Bólutregða, pólitískt vantraust, Trump og miðlun upplýsinga

Í Frakklandi, og víðar á vesturlöndum, vilja margir ekki láta bólusetja sig gegn Kínaveirunni, segir Spiegel. Ástæðan sé pólitískt vantraust á ráðandi öflum. Í Bandaríkjunum vantreysta tæknifyrirtæki Bandaríkjaforseta og sameinast um að þagga niður í honum. 

Miðlun upplýsinga og skoðana hefur aldrei í veraldarsögunni verið auðveldari. Vantraust og tortryggni er aldrei jafn víðtækt vandamál og einmitt nú.

Augljóst er að eitthvert samhengi er þarna á milli. Mótsagnakennt er að eftir því sem fleiri taka til máls þá aukist vantraust. Viðurkennd hugmynd er að lýðræði felist í því að allir eigi rétt á að segja sína skoðun. Umræðan leiði í ljós bestu og hagfelldustu útkomuna. En því virðist alls ekki að heilsa. Þvert á mót: meiri upplýsingar og fleiri skoðanir leiða til stærri vandamála.

Óheft flæði upplýsinga og skoðana leiðir til sundrungar og óreiðu. Hæfni til að aðgreina rétt frá röngu batnar ekki í hlutfalli við áreitið. Dómgreindin þarf undirstöðu, eitthvað sem er tekið gott og gilt af nánast öllum.

Trúarbrögð þjónuðu þessu hlutverk fyrrum og þegnskapur í þjóðríki á seinni tíð. Einhverjir kynnu að halda að trúin á manninn og mannréttindi komi í staðinn. En það er misskilningur eins og blasir við. Með stílfærstu á Aristótelesi þá er maðurinn upplýsingaóreiðudýr. Nú um stundir gildir frumskógarlögmálið þar sem áður var samfélag.


mbl.is Rétt en hættulegt segir forstjóri Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mér sýnist að ferðamálaráðherrann sé að henda tveggja vikna gamalli spá sérfræðinga í ruslatunnuna núna í dag.

Betra hefði þó verið að henda veldi sérfræðinganna þangað fyrst. Því þá þyrftum við ekki að lifa og búa við síbylju-þvætting þeirra. Þeir, eins og Paltó sagði, reyndust ekki vera sérfræðingar.

Rafvirki og pípulagningarmaður eru hins vegar sérfræðingar, að minnsta kosti þar til verk þeirra byrja beinlínis að leka og drepa fólk. En þá missa þeir sérfræðiréttindin.

Þjóðinni væri gerður stór greiði ef þvættingsveldi stjórnvalda myndi til dæmis henda samsæriskenningarrugli lofthitatrúarmanna í ruslið og taka sér pásu í boðun þvættings.

Og svo er það hraðinn á þvættingnum sem með tilkomu veraldarvefsins hefur náð ljósharða. Vefurinn titrar og skelfur eins og köngulóarvefur um leið og einn asni hinumegin á plánetunni tekst á loft. Afleiðingin verður innilokunarkennd, og jarðarbúar fá þá tilfinningu að plánetan sé svo lítið að hún springi þá og þegar í loft upp. Að heimurinn sé að farast.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.1.2021 kl. 08:16

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Í Frakklandi, og víðar á vesturlöndum, vilja margir ekki láta bólusetja sig gegn Kínaveirunni, segir Spiegel.

Ástæðan sé pólitískt vantraust á ráðandi öflum".

Það er einmitt það:

https://www.youtube.com/watch?v=GTgfY3Q-5uU&fbclid=IwAR34myLi7un73OlztnPMRjpvJvrRKtllPgJNr27ABUiRFCjvlobMsS3kW6g

Jón Þórhallsson, 15.1.2021 kl. 09:35

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Skýring á öllu þessu vantrausti er einföld og rökrétt og hefur ekkert að gera með trúarbröð, skort á þeim eða tækni í mentun og fjölmiðlun.

  Einn aðili með heimsyfirráð að markmiði (KKF) er kominn með ráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði og notar hana til að dæla fölsuðum upplýsingum yfir safélag manna á jöð. Lausnin á vandanum er að taka því.

Guðmundur Jónsson, 16.1.2021 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband