Blaðamenn misnotuðu andlega veika konu

,,Blaðamönnum er umhugað um vernd heimildarmanna sinna. Á móti bendir ákæruvaldið á að fjölmiðlar eru að hagnýta sér viðkvæma stöðu heimildarmannsins."

Tilvitnunin hér að ofan er úr greinargerð lögreglu frá 23. febrúar.

Heimildarmaður RSK-miðla er kona nákomin Páli skipstjóra Steingrímssyni. Hún byrlaði honum og stal síma hans að undirlagi blaðamanna sem nýttu sér ástand konunnar ,,sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega," stendur í greinargerð lögreglu.

Páll skipstjóri skrifar um aðfarir blaðamannanna:

Illskan á sér hins vegar engin takmörk hjá þessum hópi og það að misnota fjölskylduharmleik og veikan einstakling með ekkert sjúkdómsinnsæi er það lágkúrulegasta sem ég veit. Viðkomandi er öryggisvistaður á sjúkrahúsi, hefur verið það undanfarna mánuði og verður áfram.

Einstaklingur öryggisvistaður á sjúkrahúsi er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Aðeins grafalvarlega veikir á geði eru öryggisvistaðir.

Í siðareglum blaðamanna segir í þriðju grein að blaðamenn ,,forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu."

Veika konan var ekki öryggisvistuð fyrr en í sumar. Í rúmt ár þar á undan fékk konan ekki frið fyrir blaðamönnum RSK-miðla. Börn konunnar reyndu að veita henni skjól fyrir áganginum, skiptu t.d. um símanúmer hennar. En blaðamenn þjörmuðu að henni með kröfum um að hún léti gögn í té, bæri skilaboð til Páls og settu hana til verka, m.a. að afla upplýsinga um bankareikning Páls skipstjóra.

Blaðamenn misnotuðu manneskju sem ekki er heil á geði, skynjar ekki veruleikann eins og heilbrigður einstaklingur. Í sumar bugaðist veika konan og gerði hluti sem leiddu til þess að hún er núna öryggisvistuð á sjúkrastofnun.

Blaðamenn voru bara að vinna vinnuna sína, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands.

Virkilega, Sigríður Dögg, er þetta málsvörnin?


mbl.is Formaður BÍ gagnrýnir Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Siðleysið er algert og BÍ í tröllahøndum. 

Ragnhildur Kolka, 22.9.2022 kl. 08:50

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Það er aðdáunnarvert að þú skulir fylgja þessu máli eftir, þar sem öllum hlýtur að vera ljóst að ætla mætti að fréttamenn sem eru sakbendnir í þessu máli beita valdi sýnu, ekki einungis gangvart þér, heldur einnig löggjafanum. Þeir telja sig greinilega vera yfir lög og rétt hafnir, hroki þeirra er slíkur að þau telja sig ósnernanlega. Spurningin er HVAR ER MENTAMÁLARÁÐHERRA! af hverju er hann ekki búinn að kalla stjórnarformann RÚV og útvarpstjóra á teppið, eða telur hún það tilhlýðilegt að fréttamenn geti misboðið þjóðinni á kostnað þjóðarinnar. Þá spir maður sig hvar er dómsmálaráðherra, hvers vegna heyrist ekkert í honum um þetta mál. Er alþingi svo upptekið af flóttamannaiðnaðinum að þeir geta ekki tekið á malum sem varða eyturbirlannir, þjófnað og fl. sem eru unnar undir verndarvæng ríkisfjölmiðils. Eða er Ísland bara bananalýðveldi?

Guðmundur Karl Þorleifsson, 22.9.2022 kl. 09:09

3 Smámynd: Loncexter

Það sem Guðmundur Karl segir: ..Er alþingi svo upptekið af flóttamannaiðnaðinum fær mig til að hugsa aðeins um íslenska arfleið og menningu. Það er eins og einkennileg öfl séu að vinna markvisst að því að ,,afíslenska" landið okkar. Framandi útlendingar úr allskonar áttum eru nú á hverju götuhorni borgarinnar, og yfirtaka svo allar auglýsingar í strætóskýlum og blöðum svo vikum og mánuðum skiptir. 

Fólk utan af landi sem er á sjötugsaldri þarf að taka með sér túlk ef það ætlar að útrétta eitthvað í borginni.

En þar sem allir íslendingar virðast vera svo endalaust umburðarlyndir gagnvart yfirþyrmandi fjölmenningu, er stutt í sænska dísastrið hér líka.

Fyrirgefðu blogghöfundur að ég skyldi nota bloggið þitt til að koma smá skilaboðum frá ,,rasistum" (þjóðernissinnum) út í samfélagið.

Loncexter, 22.9.2022 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband