tilbaka međ hryllingi til ţess tíma ţegar börnum var misţyrmt međ lćknisfrćđi er ţjónađi hugmyndafrćđi," segir Suzanne Moore dálkahöfundur Telegraph.
Á einum áratug fjölgađi börnum sem vildu kynskipti um 4000 prósent, já fjögur ţúsund, fór úr 250 áriđ 2011 og á sjötta ţúsund tíu árum síđar.
Ástćđan er ađ ungmennum var talin trú um ađ hćgt vćri ađ fćđast í röngum líkama. Ţađ er ekki hćgt: međvitundin fćđist međ líkamanum, kemur ekki sérpöntuđ.
Stonewall-hreyfingin, sem gat sér gott orđ á sínum tíma í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigđra, tók transmenninguna upp á sína arma og bjó til hugmyndafrćđina um ađ međvitundin passađi ekki viđ líkamann. ,,Dagar Stonewall eru taldir," segir Miriam Cates.
Á upplýstum tímum á ekki ađ vera hćgt ađ misţyrma börnum međ lćknisfrćđi. En viđ lifum tíma and-skynsemi ţar sem hugmyndafrćđi leggur línurnar fyrir vísindin. Hryllingur.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 29. júlí 2022
Einyrkjar miđla Úkraínustríđinu
Meginstraumsfjölmiđlar eru heldur lélegir vilji mađur fylgjast međ Úkraínustríđinu frá degi til dags og fá hugmynd um ţróun mála. Hér eru nokkrir opnir miđlar á youtube sem hćgt er fylgjast međ. Allt eru ţetta einyrkjar sem sanka ađ sér upplýsingum af vefnum og sýna međ kortum stöđu mála. Fréttir af vígvellinum eru einatt óljósar á međan bardagar standa yfir og gnótt er af misvísandi fréttum. Međ ţeim fyrirvara er upplýsandi ađ fylgjast međ neđangreindum einyrkjum.
Ukraine. Military Summary and Analysis.
Hvítrússi rekur ţennan miđil. Hann birtist daglega, oftast síđdegis. Höfundurinn er fremur hlynntur Rússum.
Oft um 8 mín. daglega međ kortum og klippum. Síđdegis. Hlynnt Úkraínu.
Úkraínumađur rekur miđilinn. Birtir vanalega á nóttinni á íslenskum tíma alla daga. Vel kunnugur úkraínskum innanlandsmálum, gefur pólitíska og efnahagslega greiningu ásamt yfirliti yfir vígvöllinn. Hlynntur Úkraínu.
Strákur í Singapúr er höfundur. Birtir óreglulega, stundum 2-4 á dag en hlé ţess á milli. Reynir ađ vera hlutlaus en hallar sér ađ Rússum. Fremur leiđinleg rödd.
Amerískur strákur setur ţetta saman. Duglegur ađ kemba ađra miđla, góđ kort en léleg ţekking á ađstćđum. Birtir stundum 2-3 á dag en tekur hlé á milli. Hlutlaus.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 28. júlí 2022
Ekkert Úkraínustríđ vćri Trump forseti
Pútin hefđi ekki ráđist á Úkraínu ef Trump hefđi veriđ forseti, segir skoski sagnfrćđingurinn Njáll Ferguson. Njáll er eini núlifandi sagnfrćđingurinn sem er alţjóđleg stórstjarna, kennir í Harvard og er gestafyrirlesari í elítuháskólum.
Í viđtali í Die Welt vitnar Njáll í samtal Trump og golfarans John Daly, sem er skrautlegur mađur líkt og forsetinn fyrrverandi. Símtaliđ er frá byrjun mars. Trump segir efnislega ađ honum hafi líkađ vel viđ Pútín en samt sagt honum: Valdi minn, ef ţú rćđst á Úkraínu sendi ég kjarnorkusprengju á Moskvu. Trump segir í framhaldi viđ Daly: Pútín trúđi mér 5 prósent, kannski tíu prósent, en ţađ er nóg.
Ţannig vill til ađ ţessi hluti símtalsins er á youtube. Ţar sýpur drykkfelldi kylfingurinn á guđaveigum og spjallar viđ bindindismanninn Trump. Forsetinn fyrrverandi segir tilvitnuđ orđ.
,,Ég er ţeirrar skođunar," segir skoski sagnfrćđingurinn í viđtalinu viđ Die Welt, ,,ađ ef Trump hefđi náđ endurkjöri sem forseti hefđi Pútín líklega haldiđ ađ sér höndum í Úkraínu."
Njáll sagnfrćđingur er enginn ađdáandi Trump, finnur honum flest til foráttu. En segir samt ađ Trump vćri til muna líklegri ađ ráđa viđ heimsmálin en vafagemsinn Biden er kunni fátt og geti enn minna.
Saga í viđtengingarhćtti er vitanlega ágiskun. Hvađ ef Hitler hefđi ekki fćđst? En skođun sagnfrćđingsins er áhugaverđur vitnisburđur um hvernig alţjóđaelítan greinir Úkraínustríđiđ.
Njáll er ekki stuđningsmađur Pútín - en segir ađ Rússar muni sigra. Tćkifćriđ til ađ binda endi á átökin var í upphafi stríđs ţegar Rússum gekk illa. Nú standa leikar ţannig ađ Rússar eru á sigurbraut. Vesturlöndum er fariđ ađ leiđast ađ halda Kćnugarđsstjórninni á floti međ fjármagni og vopnum. Án vestrćns stuđnings er Úkraína búin ađ vera.
![]() |
Trump snúinn aftur til Washington |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 27. júlí 2022
Er skortur á gagnkynhneigđu fólki?
Spurningin í fyrirsögn er rógburđur og smánun, samkvćmt skilgreiningu Samtakanna 78. Ţađ er í tísku ađ ráđast ađ rétti fólks ađ tjá sig. Ef einhver getur fundiđ eitthvađ í orđum einhvers til ađ smánast og niđurlćgjast er rokiđ upp til handa og fóta, klagađ á opinberum vettvangi og jafnvel kćrt til lögreglu.
Fyrr í ţessum mánuđi var stórt númer gert úr ţví ađ ţrír ungir menn geltu ađ samkynhneigđu pari. Látiđ var eins og hópur hafi gert ađsúg ađ parinu og samkynhneigđir mćttu vart um frjálst höfuđ strjúka. Öráreiti er ţađ kallađ ţegar einhver ţykist finna anda köldu í sinn garđ. Einn af skipuleggjendum druslugöngunnar fannst ađ sér vegiđ er kona sem hann áđur átti vingott viđ mćtti í gönguna međ annan upp á arminn. Nćmni á öráreiti leiđir til frekjulegrar tilćtlunarsemi. Fólk heldur sig sjálft nafla alheimsins.
Tískan ađ leita eins og ađ nál í heystakki ađ einhverju til ađ brjálast yfir leiđir samfélagiđ í ógöngur fái viđleitnin hljómgrunn.
Jađarhópar njóta fullra mannréttinda fyrir ţćr sakir ađ ţjóđfélagiđ er umburđarlynt og leyfir fólki ađ vera hvađ ţađ vill og skilgreina sig á hvađa vegu sem ţađ sjálft kýs. Minnihlutahópar njóta góđs af sem og almenningur. Mannlífiđ verđur frjálsmannlegra og geđţekkara en ţađ annars vćri.
Umburđalyndi er ekki einstefnugata. Krafa um ađ frelsi fólks til hugsunar og tjáningar skuli takmarkađ ađ viđlagđri refsingu mun vitanlega bitna harđast á jađarhópum. Hversdags-Jón og Gunna munu fylgja í humátt á eftir tískunni og sćta lagi ađ úthrópa ţá sem skera sig úr fyrir ummćli á samfélagsmiđlum. Umburđarlyndi er fyrir alla eđa alls engan.
Í stuttu máli: brjálumst síđur og sjaldnar; umberum meira.
![]() |
Samtökin '78 hafa lagt fram kćru |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)