Hvít lögga hetja demókrata - flóttamenn til Íslands?

Hvítur miđaldra lögreglumađur, Bri­an Sicknick, er hetja frjálslyndra vinstrimanna eftir ađ hann galt međ lífi sínu varđstöđu viđ Ţinghól ţeirra Bandaríkjamanna.

Demókratar, ţ.e. frjálslyndir vinstrimenn, töldu til skamms tíma lögregluna til óţurftar, vildu leggja hana niđur međ ţví ađ hćtta fjármögnun, defund the police. Lögreglan, sérstaklega hvítir karlmenn í lögreglubúningi, voru taldir afkomendur ţrćlahaldara.

En, sem sagt, Brian Sicknick er hetjan sem reyndi ađ halda uppi lögum og reglu. Demókrötum var meinilla viđ lög og reglu á međan ţeir höfđu hvorki forsetaembćtti né meirihluta í öldungadeildinni. Núna er valdiđ ţeirra og uppgjör framundan.

Miđstöđ skúrkanna í dag er Repúblikanaflokkurinn, Ţađ á ađ setja flokkinn í heild á ákćrubekkinn, segir New Republic. Ţeir sem í gćr héldu sig vera í góđum og gildum stjórnmálaflokki Abraham Lincoln vakna í dag upp viđ ţađ ađ vera í glćpasamtökum - og eiga yfir höfđi sér opinbera ákćru. Afturvirk lög eru sérgrein byltingarmanna.

Ísland tekur á móti flóttamönnum frá Venesúela vegna óstjórnar sósíalista. Haldi fram sem horfir má búast viđ Bandaríkjamönnum ađ flýja pólitískar ofsóknir í heimalandinu.

 


mbl.is Andlátiđ rannsakađ sem manndráp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Bandarískir stuđningsmenn Trump fengju ekki ađ koma einum fćti inn í leifsstöđ ef ég ţekki íslensk stjórnvöld rétt. En fólk af trú "friđarins" streyma óhindrađ hingađ alla daga allt áriđ.  

Loncexter, 11.1.2021 kl. 19:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Loncexter minn mjög fljótt skipast veđur í lofti. Ekki er svo langt í nćstu Alţingiskosningar og ótrúlegt ađ ţessir flokkar sem stjórna núna nái ađ loka á Trumpista eđa nokkra ađra,ţegar ţeir eru ekki lengur í stjórn.- Dettur ţér eđa nokkrum í hug ađ Framsókn sćki sitt gull í mund,ekki međ ţessa menn i stafni.- 

Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2021 kl. 02:00

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

"Haldi fram sem horfir má búast viđ Bandaríkjamönnum ađ flýja pólitískar ofsóknir í heimalandinu."

Ţetta er reyndar búiđ ađ vera í gangi undanfarin fjögur ár. Ég veit persónulega um bandaríska ríkisborgara sem hafa á ţví tímabili flúiđ ástandiđ og sest ađ hér á Íslandi.

Guđmundur Ásgeirsson, 14.1.2021 kl. 15:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband