Guðfaðir ESB-umsóknar Samfylkingar gefst upp

Jón Baldvin Hannibalsson er guðfaðir ESB-umsóknar Samfylkingar. Sem formaður Alþýðuflokksins og aðaltalsmaður ESB-sinna um árabil lagði Jón Baldvin grundvöllinn að þeirri sannfæringu forystu Samfylkingar að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri framtíðarsýnin.

Jón Baldvin horfist í augu við gallaða hönnun evru-svæðisins og dregur þann lærdóm af að Evrópusambandið sundrast nema stóraukinn samruni eigi sér stað. Þar með eru hugmyndafræðilegar forsendur brostnar fyrir ESB-umsókn Samfylkingar fyrir fjórum árum. Jón Baldvin viðurkennir að ESB er brennandi hótel og þangað á Ísland tæplega erindi.

Stóra spurningin er hvort Árni Páll og Össur búa yfir pólitísku hugrekki og persónulegu þreki til að viðurkenna mistök sín frá 16. júlí 2009.


mbl.is Stoðir evrusvæðisins ótraustar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Jón Baldvin sýnir aðein vitrýmra stöðumat en bláeygu þráhyggju sinnarnir í Samfó. Sem eru langt út í móa með sinn eintóna sannleik og enn fjær hinum almenna kjósanda eins og skoðanakannanir sýna.

En Jón Baldvin þorir samt ekki að tala hreint út um samabandsríkið. Evran virkar ekki að fullu fyrr en það verður til. En það hljómar svo illa. Hvað þá afleiðingin sem er "ein reich.ein fuhrer". Er ég þá ekki að vísa til stríðsáranna heldur þeirrar ákveðnu miðstýringar sem yrði að vera yfir evrurlöndum og ESB.

P.Valdimar Guðjónsson, 13.4.2013 kl. 13:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ja Páll, hvað sagði maður ég í morgun. http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1292998/

Ég held að nú sé aðeins ein hetjutegund eftir í Baltikum, og það eru hetjurnar frá Síðara stríði, sem unnu með Þjóðverjum í gyðingamorðunum.

"Zatirikoninn" þakkaði hér flokksfélögum sínum fyrir síðast eða eins einhver maður sagði einu sinni "Politics are better than sex".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.4.2013 kl. 15:15

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er ekki rétt að doka við,Páll. Ástandið í Evrópu er orðið það grafalvarlegt að íslendingar hljóta að verða að koma að borðinu á einhvern hátt.Vonandi án þess að ganga í ESB.En það liggur fyrir að ef ekki tekst að halda við kaupgetu fólks í Evrópu þá er efnahagur Íslands hruninn.Við erum tilneydd að horfast í augu við þetta.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 04:08

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 04:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Spurningin er og verður, mun það styrkja efnahag fóks í Evrópu að standa saman sem ein heild.Þýskaland og  þau ríki ESB sem standa vel í dag líta svo á.Finnland og Svíþjóð telja að saman muni ríki Evrópu standa betur sameiginlega þegar litið er til næstu 50 ára,en ein og sér.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 04:19

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það verða allir og sér í lag íslendingari að horfast í augu við það, að ef efnahagur fólks í Ecvrópu hrynur þá verður enginn íslenskur fiskur keyptur í Evrópu.Það getur enginn keypt hann.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 04:25

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það verða allir að horfast í augu við þetta.Annað er rugl.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 04:29

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bæði þeir sem vilja ekki ganga í ESB og þeir sem í blindni trúa því að að með því að ganga í ESB,leysist öll vandamál verða að opna augun.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband