Kolbeinn grefur undan Katrínu Jakobsdóttur

Fréttamaður RÚV sakaði Katrínu Jakobsdóttur um ,,hræsni" þegar hagsmunahópurinn á Efstaleiti fékk ekki lagafrumvarp um sakaruppgjöf svikulla embættismanna. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé þingmaður Vinstri-grænna tekur undir árásir RÚV á Katrínu þegar hann reynir að fá seðlabankastjóra í lið mér sér að lagfæra hlut svikula embættismannsins sem gerði samsæri með RÚV gegn Samherja.

Kolbeinn reyndi nýverið að auka metorð sín í Vinstri grænum og bauð sig fram til forystu í Suðurkjördæmi. Honum var hafnað og þá leitar kappinn aftur til höfuðborgarinnar. Þingmaðurinn gerði ráðherra flokksins að skotspæni, kallaði umhverfisráðherra ,,lufsu."

Og núna er það Katrín Jakobsdóttir sem fær að finna fyrir metorðagirnd Kolbeins. Í bandalagi með hagsmunahópnum á Efstaleiti telur Kolbeinn sér allir vegir færir. Spyrjum að leikslokum.


mbl.is Ásgeir vildi ekki mæta fyrir þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband