Umhverfisstofnun blekkir, lýgur með þögninni

Umhverfisstofnun segir eldgosið í Geldingadölum ekki hálfdrætting í losun gróðurhúsalofttegunda á við bílaumferðina. Frosti Sigurjónsson skrifar af því tilefni:

Hið rétta er að eldgosið losar hátt í fjórfalt meira magn af CO2 dag hvern en öll bílaumferð á landinu. (Gosið losar ríflega 10 þúsund tonn af CO2 á dag skv. upplýsingum Veðurstofunnar en skv. upplýsingum Umhverfisstofnunar losaði vegaumferð á Íslandi alls 952 þúsund tonn CO2 ígíldi árið 2019 sem gerir 2,6 þúsund tonn á dag. 10/2,6= 3,84

En það er meira sem hangir á spýtunni. Vatnsgufa H20 er gróðurhúsalofttegund ekki síður en koltvísýringur CO2. Ógrynni vatnsgufu streymir frá Geldingadölum sem þarf að taka með í reikninginn þegar áhrif jarðeldanna eru metin m.t.t. losun gróðurhúsalofttegunda.

Áður hefur verið minnst á leyndarhyggjuna í umræðunni. Umhverfisstofnun er með á forsíðu sinni umfjöllun um skammtímaáhrif eldgossins. En stofnunin leggur sig fram um að ýmist blekkja eða ljúga með þögninni þegar kemur að langtímaáhrifum.

Það er löngu vitað að loftslagsumræðan er andsetinn pólitík. En það má gera þá kröfu til opinberrar stofnunar að hún sé málefnaleg og byggi á gögnum en ekki pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Og svo er eitthvað methan líka sem er miklu virkara en CO2

Halldór Jónsson, 24.5.2021 kl. 14:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og uppúr Kötlugíg stígur tífalt magn af CO2 heldur en frá bílunum kemur eða 26.000 tonn á sólarhring.

Og hvað skyldi svo koma uppúr Grímsvötnum eða Holuhrauni eða Heklu  af þessu góða gróðrarlofti sem gerir jörðina græna og byggilega.

Halldór Jónsson, 24.5.2021 kl. 14:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já  og Eyjafjallajökli?

Halldór Jónsson, 24.5.2021 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband