Er skortur á gagnkynhneigðu fólki?

Spurningin í fyrirsögn er rógburður og smánun, samkvæmt skilgreiningu Samtakanna 78. Það er í tísku að ráðast að rétti fólks að tjá sig. Ef einhver getur fundið eitthvað í orðum einhvers til að smánast og niðurlægjast er rokið upp til handa og fóta, klagað á opinberum vettvangi og jafnvel kært til lögreglu.

Fyrr í þessum mánuði var stórt númer gert úr því að þrír ungir menn geltu að samkynhneigðu pari. Látið var eins og hópur hafi gert aðsúg að parinu og samkynhneigðir mættu vart um frjálst höfuð strjúka. Öráreiti er það kallað þegar einhver þykist finna anda köldu í sinn garð. Einn af skipuleggjendum druslugöngunnar fannst að sér vegið er kona sem hann áður átti vingott við mætti í gönguna með annan upp á arminn. Næmni á öráreiti leiðir til frekjulegrar tilætlunarsemi. Fólk heldur sig sjálft nafla alheimsins.

Tískan að leita eins og að nál í heystakki að einhverju til að brjálast yfir leiðir samfélagið í ógöngur fái viðleitnin hljómgrunn. 

Jaðarhópar njóta fullra mannréttinda fyrir þær sakir að þjóðfélagið er umburðarlynt og leyfir fólki að vera hvað það vill og skilgreina sig á hvaða vegu sem það sjálft kýs. Minnihlutahópar njóta góðs af sem og almenningur. Mannlífið verður frjálsmannlegra og geðþekkara en það annars væri.

Umburðalyndi er ekki einstefnugata. Krafa um að frelsi fólks til hugsunar og tjáningar skuli takmarkað að viðlagðri refsingu mun vitanlega bitna harðast á jaðarhópum. Hversdags-Jón og Gunna munu fylgja í humátt á eftir tískunni og sæta lagi að úthrópa þá sem skera sig úr fyrir ummæli á samfélagsmiðlum. Umburðarlyndi er fyrir alla eða alls engan.

Í stuttu máli: brjálumst síður og sjaldnar; umberum meira. 


mbl.is Samtökin '78 hafa lagt fram kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Tískan að leita eins og að nál í heystakki að einhverju til að brjálast yfir

leiðir samfélagið í ógöngur fái viðleitnin hljómgrunn." 

Jón Þórhallsson, 27.7.2022 kl. 14:44

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Látum nú vera að einhver fríki út af afbrýðisemi, en að stjórn druslusamtakanna skuli láta þessa bull-yfirlýsingu frá sér fara er ekki bara hlægileg. Hún er beinlínis sorglega hlægileg.

Það eru greinilega engin takmörk fyrir því sem er særandi. Hvað með græna girðingarstaura? Hvað ef einhver, sem er þér kær, hallar sér að einum? 

Ragnhildur Kolka, 27.7.2022 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband