Málsvörn Sigurðar krónunauðgara

Krónan var léleg, segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings, sem ásamt félögum sínum í bankastjórastólum raðnauðgaði krónunni frá hausti 2007 þartil bönkunum þraut örendið í september liðnum. Krónunauðgarinn flutti varnarþing sitt til útlanda líkt og félagar hans í útrásinni og í Stokkhólmi steig hann á stokk í lok nóvember til að flytja varnarræðu sína.

Sigurður ásamt kumpánum stóð fyrir misþyrmingu krónunnar til að fegra efnahagsreikning bankanna. Krónunauðgunin tókst vegna þess að bankarnir voru tólf sinnum stærri en landsframleiðslan þar krónan er gjaldmiðill.

Málsvörn Sigurðar er siðlaus, hliðstæð rökum manns sem sekur er um að nauðga konu en svarar fyrir sig með þessum orðum; já, en hún var alveg varnarlaus og ég mátti til.

Í Stokkhólmsræðunni sneiðir Sigurður að Seðlabanka Íslands og virðist ætla að kenna honum um ófarirnar. En svo kemur þessi játning

I am not necessarily saying that the Central Bank of Iceland did a bad job, but that the idea of free floating currency for a market of 300 thousand was a hopeless idea. Just as Iceland does not have a comparative advantage in manufacturing cars for instance, Iceland had no comparative advantage in the production of currencies. Just as we import cars, we should have adopted some other credible currency. The euro along with full membership of the EU is the obvious choice.

Krónan var vonlaus á frjálsum markaði vegna þess að Sigurður et. al. voru þarna til að misþyrma henni. Til að fegra málstaðinn gerir Sigurður krónuna að framleiðsluvöru og spyr um samkeppnisstöðu krónunnar gagnvart stærri mynt. Gjaldmiðill er ekki framleiðsluvara, þjónar bæði víðtækara hlutverki og hefur ekki gildi í sjálfu sér. Gjaldmiðill er ávísun á verðmæti. Áður en Sigurður og félagar efndu til krabbameinsvaxtar í bankakerfinu var krónan ávísun á verðmæti sem voru fastari í hendi en pappírsgróði bankanna.

Efnahagsofbeldismaðurinn Sigurður Einarsson er eins og flestir ofbeldismenn aumingi inn við beinið. Hann kvartar sáran undan spákaupmennskunni í alþjóðlega skuldatryggingarálaginu sem þegar árið 2007 var búið að brennimerkja gjaldþrot á íslensku bankana. Þar ræðir hann um ósvífna spekúlanta og markaðsmisþyrmingu. Já, bragð er að þá barnið finnur.

Kaupþingsstjórinn fallni segir þetta um úrkynjunarvöxt íslenska bankakerfisins:

In essence I think that our undoing was the fact that the private sector raced ahead to build up an international financial business in Iceland, assuming that the public sector would follow with policy changes in order to ensure its viability. However, we clearly underestimated the snail's pace of politics in Iceland. Through this failure in foreign policy, Iceland ended up alone and isolated in the community of nations when the real need arose. I am pretty sure that Iceland will now join the European Union within a short time.

Útrásargemsarnir gerðu sem sagt ráð fyrir að vegna þess að það hentaði fjármálastofnunum myndu Íslendingar ganga Evrópusambandinu á hönd. Græðgin gerir menn heimska. Þjóðin sem byggt hefur landið í þúsund ár var aldrei líkleg til að láta nýríka spjátrunga segja sér að leiðin til farsældar liggi um skrifstofugímöldin í Brussel.

Eins og títt með misindismenn sér Sigurður ekki eftir neinu og kennir öðrum um fall Kaupþings. Í lok Stokkhólmsræðunnar er vottur af tragikómísku stórmennskubrjálæði.

So what do I conclude from this saga? I still believe that finance is an important engine for growth in our economy. I am still firmly convinced that finance should be built on international competition rather than national markets. In order for that we need an international currency and international oversight and regulation instead of the fragmented national structure we still have today.

Til að Sigurður og hans nótar fái virkilega notið sín þurfum við sem sagt nýja alheimsmynt og nýjar alþjóðastofnanir. Sigurður gæti allt eins sagt: Við þurfum nýjan heim þar sem bankakreppa er bannorð - þá skyldi ég svei mér sýna ykkur hvernig ætti að reka banka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður er landráðamaður og ég fæ gubbuna upp í háls er ég sé hann.

Anna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Dunni

Ég er sammála þér um að græðgi geri menn heimska.  Orð gera menn líka heimska. Og orð þín sem skilja má sem svo að bankastjórarnir hafi "raðnauðgað" krónunni eru náttúrlega bara heiðblá heimska. Seðlabankinn sendi krónuna út eins og hverja aðra hóru sem ekki þurfti að nauðga en var ekki nógu sterk til að þjóna hórmangaranum og fjármagnsgeymslum hans.

Áttu kanski bankarnir að hætta útrásinni eftir að Davíð neitaði þeim að gera upp í evrum eins og stjórnendur þeirra voru búnir að margbiðja um.  Þeir brutu engin lög.

Ég held að norska seðlabankastjóranum hafi ratast rétt orð í munn þegar hann sagði að stefna íslenska Seðlabankans væri "katastrofal".

Hundurinn liggur grafinn hjá Davíð og Geir, Halldóri og Valgerði. 

Dunni, 3.12.2008 kl. 21:57

3 identicon

Mikið afskaplega er þessi maður aumur.

joð (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:58

4 identicon

Orð gera menn heimska?

Dunni, kannski þú útskýrir hvernig það felldi bankana að geta ekki gert upp í evrum. Það er mjög langt frá því að vera aðalatriði hérna. Það er reyndar ósköp fátt í svari þínu sem gefur til kynna að þú vitir e-ð um þessi mál eða hafir skilning á atburðarásinni sem leiddi uppað kreppunni; þú "heldur" að norskur bankastjóri hafi rétt fyrir sér. Er það allt og sumt sem þú hefur fram að færa hérna?

Varðstu kannski of ringlaður á að kokka upp þessa hóru-myndlíkingasúpu.

Steini (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gott að geta verið innilega sammála þér stöku sinnum, Palli.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 01:18

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Góð grein um kauða!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2008 kl. 01:32

7 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Góður Palli.

Frábært að halda á lofti siðum og gerðum þessara miskunarlausu sápukúlu kapitalista. Draga fram manngerðirnar og siðblinduna. Styð þig við þessa iðju drengur og það í hvívetna.

Hreggviður Davíðsson, 4.12.2008 kl. 02:39

8 identicon

Tek undir með Lilló, það er ekki oft sem maður er sammála þér, Páll. En þessi dekurdrengur framsóknarmafíunnar er örugglega sá spilltasti af þessu liði öllu. Næstur í röðinni er svo Björgúlfur Thor.

Netamaðurinn (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 05:14

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Hjartans þakkir fyrir góðan og þarfan pistil.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.12.2008 kl. 12:19

10 identicon

Voru það ekki Sigurður Einarsson og aðrir útrásar-aular sem fluttu mia.kr. úr landi frá því í vor, þannig að krónan féll og féll.  Peningar sem þeir voru að forða undan því þeir vissu að bankarnir þeirra voru að hrynja.

Alltaf þegar ársfj.uppgjör bankanna málgaðist, þá lækkaði krónan.

Krónan varð því eins og misnotað barn sem hraktist um öngstræti fjármálaheimsins, en enginn vildi sjá hana.  Þetta er svona svipað og þegar fólk snýr baki við misnotuðu barni sem var nauðgað af ógeðslegum perrum.

Það er ekki nema von að krónan sé veik eins og illa hefur verið farið með hana.

Sigursteinn Eyjólfsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:52

11 identicon

Flott grein, orð í tíma töluð.

Þú ert alveg frábær!

huldukona (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:36

12 Smámynd: Jón Sigurðsson

Förum varlega, en þú ert ekki langt frá höfðinu með hamarinn.

Jón Sigurðsson, 4.12.2008 kl. 19:17

13 identicon

Sammála þessum pistli. Það sem vantar nú sárlega er að bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið séu tekin af sínum eigendum MEÐ VALDI (Þar eru almannahagsmunir næg réttlæting, og í raun miklu nær að beita þeim við þessháttar eignarnám frekar en þegar t.d. land er tekið af bændum til ýmissa þarfa). Þegar það verður búið þá geta þessi blöð farið að skrifa af einhverri alvöru um þessi mál.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:16

14 identicon

Ég er kannski lítið inni í málum en fyrir hvaða samkundu var hann að tala? Hver hafði eiginlega áhuga á að hlusta?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband