Stíga grunaðir blaðamenn til hliðar?

Staðfest er að 4 blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans eru grunaðir um alvarlegan glæp, byrlun og gagnastuld. Ítarlega rökstuddur úrskurður landsréttar segir að blaðamenn séu ekki undanþegnir rannsókn á ,,ætluðum brotum þeirra gegn almennum hegningarlögum." Skýrt og skynsamlegt réttlæti.

Þegar fyrir liggur að 4 blaðamenn hið minnsta, líklega eru þar einnig Helgi og Rakel, eru með stöðu sakborninga vaknar þessi spurning: munu blaðamennirnir stíga til hlíðar?

Áfram gildir, vitanlega, að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. En nú er lögreglan með gögn í höndunum sem líklega leiða til sakfellingar, annars væri rannsóknin ekki komin á lokastig. Ætla blaðamenn, dagskrárhafar opinberrar umræðu, að láta eins og ekkert hafi í skorist?

Í Kjarnanum í gær, vel að merkja fyrir úrskurð landsréttar, er fréttaskýring þar sem fjallað er með velþóknun um að stjórnarmenn í fyrirtækjum víki ef út af bregður með trúverðugleika. Þar segir m.a. að meta skuli hvort ,,hvort orð­spor valdi van­hæfi." Lykilsetning er að það skuli ,,líta til þess hvort hann sé sak­aður um hátt­semi sem telst ekki refsi­verð en sé „ámæl­is­verð að almanna­á­lit­i“." Tvö stig, sem sagt. Þeir sem eru sakaðir um refsiverða háttsemi eiga tafarlaust að fjúka, en hinir að víkja, stíga til hliðar, sem sýna ámælisverða hegðun að almannaáliti.

Höfundur fréttar Kjarnans er Þórður Snær Júlíusson, sem er sakborningur í rannsókn lögreglu á byrlun og gagnastuldi. Hann er sakaður um refsiverða háttsemi, annars væri hann ekki sakborningur. Blaðamaðurinn og ritstjórinn Þórður Snær fær falleinkunn á eigin siðgæðisprófi.

Mun Þórður Snær stíga til hliðar á meðan lögregla fullrannsakar glæpinn? Mun Þóra starfa á RÚV eins og ekkert hafi í skorist? Verður ,,rannsóknablaðamaðurinn" Aðalsteinn á Stundinni í vinnu að afhjúpa spillingu, sjálfur grunaður um glæp?

Blaðamenn segjast gjarnan þjónar almennings. Þjónar sem eru sakborningar í glæparannsókn geta ekki verndað almannahag. Það sjá allir í hendi sér - nema kannski siðblindir blaðamenn. 


mbl.is Sneri við úrskurðinum og skýrslutakan lögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Hverju orði sannar.  Það er með ólíkindum hvað fjölmiðlar eru aðgangsharðir að menn víki ef það svo mikið sem fellur kusk á orðspor þeirra, en þegar þeir eru sjálfir til rannsóknar í stórfeldur sakamáli, sem kostaði næstum manslíf, þá hvarflar ekki að þeim að víkja á meðan, það hvarflar ekki einu sinni að þeim að þegja.   Fjölmiðlar eru undanfarin ár, búnir að skrifa sig inn í annan kafla sögunnar.  Þeir eiga ekki heima í málefnalegri umræðu og það er hneisa og skandall að ríkið skuli halda þeim á ríkisjötunni og yfirleitt að einhverjir, áskrifendur og auglýsendur skuli kaupa enhverja þjónustu af þeim

Kristinn Sigurjónsson, 17.3.2022 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband