ESB er risavaxið millifærslukerfi: 34 milljarða reikningur Íslands

Væri Íslandi aðili að Evrópusambandinu næmu brúttógreiðslur okkar  liðlega 14 milljörðum króna, skrifar Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni:  Til viðbótar er einn milljarður í peningum til Evrópska fjárfestingarbankans og 19 milljarðar í skuldbindingum eða brúttó greiðslur og skuldbindingar 34 milljarðar.

Hluti þeirra fjárframlaga, sem greidd eru til ESB skila sér til baka til þjóðarbúsins í formi framlaga til landbúnaðar og til verkefna, sem snúa að dreifbýlisþróun, atvinnu- og byggðaþróun og rannsóknum.

Þessar kostnaðartölur hafa lítið sem ekkert komið til umræðu hér á landi í tengslum við aðildarumsóknina. Tvennt vekur þó athygli.

Í fyrsta lagi er hér auðvitað um töluverð útgjöld og skuldbindingar að ræða. Líklegt er að þær eigi frekar eftir að aukast en minnka. Þannig er t.d. ljóst að ef við hefðum verið aðilar að ESB og evrunni undanfarin misseri hefðum við þurft að leggja fram verulega fjármuni í neyðarsjóð ESB. Og fyrirsjáanlegt er að aðildarríki evrunnar eigi eftir að taka á sig meiri skuldbindingar en orðið er vegna neyðarsjóðsins.

Í öðru lagi hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna við ættum að gerast aðilar að svona millifærslukerfi. Hvers vegna er betra að greiða styrki til landbúnaðar, dreifbýlisþróunar og atvinnuþróunar með milligöngu ESB en beint? Hvers vegna getur Samfylkingin, sem ekki þolir greiðslur til landbúnaðar hér, þolað þær með því að senda peningana fyrst til Brussel og fá þá aftur að frádregnum kostnaði?

Hádegisfundur er í dag, fimmtudag, á Háskólatorgi um evruna og framtíð Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband