Trump, lygar 2016, 2020 og hreinsanir 2021

Lygin lifir lygarann, skrifar Jonathan Freedland í Guardian. Jónatan er frjálslyndur með andsyggð á Trump. Samlíkingin sem hann notar er við þá þýsku lygi millistríðsáranna, að Þjóðverjar hefðu fengið rýtinginn í bakið fyrra stríði. Fimmtán árum eftir fyrra stríð fékk Hitler völdin út á þá lygi.

Jónatan og fleiri óttast að lygin um stolnar forsetakosningar 2020 muni greiða leið Trump að völdum 2024, eða arftaka Dónalds hafi karlinn sjálfur fengið nóg.

En, óvart, þá er lygin um stolnu kosningarnar 2020 aðeins endurvinnsla á lyginni um stolnu kosningarnar 2016, að Trump hafi fengið kjör fyrir atbeina Pútín Rússlandsforseta. Greining Jónatans gefur sér að Trump og hans fólk segi ósatt, gangi fyrir lyginni, en Clinton, Biden og demókratar gangi erinda sannleikans. Svo er ekki. Lyginni um að Pútín hafi tryggt Trump kjör 2016 er ekki hægt að sópa undir teppið. Demókratar gátu ekki sæst á að bandaríska þjóðin kaus Trump og bjuggu til lygavaðal um rússneska íhlutun. Þar hófst hringrás lyga sem ekki sér fyrir endinn á.

Leiðtogar demókrata á Bandaríkjaþingi kynna einfalda lausn á lygavandamálinu. Þeir efna til hreinsana, saksækja og dæma repúblíkana, ef ekki Trump sjálfan. Gangi þau áform eftir er lygin, að Trump reyndi valdarán, komin með dómsúrskurð að vera sönn. Þetta er sama aðferð og Stalín notaði með árangri á sínum tíma.

Pólitískar lygar eru aðferð til að réttlæta völd annars vegar og hins vegar vefengja valdhafa. Stórar lygar skapa nýjan sannleika. Hrætt fólk gleypir lygar hráar. Handritið að valdasápunni í Washington gæti verið skrifað af Göbbels.

 


mbl.is Rannsaka þátt þingmanna í innrásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarpistill og svo sannur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.1.2021 kl. 11:47

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Stríðsyfirlýsing Bandaríkjamanna gegn Þjóðverjum og hernaðurinn gegn þeim í framhaldinu, er langt var liðið á styrjöldina í Evrópu, var í hæsta máta lúaleg afskipti ef ekki ritingsstunga. Skömmu eftir hina illræmdu Versalasamninga setti Bandaríska þingið lög sem bannaði afskipti Bandaríkjanna af stríði í Evrópu og var kveðið á um að 3/4 hluta þingsins þyrfti til að breyta þeim lögum. Þá var þeim orðið ljóst að afskipin í stríðinu voru mistök.

Daníel Sigurðsson, 16.1.2021 kl. 14:43

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir með Sigurði Kristjáni, snilldarpistill Páll, takk fyrir þessi skrif þín.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.1.2021 kl. 20:15

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

"lygin um stolnu kosningarnar 2020 aðeins endurvinnsla á lyginni um stolnu kosningarnar 2016, að Trump hafi fengið kjör fyrir atbeina Pútín Rússlandsforseta."

Þið íslensku Trumpistar eru ótrúlegir. Þessu var bara almennt ALLS EKKI haldið fram, að Trump hafi náð kjöri fyrir atbeina Rússa. En því var haldið fram og það liggur beinlínis fyrir að Rússar höfðu afskipti af kosningabaráttunni og háttsettir menn Trump voru í beinum samskiptum við Rússa um ýmis bolabrögð í kosningabaráttunni.

En þú lýgur auðvitað um þetta af því að þú ert ómerkilegur skítadreifari.

Skeggi Skaftason, 18.1.2021 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband