Samráð RSK-miðla í glæparannsókn

RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar, eru með samræmda frásögn um aðildina að byrlun, gagnastuldi og brot á friðhelgi Páls skipstjóra Steingrímssonar.

Samræmda útgáfan gengur út á að sími Páls skipstjóra hafi fyrirvaralaust dúkkað upp hjá RSK-miðlum frá heimildarmanni. Blaðamenn hafi það eitt til saka unnið að nota stolið efni ,,af því það átti erindi við almenning." Blaðamennirnir varpa allri ábyrgð á glæpnum á andlega veika konu, sem þeir kalla heimildarmann.

Fjórir blaðamenn RSK-miðla eru sakborningar í glæparannsókn lögreglu. Þeir eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þórður Snær og Arnar Þór á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir á RÚV.

Snærós Sindradóttir, þáttargerðamaður á RÚV og dóttir Helgu Völu þingmanns Samfylkingar, var með samræmdu frásögnina á hreinu þegar hún tók viðtal við Evu Hauksdóttur réttargæslumann Páls. Undir lok viðtalsins bar á góma glæpurinn gegn Páli. Snærós las upp úr RSK-handritinu og lauk viðtalinu í snatri.

Samræmd frásögn RSK-miðla stenst ekki skoðun. Þóra á RÚV bæði gramsaði í síma Páls og var í stöðugu sambandi við veiku konuna en RÚV birti enga frétt af málinu. Kjarninn og Stundin birtu, ekki RÚV. Vinnubrögðin eru skipulögð en ekki tilviljun. Hafi veika konan mætt með síma Páls á Efstaleiti hefði fréttamaður RÚV einfaldlega unnið frétt upp úr gögnum símans en ekki útvistað verkinu til annarra fjölmiðla. Feluleikurinn byrjaði áður en glæpurinn, byrlun og stuldur, var framinn.

Fréttirnar úr síma Páls skipstjóra birtust samtímis að morgni 21. maí 2021 í Kjarnanum og Stundinni. Hver ritstýrði? Varla veika konan. Hún er jú aðeins heimildarmaður. Ekki ráðlagði heimildarmaðurinn blaðamönnum að bíða með birtingu í rúmar tvær vikur. Eftir 14 daga myndi stolinn sími Páls uppfæra staðsetningarforrit og eyða upplýsingum um staðsetningu sína á meðan tækið var í þjófahöndum. Heimildarmaður hefur enga tækniþekkingu.

Daginn fyrir birtingu hringdu Aðalsteinn og Þórður Snær með tíu mínútna millibili í Pál skipstjóra. Hver ákvað tímasetninguna? Varla veika konan. Síðan hvenær skipuleggja heimildamenn vinnulag blaðamanna?

Páll skipstjóri er með upptökur af báðum símtölunum. Þar segist Aðalsteinn ekki hafa gögnin undir höndum en hann hafi ,,aðgang" að þeim. Hver veitti þennan aðgang? Varla var veika konan í stakk búin að skammta Aðalsteini smávegis úr síma skipstjórans og Þórði Snæ annað smotterí. Ætla verðlaunablaðamennirnir að telja fólki trú um að þeim sé fjarstýrt af heimildamanni?

Miðlægur aðili á RÚV var með klónaðan síma Páls skipstjóra og skrifaði fréttir bæði fyrir Kjarnann og Stundina sem leppuðu málið. Það er eina rökrétta skýringin á samræmdum vinnubrögðum tveggja ritstjórna, Stundarinnar og Kjarnans. 

Þóra Arnórsdóttir á RÚV deildi að kvöldi dags 21. maí í fyrra frétt Aðalsteins á Stundinni á einkareikningi sínum á Fésbók með eftirfarandi athugasemd:

Mér er eiginlega þvert um geð að deila þessu. En stundum þarf að gera fleira en gott þykir.

Þóra þykist koma af fjöllum, saklaus lesandi að skæruliðafréttum. Í reynd var RÚV miðstöðin sem sá um skipulagningu og dreifingu stolinna gagna. Eftir birtingu í Stundinni og Kjarnanum kom RÚV fyrst formlega og fyrir opnum tjöldum að málum, í eftirvinnslunni. Fréttamenn RÚV voru gerðir út af örkinni að fá stjórnmálamenn til að fordæma ,,skæruliðadeild" Samherja.

Aðalsteinn Kjartansson hætti skyndilega á RÚV föstudaginn 30. apríl 2021 og hóf störf samdægurs á Stundinni. Þrem dögum síðar var Páli skipstjóra byrlað. Varla var það veika konan sem sagði Aðalsteini að hætta á RÚV og hefja störf á Stundinni. Eða er það þannig að heimildarmenn sjá um ráðningarmál RSK-miðla?

Nei, það var búið að skipuleggja hvernig skyldi komast yfir síma skipstjórans án þess að hann yrði þess var. Blaðamenn RSK-miðla fengu ekki fyrir tilviljun síma Páls skipstjóra í hendur. Fyrir byrlun og stuld var skipulagt hvernig skyldi staðið að málum. Búið var að ákveða að miðstöð glæpsins yrði á RÚV. Stundin og Kjarninn áttu að koma þýfinu í umferð. Í kjölfarið skyldi RÚV mæta til leiks og hneykslast á fréttaefninu.

Sex dögum eftir birtingu frétta í Stundinni og Kjarnanum kom þessi fréttaskýring á RÚV: Skæruliðadeild Samherja er ekki þáttur á Netflix. Allt samkvæmt áætlun.

Svokallaður heimildarmaður, veika konan, var aðeins verkfæri í höndum ósvífnustu blaðamanna Íslandssögunnar. Andlega veikur einstaklingur er, samkvæmt skilgreiningu, ekki með fulla dómgreind. Blaðamennirnir níddust á minni máttar.  

Samantekið þá stendur ekki steinn yfir steini í málsvörn RSK-miðla.

Það er svo önnur saga hvernig í veröldinni það gerðist að jafn ljót vinnubrögð og raun ber vitni skuli verðlaunuð af Blaðamannafélagi íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

"Sá á ekki að stela sem ekki kann að fela"  sagði frægur sunnlenskur þjófur hér í eina tíð!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 19.10.2022 kl. 08:51

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þórður Snær og Arnar Þór á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir á RÚV hljóta að svara þér Páll, eða sannast það enn, að þögn er sama og samþykki?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.10.2022 kl. 13:34

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að RUV muni gera sérstakt innslag út frá þessum álitsgjafa SVT sem fullyrðir að fylgi SD í Svíþjóð sé vegna nettrölla

Strandhäll (S): Oerhört märkligt att SD driver en egen trollarmé | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 19.10.2022 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband