Darwin og sæmdin í Íslendingasögum

Hugmyndin um að Íslendingasögurnar séu öðrum þræði sögur um friðslit í samfélaginu er ekki ný af nálinni. Gunnar Karlsson rekur slíkar hugmyndir í yfirlitsritum sínum um Íslandssöguna. Norrænir víkingar herjuðu vítt og breitt um Evrópu á árabilinu 800 til 1100. Fyrir og eftir þann tíma eru norrænir menn ekkert sérstaklega ófriðsamir. Af því leiðir er testósteróns-skýringin nokkrum annmörkum háð.

Á hinn bóginn eru Íslendingar duglegri en aðrir norrænir menn að færa í letur frásögur af víkingum. Flestar Íslendingasögurnar fjalla um háöld víkingatímans, eða um 930 til 1030.

Ofbeldið í Íslendingasögum er nær aldrei tilgangslaust. Dæmið um Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu sem heggur höfuðið af sauðamanni er stendur á spjalli við kunningja sína, slútir fram og stendur því vel til höggs, er gjarnan tekið sem frávikið frá reglunni um að ofbeldið sprettur ávallt af misklíð, öfund og metnaði.

Ofbeldi Íslendingasagna er mest á milli manna sem þekkjast. Deilur sem leiða til ofbeldis eru oft lítilfjörlegar: Í Eyrbyggju segir frá innansveitardeilum Breiðfirðinga vegna salernisaðstöðu.

Það er hæpið, svo ekki sé meira sagt, að lesa félagslegan darwinisma inn í Íslendingasögurnar, eins og gert er með þessum orðum

„Þarna var margt ungra manna sem hver og einn reyndi að tryggja sér nógu mikið land, eiginkonu og fjölskyldu. Niðurstaðan var mjög hörð samkeppni sem braust oft út með ofbeldi. Víkingarnir höfðu mjög fágað lagakerfi, en á Íslandi höfðu þeir ekkert miðstýrt yfirvald til að fylgja því eftir.“

Rauði þráðurinn í Íslendingasögum er sæmdin. Hún snýst ekki um að leggja undir sig lönd og tímgast heldur er sæmdin lífsafstaða sem menn voru tilbúnir að deyja fyrir. 

 

 


mbl.is Víkingarnir illa liðnir heima fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

...Og hún lifir enn,eigi skal mútur þiggja,á viti skal byggja......

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2012 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband