Líf í Sjálfstæðisflokknum, dauði í Samfylkingu

Karl Th. Birgirsson og Andrés Jónsson fara fyrir samfylkingarmönnum sem sérhæfa sig í samsæriskenningum um Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir vinstrimenn láta ekki sitt eftir liggja; Illugi Jökulsson lætur gamminn geysa um forystuuppgjör í Sjálfstæðisflokknum.

Víst er áhugavert hvað sérfræðingarnir segja um innviði Sjálfstæðisflokksins, þótt analísan sé grunn á staðreyndum. Ef aðeins tíu prósent af því sem sérfræðingarnir segja um valdabaráttuna í Sjálfstæðisflokknum er rétt þá er heilmikið líf í laskaða móðurskipi íslenskra stjórnmála. Í Sjálfstæðisflokknum starfa ekki dauðyfli, samkvæmt sérfræðingum vinstrimanna.

Aftur er ekkert að frétta af hræringum í Samfylkingu, sem mælist með 12 prósent fylgi. Samfylkingin var stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum og átti að vera annar tveggja turna stjórnmálanna.

Í Samfylkingunni segir enginn neitt þótt fylgið sé komið niður í lélegt Alþýðuflokksfylgi. Í Samfylkingunni ríkir dauðaþögn um stöðu flokksins. Enginn berst um hæl og hnakka til að brjótast út úr herkvínni.

Samfylkingin er þegar búin að játa sig sigraða. Dálítið aumkunarvert í ljósi þess að tvær vikur eru til kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

"Ætluðu til Brussel en enduðu í Kína".

Guðmundur Böðvarsson, 14.4.2013 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband