Jón Baldvin ekki lengur ESB-sinni

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra og prótótýpa ESB-sinna á Íslandi, er búinn að gefast upp: hann skrifar yfir 800 orða pistil um næstu ríkisstjórn  og nefnir ekki aðild að Evrópusambandinu.

Bjargræði Íslands kemur ekki lengur frá Brussel, það veit Jón Baldvin. Aðalerindi þessa fyrrum framsóknarskelfis í téðum pistli er að viðra sig og Samfylkinguna upp við Sigmund Davíð.

Umbreyting íslenskra stjórnmála verður æ skýrari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann kennir nú annað við háskólann í Vilníus þessa dagana! En hvað hann segir við ungu konurnar sem hann býður í mat og drykk, áður en hann breytist í "satyrikon" er svo annað mál.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.4.2013 kl. 05:23

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Úr greininni:

"Við þurfum traustan gjaldmiðil og lægri vexti fyrir bæði fyrirtæki og heimili.

Sjálfstæðisflokkurinn skilar auðu þar".

Á hann ekki við ESB; í þessu tilfelli?

Jón Þórhallsson, 13.4.2013 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband