Verðbólga ekki lengur í boði, ekki heldur evra

Fyrir daga þjóðarsáttar 1990 var viðvarandi ábyrgðarleysi við gerð kjarasamninga. Samið var um óraunhæfar krónutöluhækkanir sem gengislækkun og verðbólga átu upp á mánuðum ef ekki vikum.

Í velmeguninni frá 1990 og fram að hruni voru ekki lausatök á landsmálum og vinnumarkaðurinn hagaði sér skikkanlega. Óreiðuflokkar vinstrimanna sáu þann kost vænstan að sameinast í eina fylkingu á tíuunda áratugnum til að freista þess að vera stjórntækir. (Gekk ekki eftir, en vinstriflokkunum fækkaði niður í tvo, Samfylkingu og Vg).

Fyrsta kastið eftir hrun réð skynsemi ferðinni á vinnumarkaði. Í fjármálapólitík var það helst að frétta að vinstriflokkarnir, sem fjölguðu sér á ný, tóku að krefjast evru í stað krónu. Í undirmeðvitundinni vita vinstrimenn að þeir kunna ekki ríkisfjármál. Hugmyndin með evru er að ríkisfjármálin fara að stórum hluta úr landi, til Brussel. 

Evruást vinstrimanna opinberar hráa valdhyggju þeirra. Krónan er jafnaðartæki, hagur allra batnar þegar hún hækkar og við gengislækkun, eins og nauðsyn krafði við hrun, er byrðinni dreift. Vinstrimönnum er hjartanlega sama um jöfnuð, þeir vilja völd og engar refjar.

Við úthýstum verðbólgu með þjóðarsáttinni fyrir rúmum 30 árum. Draumur vinstrimanna um völd í krónulausu landi var kveðinn í kútinn er ESB-umsóknin var dregin tilbaka.

En óreiðufólkið lætur sér ekki segjast og hótar afarkostum í komandi kjarasamningum. Verðbólga er næst minnst hér á landi í Evrópu. Við eigum að halda hlutunum þannig. Seðlabankastjóri tilkynnir með fyrirvara að hvað gæslumann krónunnar varðar leyfast ekki lausatök.

Ríkisstjórnin ætti í kjölfarið að slá á fyrirséð yfirboð óreiðuaflanna. Verðbólgusamningar verði ekki í boði. 


mbl.is Seðlabankastjóri varar vinnumarkað við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evran er ekki gefin út í Brüssel heldur Frankfürt.

Kjarasamningar valda ekki verðbólgu heldur verðhækkanir.

Launþegar ákveða ekki verðhækkanir heldur atvinnurekendur.

Þegar atvinnurekendur ákveða að hækka verð er afleiðingin sú að launþegar þurfa að krefjast hærri launa til að hafa efni á því sem atvinnurekendur selja. Það er afleiðing verðbólgu en ekki orsök hennar.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2022 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband