Mannréttindi í siðuðu samfélagi

Við höfum endurskilgreint mannréttindi í kófinu. Nýja skilgreiningin er hvergi skráð sem slík. Hún er afleidd verkregla sóttvarna. 

Ný skilgreining á mannréttindum felur í sér að samfélagið telur rétt og skylt að taka þá einstaklinga úr umferð sem eru smitaðir Kínaveirunni og stunda ekki sóttkví. Í viðtengdri frétt segir af einstaklingi sem ekki virti sóttkví og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús.

Við vitum af reynslu síðustu missera að einn einstaklingur getur í krafti smits og mannréttinda sýkt nógu marga til að loka þurfi samfélaginu. Verklagsreglur sóttvarna taka fyrir þennan möguleika á iðkun mannréttinda.

Í lok september í fyrra spurði Víðir yfirlögregluþjónn: 

Vilj­um við búa í sam­fé­lagi með mjög miklu lög­reglu­eft­ir­liti eða vilj­um við búa í sam­fé­lagi þar sem við treyst­um borg­ur­un­um?

Svarið er já, við viljum búa í siðuðu samfélagi þar sem lögreglan hefur eftirlit með og skiptir sér af fólki sem sýnir af sér hegðun er setur samfélagið í uppnám. Við sættumst á skert mannréttindi í þágu heildarhagsmuna.

Veruleikinn hefur þann merkilega eiginleika að þegar hann breytist þá breytast hugmyndir okkar. Jafnvel hugmyndir sem við teljum býsna rótfastar, s.s. um mannréttindi.


mbl.is Fluttur í farsóttarhúsið af lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Grunnhugsunin fyrir mannréttindi er að þú mátt hvað sem er meðan það veldur öðrum ekki skaða. Því miður eru þessi mannréttindi teygð út og suður t.d. hví nægir ekki að skrifa  "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda."  í stað

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."

og sumir vilja þynna þetta enn meir með því að bæta við uptalninguna um hvað þurfi sérstaklega að huga að

Grímur Kjartansson, 17.1.2021 kl. 11:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líkt og veruleiki líkþrárra á dögum Krists (sbr.breytileiki).

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2021 kl. 12:15

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur hvergi komið fram að þessi maður hafi verið smitaður af neinni veiru. Það er satt að segja ekki eftirsóknarvert samfélag sem sættir sig við að fólk sé fangelsað vegna gruns um að það kunni hugsanlega að vera smitað af einhverjum sjúkdómi, hvað þá sjúkdómi sem er 40-100 sinnum hættuminni en Spænska veikin.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2021 kl. 12:17

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vonandi hefur umræddur einstaklingur verið upplýstur um rétt sinn til að leita úrskurðar dómara um frelsissviptinguna.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2021 kl. 15:42

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Trúir fólk því virkilega að 1 mygluð leðurblaka á skítugum kjötmarkaði í kína geti knésett alla heimsbyggðina eins og af er látið?

----------------------------------------------------------------

Eða gætu verið aðrar ástæður fyrir þeim kvilla

sem að er að mælast sem covid-einkenni  hjá fólki?

T.d. að 5G-símkerfið (sem að var fyrst sett upp í nákvæmlega sama samfélagi og fyrstu covid-einkennin koma upp; og nú er búið að setja upp um allan heim)

SÉ NÚ AÐ SENDA FRÁ SÉR ÓÆSKILEA GEISLAVIRKNI SEM AÐ ER KOMIN YFIR HÆTTUMÖRK?

(Ég mæli hérna sérstaklega með mínútu 20:00): 

https://www.youtube.com/watch?v=yNBYF2ry6lc

Jón Þórhallsson, 17.1.2021 kl. 16:55

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

"Við?" ...

Guðjón E. Hreinberg, 17.1.2021 kl. 17:08

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Leiðrétti það sem ég sagði áður, það kom fram að maðurinn hefði greinst með veiruna, en ekki að hann hefði einkenni. En einkenni eru forsenda þess að fólk smiti, svona almennt talað, og mikið er um að óvirk smit séu greind.

Ég vona svo sannarlega að maðurinn hafi verið upplýstur um rétt sinn. Hafi það ekki verið gert er nú fokið í flest skjól.

Nú þyrfti einhver að láta á það reyna að neita sýnatöku og láta vísa sér úr landi. Heppilegast væri að lögmaður væri viðstaddur brottvísunina. Svo væri hægt að láta reyna á málið fyrir dómstólum, enda brottvísun íslensks þegns klárt brot á stjórnarskrá. Dómsmálið myndi snúast um hvort kóvít sé svo hættulegt að það réttlæti slíkar aðgerðir. Miðað við mat WHO fer því fjarri að svo sé.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2021 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband