Góðir stjórnarhættir og ábyrgð - til höfuðs útrásarpiltum

Í áætlun ríkisstjórnarinnar um endurreisn atvinnulífs segir í punkti sex að tillit skuli tekið „til sjónarmiða er lúta að góðum stjórnarháttum og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja." Þetta atriði er lofsvert og mikilvægt að því verði fylgt eftir af opinberum starfsmönnum í bankakerfinu. Atriðið felur í sér að fjárglæframenn sem mesta ábyrgð bera á bankahruninu fá ekki fyrirgreiðslu í ríkisbönkum.

Forsenda endurreisnar atvinnulífs og innleiðingu heilbrigðra viðskiptahátta er að við losum okkur við þá ævintýramenn sem sigldu þjóðarskútunni í strand. Ríkisstjórnin fær prik fyrir fyrirheitið en það verður líka að sjá til þess að það verði efnt.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Bjartsýnn ertu!!    Það er enginn fundinn enn - en leit hefur staðið yfir síðan 6. okt. 2008.     Hún hefst ábyggilega aftur í birtingu!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 3.12.2008 kl. 00:52

2 identicon

Þessi áætlun þeirra miðar að mínu mati við stærri fyrirtæki. Það er víða um heim talið að minni fyrirtæki skili meiri arð í þjóðarbúið en þau stærri. Hvers eiga minni fyritæki að gjalda?Á ég þá við fyritæki sem skapa 5-15 störf, oftast í eigu eins manns sem sér um reksturinn einn eða þá með litla yfirbyggingu.

Varðandi fjárglæframennina, eru ekki einhverjir að störfum í nýju bönkunum?
Ekkert  farið að rannsaka ennþá og liklega verður bíð á að einhverjir verða dregnir til ábyrgðar.

pbh (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:09

3 identicon

Við hverju er hægt að búast td. þegar aðal ráðgjafi og aðstoðamaður Viðskiptaráðherra, er jafnframt aðstoðamaður og áróðursmeistari Jóns Ásgeirs, sem fékk hann í arf frá Jóni Ólafssyni þegar hann hvarf af landinu á sínum tíma? 

Hjálmar Blöndal heitir hann og ku vera sá sem fer fremstur í flokki Baugsnáhirðarinnar við að nýða Seðlabankastjóra og Sjálfstæðismenn á spjallvefjum eins og hér og Málefnin.com.  Hann mun vera "nákunnugur" nikkum ein og "rimryts" og "IG".  Brotthrakinn Heimdellingur, sem reyndi fyrir sér í árangurslausu framboði hjá Frjálslyndum, með enga pólitíska tengingu við Björgvin Viðskiptaráðherra eða Samfylkinguna, nema náttúrulega í gegnum eiganda hennar og hans, gullgrísinn Jón Ásgeir.

 http://www.dv.is/frettir/2007/12/29/hjalmar-i-raduneytid/

 Hverju veldur að Baugsfjölmiðlarnir hafa aldrei skúbbað jafn augljósum hagsmunarárekstri og hlutverki Hjálmars hjá Viðskiptaráðherra í meintum afbrotum herra síns Jón Ásgeirs gegn þjóðinni?

 Það er margt skrítið þegar Baugsmiðlarnir eru annarsvegar.

joð (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband