Þórður Sær gjaldfellir Jóhannes - og sjálfan sig

Jóhannes Stefánsson uppljóstrarinn í Namibíumálinu fær þessa umsögn í Kjarnanum undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar:

Jóhannes hafi svo lýst fjár­hagskröggum sem hann væri í vegna áfeng­is- og fíkni­efna­neyslu og að hann væri að leita leiða til að bæta mann­orð sitt.

Ennfremur:

Hatuikulipi sagði að vegna „stöðugrar fíkni­efna­notk­un­ar“ Jóhann­esar hafi hann skaðað alvar­lega samn­inga sem gerðir voru milli Sam­herja og kvóta­rétt­hafa í Namib­íu. Hann hafi líka ítrekað þurft að borga trygg­ingu til að losa hann úr fang­elsi

Tilvitnanir hér að ofan eru teknar úr tveim fréttum í Kjarnanum, sem birtust í fyrradag, föstudaginn 15. júlí. Fréttirnar byggja á namibískum fjölmiðlum sem greina frá málaferlum þar syðra er hófust með fréttahrinu RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn) í nóvember 2019 - Namibíumálið. Aðeins namibískir aðilar eru ákærðir, enginn Íslendingur eða íslenskur aðili.

Eina heimild RSK-miðla í Namibíumálinu er Jóhannes uppljóstrari, sem hingað til hefur verið í helgra manna tölu, bæði hjá RSK-miðlum og Samfylkingunni og Pírötum. Bragð er að þá barnið finnur.

Í föstudagsfréttum Kjarnans er einnig fjallað um hvernig Jóhannes lék tveim skjöldum, þóttist ýmist vera starfsmaður Samherja eða kominn í bandalag með öðrum, t.d. Ísfélaginu.

Tilfallandi athugasemdir fjölluðu fyrir ári síðan um þessa þætti í fari Jóhannesar, að hann vissi hvorki upp né niður hvað hann var að segja - sjá hér og hér

Ef Þórður Snær ritstjóri væri aðeins meiri blaðamaður og aðeins minni áróðursmaður hefðu bjöllur átt að hringja í kollinum á honum um leið og hann sá til Jóhannesar. Gaurinn með nafn guðspjallamannsins er einfaldlega ótrúverðug heimild. Blaðmenn eiga að byggja fréttir á trúverðugum heimildum, ekki slúðri fólks sem á andlega bágt. En sumir blaðamenn eru í áróðri þótt þeir þykist skrifa fréttir.

Þórður Snær ásamt þremur öðrum blaðamönnum á RSK-miðlum er með stöðu sakbornings í sakamáli er varðar byrlun og gagnastuld til að réttlæta Namibíumálið. Jóhannes er ekki einn um andleg bágindi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lætur nú Þórður Snær sem hann hafi séð ljósið? 

Ragnhildur Kolka, 17.7.2022 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband