Samfélagið og braskið

Vitanlega eiga bæjarfélög að eiga forkaupsrétt á kvóta sem útgerðin fær frá þjóðinni að láni. Tilburðir Samherja og eigenda Bergs-Hugins til að hindra að forkaupsréttur Vestamannaeyjabæjar nái fram að ganga eru algerlega óverjandi.

Sjávarbyggðirnar hringinn í kringum landið verða að eiga færi á að grípa til varna þegar atvinna fólks er í húfi. Hverfi atvinnan úr plássinu er hætt við að fólki fari í kjölfarið.

2008-hrunið kenndi okkur að láta samfélagið hafa forgang yfir braskið. Annars fer illa.


mbl.is „Málið stærra en Vestmannaeyjar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

2008 - hrunið kenndi íslandingum ekkert, enda er þetta brask gott dæmi. Því miður. Kannski læra þeir af næsta hruni!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 22:34

2 identicon

Kvótakerfið burt !!

,,Kvótakerfið er ekki fiskveiðikerfi með þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi, heldur hagsmunakerfi fyrir fáa útvalda.Greinarhöfundur vill sjá það afnumið í áföngum.


Þetta er skaðræðiskerfi sem veldur hruni byggða, fækkun íbúa, minni atvinnu og rýrnun á eignum fólks. Fátækt hefur stóraukist í landinu síðan kvótakerfið kom á. Fátæktin veldur ýmsum félagslegum vandamálum sem hafa neikvæð margfeldisáhrif inn í þjóðfélagið. Einstaklingar hætta við framkvæmdir, iðnaðarstörfum fækkar og svo má lengi telja. Við getum hæglega séð afleiðingarnar í þeim byggðarlögum þar sem enginn kvóti er. Þau halda áfram að vera til í orði, en atvinnan er horfin. Ekki er minni vá þar sem kvótinn er, því vissan um hve auðvelt er að breyta byggð í tómar tóftir, aðeins eitt pennastrik, hefur lamandi áhrif á allar framkvæmdir og vonir samfélagsþegnanna fyrir bættu samfélagi. Því eigum við okkur sameiginlega hagsmuni, flest öll: Kvótakerfið burt.

Atvinnubrestur og upplausn
Lítum nú aftur yfir sviðið. Við sölu kvótans úr byggð, tapar fólkið atvinnu sinni í byggðarlaginu en kvótaeigandinn fær oftast einn örugga framtíð. Mismunun þeirra sem áður áttu sameiginlega atvinnu, hagsmuni í sjósókn og veiðirétti sjávarbyggðanna, er algjör. Margfeldisáhrifin eru það víðtæk að þau ná jafnvel til Stór-Reykjavíkursvæðisins sem hefur haft þann starfa m.a. að þjónusta landsbyggðina. Þar eru afleiðingar kvótakerfisins að koma í ljós með stórauknu atvinnuleysi, samdrætti í iðnaði og þjónustu, minnkandi verslun, og aukinni fátækt sem leiðir oft til upplausnar hjá fjölskyldum.
Hornsteinn samfélagsins, heimilið er orðið að skotspóni þessarar þróunar og ungdómurinn ráfar um í hringiðunni í tilfinningalegri áþján.


Þeir sem fengu sjálftökuréttinn með leyfi stjórnvalda á óveiddum fiski í sjónum hafa það í hendi sér hvort fólkið missir vinnu sína og eigur. Lausn fólksins er að leggja á flótta til Stór-Reykjavíkursvæðisins í leit að betra lífsviðurværi og félagslegu öryggi en þar taka því miður biðlistarnir við. Uggvænlegt er hve stór hópur af þessum duglega kjarna vinnandi fólks hefur síðan ákveðið að flytja af landi brott.
Kvótakerfið sem átti að tryggja atvinnu, byggð og uppbyggingu botnfisksstofnana hefur algjörlega brugðist. Kvótaokurleigan hefur leitt til ofuráherslu á veiðum á stórfiski.


Það er grátlegt að sjá, í blindri örvæntingu, leiguliðana og sjómenn þeirra lenda í þeirri ánauð að þurfa að leigja kvóta á allt að 150 kr. pr. kg. og bera nánast ekkert úr býtum og sjá að lokum útgerðirnar fara í þrot. Hins vegar hafa kvótaeigendur sem hafa leigt kvótann frá sér á þessu okurverði verið í góðum málum, þurfa aðeins að fara í bankann með peningana. Sú "atvinnustarfsemi" útheimtir oft einungis einn mann til starfa.


Sóknarstýringarkerfi STRAX!!
Sóknarmark er fiskveiðstjórnunarkerfi með þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi. Það er hagsmunakerfi fyrir alla sem búa á Íslandi, um ókomna framtíð.
Greinarhöfundur vill sjá strandveiðiflotann í sóknarkerfi og á veiðarfærastýringu svo fljótt sem verða má. Byrja á sóknarstýringu sem fyrst á smæstu skipunum, þeim sem eru með kyrrstæð veiðarfæri (hér er átt við smábátaflotann og stærri dagróðrabáta). Það er fyrsta aðgerð til að komast út úr kvótabraskskerfinu. Þá fer að færast líf í hafnir og bryggjur landsins.


Vegið að velmegun
Veiðum strandveiðiflotans verður illa stjórnað í kvótakerfi. Kvótinn kallar fram val úr aflanum og verðmæti fara fyrir bí. Brottkastið verður að veruleika. Þessir milljarðar sem þannig fara í súginn, væru betur komnir í lífæð hagkerfisins sem þýddi bætt lífskjör hjá almenningi, minni fátækt, umfang verslana ykist, iðnaðarmenn fengju í nægu að snúast og svo má áfram telja.
Með kvótasetningu á smábátana (einyrkjana), með vitund og vilja stjórnarliða, þá var enn á ný vegið að rétti fólksins í sjávarbyggðum.


Um síðustu áramót voru skattar lækkaðir úr 30% í 18% hjá einkahlutafélögum. Tilgangur þess var meðal annars að fyrirtæki flyttu ekki úr landi með starfsemi sína. Árangurin má glögglega sjá og dugir að nefna sem dæmi Ramma í eigu Byko í Reykjanesbæ. Sú starfsemi er hætt hér og hefur flust erlendis.
Þessi hagræðing stjórnvalda hefur hins vegar ýtt á einyrkjana í smábátaútgerðinni að búa til einkahlutafélög til að borga lægri skatta.
Þetta opnar leið, möguleika kvótaeigenda til að selja kvótann sinn og gefur það verulega skattalækkun af söluhagnaðinum.


Í grein Morgunblaðsins dags. 01.12. 2002, með titlinum “Hrópandi óréttlæti”, fer formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hörðum orðum um þessa skattalækkun og telur að sveitarfélögin tapi milljarði nú í ár vegna þessara breytinga á lögum.


Er ekki grátbroslegt að sjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessari stöðu? Hefði ekki verið nær að sjá þennan milljarð fara í velferðarmálin hjá sveitarfélögunum, og inn í heilbrigðismálin en hann er aðeins milljarður af mörgum sem hægt væri að ná fram með víðsýnni aðgerðum og markvissari stjórnun fiskveiða.


Sóknarkerfið er sú leið sem tryggir marga milljarða viðbót inn lífæð þjóðarinnar, veiðar og vinnslu og yrði það að vera fyrsta verk aðila vinnumarkaðarins að stórhækka laun fiskvinnslufólks í samræmi við nágrannalöndin. Þegar atorkan og áhuginn hjá fólkinu snérist að fiskvinnu myndi það stórauka verðmætasköpunina og kæmi öllum til góða. Með því að aðskilja veiðar og vinnslu, eins og er í öðrum löndum, myndi sú aðgerð ein styrkja fiskmarkaði og auðvelda þeim aðilum sem málið varðar að sjá hver hin raunverulega staða væri hjá útgerð og fiskvinnslu, hverju sinni.
Frystitogarar, nótaveiði- og flottrollsflotinn gæti verið áfram í framseljanlegu lokuðu kvótakerfi, sín á milli.


Grein þessi birtist í blaði Víkurfrétta 5. des 2002 það misfórst að setja hana þá  á vefinn vf.is á sínum tíma.  Vegna fréttar í dag að Happi ehf. ætlar að selja bát, kvóta og fiskverkun fór ég þess á leit við Víkurféttir að fá Þessa grein birta á vef Víkurfrétta vf.is  vegna tímamótanna að einn af fengsælustu útgerðum hér í Reykjanesbæ verður brátt seld.


Baldvin Nielsen, stýrimaður og bifreiðarstjóri  í  Reykjanesbæ
Fyrrum liðs-og miðstjórnarmaður Frjálslynda flokksins

7. september 2012 Ég leyfi mér að setja grein mína hérna inn vegna ótta fólksins í Vestmannaeyjum sem hafa hingað til stutt kvótabrakskerfið dyggilega í mörg herrans ár.Þessi grien er alltaf að sanna gildi sitt því miður.''

Copy af vef Víkurfrétta

Í dag óttast ég mest þegar aðlögunarferlinu að ESB lýkur þ.a.s þegar Ísland gengur í Evrópusambandið gegn vilja landsmanna verði kvótinn fluttur úr landi samkvæmt þeim ESB reglum sem þá verða.

Kveðja, Baldvin Nielsen 

Til baka

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 23:00

3 identicon

Hvað segir Guðundur Ólafsson vitringur við þessu?

Eða á orku-fíflið og gasprarinn Egill Helgason sð stýra þessari umræðu?

 Er ekki komið nóg af þessu liði?

Karl (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 23:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á RÚV. rúmast bara ein rödd,svona ,,allt,, rödd, tekur mið af einum með öllu,sem er allsherjar ráðherra.

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2012 kl. 01:51

5 identicon

Gamalt spakmæli segir að gott sé að heilsa þeim lágsettu á leiðinni upp því maður veit aldrei hvenær þarf að heilsa þeim aftur á leiðinni niður. Heyrði um daginn á Útvarp Sögu og þar haft eftir öðrum að Egill Helgason borgaði útsvar í líkum mæli og þvottakerling og slöngutemjari niður á plani. Fyrst svo er, er þá ekki allt í góðu að spekingarnir fái að hvíla sig enda ofar okkur almenningi og Egill Helgason ráði í vetur strigakjaftinn og hvunndagshetjuna Baldvin Nielsen í Silvur_Egils. Smá tilbreytingu í skammdegið Egill. Koma svo...

Konráð Björgólfsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband