Kolbeinn: RÚV er Þjóðviljinn

Þingmaður Vinstri grænna, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, er bersögull um RÚV. Fjölmiðillinn tryggi að ekki séu óþarflegar margar staðreyndir að þvælast fyrir okkur. Orðrétt:

[Kolbeinn] seg­ir að at­b­urðir heims­ins und­an­far­in miss­eri und­ir­striki mik­il­vægi þess að hafa sam­eig­in­leg­an skiln­ing á staðreynd­um mála. Í því skyni gegni sterk­ur rík­is­miðlill lyk­il­hlut­verki.

RÚV þjónar sama hlutverki og Þjóðviljinn forðum. Munurinn er þó sá að Þjóðviljinn var safnaðarbréf fárra en RÚV er ríkisfjölmiðill. Staðreyndirnar sem Efstaleiti velur fyrir þjóðina eru valkvæðar. Einn ríkisfjölmiðill, einn sannleikur er ekki boðleg pólitík. 


mbl.is Hagur neytenda og auglýsenda sé tryggður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað myndir þú; Páll;  leggja meiri áherslu á

og hvað myndir þú skera niður

ef að þú værir útvarpsstjórinn á rúv? 

Jón Þórhallsson, 13.1.2021 kl. 09:01

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Orðin: "...sameiginlegan skilning á staðreyndum mála..." hræða enn meir. Það er alræði.

Jón Rúv er menningarstofnun sem á að koma hlutunum frá sér án þess að taka afstöðu. Í því felst að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á fréttum. Sem menningarstofnun eiga þeir að framleiða efni og segja frá landsmönnum enda af nógu að taka, og hætta að sóa peningunum í þessa pólitísku leiki.

Rúnar Már Bragason, 13.1.2021 kl. 10:22

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

RUV hefur ekki látið sannleikann flækjast fyrir sér þegar koma á áróðri á framfæri sem þeim vel líkar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.1.2021 kl. 11:17

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Eru landsmenn virkilega tilbúnir að greiða 5000 milljónir á ári fyrir þessa einskis nýtu fréttamennsku. Menning er eitthvað sem gerist á meðal manna hverju sinni og engin ástæða fyrir ríkið að blanda sér í það. Að ríkið sé svo að bjóða upp á afþreyingu er toppurinn á ruglinu.

Er ekki nokkur leið að stöðva þetta rugl?

Kristinn Bjarnason, 13.1.2021 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband