Sunnudagur, 17. janúar 2021
Mannréttindi í siðuðu samfélagi
Við höfum endurskilgreint mannréttindi í kófinu. Nýja skilgreiningin er hvergi skráð sem slík. Hún er afleidd verkregla sóttvarna.
Ný skilgreining á mannréttindum felur í sér að samfélagið telur rétt og skylt að taka þá einstaklinga úr umferð sem eru smitaðir Kínaveirunni og stunda ekki sóttkví. Í viðtengdri frétt segir af einstaklingi sem ekki virti sóttkví og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús.
Við vitum af reynslu síðustu missera að einn einstaklingur getur í krafti smits og mannréttinda sýkt nógu marga til að loka þurfi samfélaginu. Verklagsreglur sóttvarna taka fyrir þennan möguleika á iðkun mannréttinda.
Í lok september í fyrra spurði Víðir yfirlögregluþjónn:
Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti eða viljum við búa í samfélagi þar sem við treystum borgurunum?
Svarið er já, við viljum búa í siðuðu samfélagi þar sem lögreglan hefur eftirlit með og skiptir sér af fólki sem sýnir af sér hegðun er setur samfélagið í uppnám. Við sættumst á skert mannréttindi í þágu heildarhagsmuna.
Veruleikinn hefur þann merkilega eiginleika að þegar hann breytist þá breytast hugmyndir okkar. Jafnvel hugmyndir sem við teljum býsna rótfastar, s.s. um mannréttindi.
![]() |
Fluttur í farsóttarhúsið af lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 16. janúar 2021
Trump, lygar 2016, 2020 og hreinsanir 2021
Lygin lifir lygarann, skrifar Jonathan Freedland í Guardian. Jónatan er frjálslyndur með andsyggð á Trump. Samlíkingin sem hann notar er við þá þýsku lygi millistríðsáranna, að Þjóðverjar hefðu fengið rýtinginn í bakið fyrra stríði. Fimmtán árum eftir fyrra stríð fékk Hitler völdin út á þá lygi.
Jónatan og fleiri óttast að lygin um stolnar forsetakosningar 2020 muni greiða leið Trump að völdum 2024, eða arftaka Dónalds hafi karlinn sjálfur fengið nóg.
En, óvart, þá er lygin um stolnu kosningarnar 2020 aðeins endurvinnsla á lyginni um stolnu kosningarnar 2016, að Trump hafi fengið kjör fyrir atbeina Pútín Rússlandsforseta. Greining Jónatans gefur sér að Trump og hans fólk segi ósatt, gangi fyrir lyginni, en Clinton, Biden og demókratar gangi erinda sannleikans. Svo er ekki. Lyginni um að Pútín hafi tryggt Trump kjör 2016 er ekki hægt að sópa undir teppið. Demókratar gátu ekki sæst á að bandaríska þjóðin kaus Trump og bjuggu til lygavaðal um rússneska íhlutun. Þar hófst hringrás lyga sem ekki sér fyrir endinn á.
Leiðtogar demókrata á Bandaríkjaþingi kynna einfalda lausn á lygavandamálinu. Þeir efna til hreinsana, saksækja og dæma repúblíkana, ef ekki Trump sjálfan. Gangi þau áform eftir er lygin, að Trump reyndi valdarán, komin með dómsúrskurð að vera sönn. Þetta er sama aðferð og Stalín notaði með árangri á sínum tíma.
Pólitískar lygar eru aðferð til að réttlæta völd annars vegar og hins vegar vefengja valdhafa. Stórar lygar skapa nýjan sannleika. Hrætt fólk gleypir lygar hráar. Handritið að valdasápunni í Washington gæti verið skrifað af Göbbels.
![]() |
Rannsaka þátt þingmanna í innrásinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15. janúar 2021
Bólutregða, pólitískt vantraust, Trump og miðlun upplýsinga
Í Frakklandi, og víðar á vesturlöndum, vilja margir ekki láta bólusetja sig gegn Kínaveirunni, segir Spiegel. Ástæðan sé pólitískt vantraust á ráðandi öflum. Í Bandaríkjunum vantreysta tæknifyrirtæki Bandaríkjaforseta og sameinast um að þagga niður í honum.
Miðlun upplýsinga og skoðana hefur aldrei í veraldarsögunni verið auðveldari. Vantraust og tortryggni er aldrei jafn víðtækt vandamál og einmitt nú.
Augljóst er að eitthvert samhengi er þarna á milli. Mótsagnakennt er að eftir því sem fleiri taka til máls þá aukist vantraust. Viðurkennd hugmynd er að lýðræði felist í því að allir eigi rétt á að segja sína skoðun. Umræðan leiði í ljós bestu og hagfelldustu útkomuna. En því virðist alls ekki að heilsa. Þvert á mót: meiri upplýsingar og fleiri skoðanir leiða til stærri vandamála.
Óheft flæði upplýsinga og skoðana leiðir til sundrungar og óreiðu. Hæfni til að aðgreina rétt frá röngu batnar ekki í hlutfalli við áreitið. Dómgreindin þarf undirstöðu, eitthvað sem er tekið gott og gilt af nánast öllum.
Trúarbrögð þjónuðu þessu hlutverk fyrrum og þegnskapur í þjóðríki á seinni tíð. Einhverjir kynnu að halda að trúin á manninn og mannréttindi komi í staðinn. En það er misskilningur eins og blasir við. Með stílfærstu á Aristótelesi þá er maðurinn upplýsingaóreiðudýr. Nú um stundir gildir frumskógarlögmálið þar sem áður var samfélag.
![]() |
Rétt en hættulegt segir forstjóri Twitter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 14. janúar 2021
Fylgni og orsök er sitthvað
Fylgni milli tveggja breytna, t.d. bólusetningar og dauðsfalla, þýðir ekki að orsakasamhengi sé þar á milli. Meint orsök þarf að valda meintum afleiðingunum til að um orsakasamband sé að ræða.
Ís selst betur á góðviðrisdögum en í rigningu. Það þýðir ekki að aukin íssala valdi góðviðri (en sólskin er aftur orsakaþáttur íssölu).
Svo við gerumst heimspekileg: líf orsakar dauða í þeim skilningi að enginn deyr án lífs. Náum við háum aldri endum við líklega á hjúkrunarheimili. Þar deyjum við, - með eða án bólusetningar.
![]() |
Sjö andlát tilkynnt í kjölfar bólusetningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. janúar 2021
Trump, frelsari frjálslyndra vinstrimanna
Stærsta hlutver Trump er að fylkja saman góða fólkinu, frjálslyndum vinstrimönnum. Lykilsetningin er ,,ég er á móti Trump og því er ég góður" - alveg sama þótt hornsteinn mannréttinda, tjáningarfrelsið, molist mélinu smærra.
Af Trump er það að segja að í grunninn er hann frjálslyndur, þótt ekki sé hann vinstrimaður. Í forsetatíð sinni reyndi hann að skafa af verstu agnúa æðibunugangsins, s.s. tilgangslaus hernaðarævintýri í fjarlægum löndum, fátæktargildru alþjóðavæðingar, hreinni heimsku um að líffræðilegu kynin séu ekki tvö heldur þrjú, fimm eða seytján og annarri álíka um að veðurfar jarðarinnar sé manngert.
Embættistíð Trump lýkur eftir viku og þar með samstöðu frjálslyndra vinstrimanna. Þegar góða fólkið fær völdin verður fjandinn laus enda frelsarinn horfinn á braut.
![]() |
Verður Trump píslarvottur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 13. janúar 2021
Jón Ásgeir á stjá, banki til sölu
Skeljungur flyst kannski úr landi, en kannski verður fyrirtækið netverslun. Kannski verður fyrirtækið fjárfestingafélag en kannski selji það fjárfestingar í Færeyjum og einbeiti sér að kjarnasamstarfi á Íslandi.
Mótsagnirnar hér að ofan eru augljósar öllum sem kunna að lesa. En áður en eitthvert ,,kannski" raungerist þarf Jón Ásgeir Jóhannesson að eignast allan Skeljung.
Hraðar hendur vinna betur en margar hendur. Vasaþjófar birtast ekki í hópum heldur sérhver einn og stakur. Bandalagið, sem þeir hafa með sér, er allt á bakvið tjöldin. Fundirnir ýmist í Öskjuhlíð eða á snekkju í Karabíska hafinu.
Jón Ásgeir var í útrás I kenndur við Baug. Í útrás II er viðskeytið Skeljungur. Sniðmátið er það sama, fyrst Bretland síðan heimurinn og loks hrun á Íslandi.
Menn eins og Jón Ásgeir gefa kapítalisma vont orðspor. ,,Umbreytingin" sem hann talar um er að taka eigur, blása þær upp í verði, en stökkva frá borði áður en blaðran springur. Koma svo heim aftur, fá eigur á útsöluverði og byrja á ný.
Og nú er gamli bankinn hans Jóns Ásgeirs til sölu, Íslandsbanki. Við, almenningur á Íslandi, eigum bankann núna. Í sumar verður bankinn seldur.
Jón Ásgeir eða einhver af sama sauðahúsi kaupir bankann og byrjar að tala um ,,umbreytingu" og tækifæri erlendis. Allir læsir sjá skriftina á veggnum. Bitamunur en ekki fjár er á útrás I og útrás II.
Erum við ófær að læra af reynslunni Bjarni, Katrín og Sigurður?
![]() |
Mikil tækifæri í rekstri í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 13. janúar 2021
Kolbeinn: RÚV er Þjóðviljinn
[Kolbeinn] segir að atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála. Í því skyni gegni sterkur ríkismiðlill lykilhlutverki.
RÚV þjónar sama hlutverki og Þjóðviljinn forðum. Munurinn er þó sá að Þjóðviljinn var safnaðarbréf fárra en RÚV er ríkisfjölmiðill. Staðreyndirnar sem Efstaleiti velur fyrir þjóðina eru valkvæðar. Einn ríkisfjölmiðill, einn sannleikur er ekki boðleg pólitík.
![]() |
Hagur neytenda og auglýsenda sé tryggður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. janúar 2021
Merkel þekkir fasisma og alræði
Kanslari Þýskalands þekkir sögu fasisma og kommúnisma þekkir Merkel af eigin raun sem fyrrum þegn Austur-Þýska alþýðulýðveldisins.
Yfirgangur fasisma og alræðis birtist í ýmsum myndum.
Tæknirisar sem ráða samskiptamiðlum í bandalagi við meinta frjálslynda vinstrimenn í Bandaríkjunum eru ein birtingarmynd fasisma og alræðis 21stu aldar.
Merkel veit sínu viti.
![]() |
Merkel hissa á banngleði miðlanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 12. janúar 2021
Búsáhöld, Trump og lýðræðið
Árásin á þinghúsið í Washington og búsáhaldabyltingin í Reykjavík fá samanburð í umræðu sem vísir.is tekur saman.
Í báðum tilvikum ræðst æstur múgur á þjóðþing. Atlagan á Austurvelli var svæsin og ofbeldisfull, eins og fram hefur komið hjá fórnarlömbum atgangsins.
Ef lýðræðið er frjáls skoðanaskipti en árás lýðs á þjóðþing tilraun til valdaráns, tja, þá er morgunljóst að byltingartilraunin, sem kennd er við búsáhöld, er engu skárri en atlagan að Þinghól þar vestra.
Þeir sem helst höfðu sig í frammi í búsáhaldabyltingunni með ofbeldi og látum ættu að kannast við gjörðir sínar, stíga fram og biðjast afsökunar. Það væri falleg athöfn auðmýktar fólks sem einatt sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga.
En, auðvitað, það mun enginn biðjast afsökunar á ofbeldisverkum í búsáhaldabyltingunni. Risið er ekki hærra á sumu fólki. Meira en áratug síðar stritast það við að úthúða samborgurum sínum fyrir skort á lýðræðiskennd en brennur sjálft í skinninu eftir tækifæri að taka upp grjót á alþingi götunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. janúar 2021
Hvít lögga hetja demókrata - flóttamenn til Íslands?
Hvítur miðaldra lögreglumaður, Brian Sicknick, er hetja frjálslyndra vinstrimanna eftir að hann galt með lífi sínu varðstöðu við Þinghól þeirra Bandaríkjamanna.
Demókratar, þ.e. frjálslyndir vinstrimenn, töldu til skamms tíma lögregluna til óþurftar, vildu leggja hana niður með því að hætta fjármögnun, defund the police. Lögreglan, sérstaklega hvítir karlmenn í lögreglubúningi, voru taldir afkomendur þrælahaldara.
En, sem sagt, Brian Sicknick er hetjan sem reyndi að halda uppi lögum og reglu. Demókrötum var meinilla við lög og reglu á meðan þeir höfðu hvorki forsetaembætti né meirihluta í öldungadeildinni. Núna er valdið þeirra og uppgjör framundan.
Miðstöð skúrkanna í dag er Repúblikanaflokkurinn, Það á að setja flokkinn í heild á ákærubekkinn, segir New Republic. Þeir sem í gær héldu sig vera í góðum og gildum stjórnmálaflokki Abraham Lincoln vakna í dag upp við það að vera í glæpasamtökum - og eiga yfir höfði sér opinbera ákæru. Afturvirk lög eru sérgrein byltingarmanna.
Ísland tekur á móti flóttamönnum frá Venesúela vegna óstjórnar sósíalista. Haldi fram sem horfir má búast við Bandaríkjamönnum að flýja pólitískar ofsóknir í heimalandinu.
![]() |
Andlátið rannsakað sem manndráp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)