Flokkurinn, Bjarni og baráttuglóðin

Formaður flokks fær þær fréttir tveim vikum fyrir kosningar að flokkurinn fái líklega töluvert meira fylgi víki formaðurinn. Formaðurinn hlýtur að íhuga stöðu sína og meta hvort það sé til farsældar að hann stigi til hliðar.

Ekki er sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn nyti þeirrar fylgisaukningar sem skoðanakönnun Viðskiptablaðsins gaf til kynna að leystist úr læðingi með afsögn Bjarna og formennsku Hönnu Birnu. Við forystuskiptin færu af stað ferlar, að ekki sé talað um spuna, sem gætu auðveldlega dregið enn meira úr fylgi flokksins fremur en að auka stuðninginn.

Og jafnvel þó að forspá könnunar Viðskiptablaðsins gengi eftir, Bjarni færi úr brúnni, Hanna Birna tæki við og flokkurinn yki fylgi sitt þá gæti það orðið Sjálfstæðisflokknum skammgóður vermir. Það koma kosningar eftir þær þann 27. apríl næstkomandi.

Sjálfstæðisflokkurinn er laskað fley. Kjósendur öskra hástöfum í skoðanakönnunum að flokkurinn sé ekki sá vegvísir inn í framtíðina sem stjórnmálaflokkar þurfa að vera til að réttlæta tilverugrunn sinn.

Bjarni Benediktsson ber ekki einn ábyrgðina á stöðu Sjálfstæðisflokksins, eins og Styrmir Gunnarsson bendir á í Morgunblaðsgrein í dag. Og hvorki mun áframhaldandi staða hans sem formanns né mögulegt brotthvarf skipta sköpum um framtíð flokksins. Ákvörðun Bjarna, hver sem hún verður, getur í mesta hraðað eða hægt á óhjákvæmilegum breytingum.

Þegar Bjarni Benediktsson stígur á sviðið í Urðarbrunni í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir rúman klukkutíma verður hann búinn að gera upp hug sinn hvort haldið verður áfram eða sagt stopp, hingað og ekki lengra fyrir mig og mína. 

Til að standa í sporum formanns Sjálfstæðisflokksins á tímum viðsjár og fyrirsjáanlegs ósigurs þarf baráttuglóðin að vera lifandi í brjósti Bjarna. Hann einn veit hvort glóðin brennur enn eða er kulnuð. Við heyrum það eftir klukkutíma eða svo.


mbl.is Óvissa um framtíð Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

  Alburðarás síðustu daga er »Drama« sem sett er á svið, en ekki raunveruleg stjórnmál. Orðið »drama« merkir gerningur, eða eins og því er lýst á Wikipedia:  

»Drama is the specific mode of fiction represented in performance. The term comes from a Greek word meaning "action" (Classical Greek: drama), which is derived from the verb meaning "to do" or "to act" (Classical Greek: draō). The enactment of drama in theatre, performed by actors on a stage before an audience, presupposes collaborative modes of production and a collective form of reception.«
  Vandamál Sjálfstæðisflokks er hvorki Bjarni Benediktsson né Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vandamálið er firring flokks-forustunnar í heild, sem hefur glatað öllu sambandi við hinn almenna flokksmann. Við sáum þetta skýrt í Icesave-málinu og við sjáum þetta skýrt í Snjóhengju-málinu.  Þetta hefur einnig komið skýrt í ljós í ESB-málinu og hefur nú þegar komið fram varðandi Evrópustofu. Við höfum séð hvernig forustan umgengst kröfu flokksmanna um peningastefnu (fastgengi) sem yrði til gagns fyrir þjóðina og veitt þráðan efnahagslegann stöðugleika.   Forustan hefur það viðhorf, að flokksmenn séu hálfvitar sem ekki sé takandi mark á. Þrátt fyrir ýtrekaðar og skýrar samþykktir Landsfunda, fer forustan sínu fram með ákvarðanir sem einkennast af heimsku og eru skaðlegar fyrir þjóðina. Hér er stutt frásögn af fyrsta þætti »dramans«:  Sjálfstæðisflokkur býður upp á »dramatískt« leikverk í aðdraganda kosninga  Loftur Altice Þorsteinsson. 

   

Samstaða þjóðar, 13.4.2013 kl. 10:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er bara gott,það hefur vantað svo gjörsamlega gleðilega eftirvæntingu í allsnægtar líf okkar undan fari ár. Nær allt er/var fyrirséð,sem vakti hjá fólki tilhlökkun.Þú gast farið allt, keypt allt, séð og heyrt í venslafólki hvar sem það var statt. Hægt að vita kyn verðandi efingja og brúður sjaldan hrein mey. Það er oft skammt öfgana á milli,því betra er þetta allt en það vanti. Ég vaknaði ekki til boðaðra funda í Kóp og Garðabæ,svo nú sit ég og gúffa í mig kruðerí bíðandi í eftirvæntingu eftir féttum.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2013 kl. 12:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðr. sem vakti hjá fólki tilhlökkun -áður-

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2013 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband