Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 9. ágúst 2009
Sérfræðiþekking og hrunið
Hrunið hér heima og kreppan ytra verður á þeim tíma þegar aldrei í veraldarsögunni hafa jafn margir sérfræðingar verið við störf í fjármálageiranum og stjórnsýslu. Skortur á sérfræðiþekkingu er ekki-skýring á hruni og kreppu. Aðrar breytur, sumar mannlegar eins og græðgi og svindlárátta, og kerfislægar, aðgangur að ódýru lánsfé til dæmis, eru þættir sem koma til athugunar. Heildarmat á stöðu hagkerfisins, skortur á aðgerðum ríkisvalds og valdahlutföll í samfélaginu eru jafnframt atriði til íhugunar sem og múgsefjun er varð möguleg fyrir tilstilli múlbundinna fjölmiðla; allt þetta eru viðfangsefni sem verða gaumgæfð í framhaldinu.
Hvað er annars að frétta af vöxtum Seðlabankans, núna þegar eintómir sérfræðingar ráða þar ríkjum?
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. ágúst 2009
Vont og það versnar sálfræði
Andköf voru tekin í fjölmiðlum og á bloggi í gær þegar Páll Hreinsson formaður rannsóknanefndar Alþingis á hruninu boðaði í spjallþætti að engin nefnd hefði þurft að færa þjóð sinni jafn slæm tíðindi og sú sem hann veitir formennsku. Andköfin eru fremur til marks um sálarástand þjóðarinnar en að fólk almennt og yfirleitt trúir að rannsóknanefndin leggi fram upplýsingar sem breyti verulega mati á því sem gerðist.
Stutta útgáfan á hruninu er að tiltölulega fámennur hópur manna komst yfir íslensku bankanna og gerði þá að vogunarsjóðum á alþjóðlegum markaði. Á uppgangstímanum urðu fjölmiðlar og stjórnmálamenn meðvirkir og eftirlitsstofnanir sömuleiðis. Auðmennirnir þóttust geta gengið og vatni og margir trúðu; forsetaembætti spilaði með og háskólarnir í Reykjavík mærðu fjármálavitið. Eftir hrun kom í ljós að auðmennirnir voru svikahrappar.
Ítarlegri útgáfa, sem t.a.m. skýrir hvernig í ósköpunum þetta gat gerst, verður margra þátta og fyllir út í eyður jafnframt sem álitamál verða fjölmörg. Einföld skýring á flóknum veruleika er ekki í boði.
Sálarástand þjóðarinnar í eftirhruninu er ekki viðfangsefni rannsóknanefndar Alþingis. Það ástand er aftur brýnt að greina og skilja vegna þess að í skjóli þess er verið að fremja óhæfu. Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu er send á meðan þjóðin er í taugaáfalli; reynt er að keyra samninga um Icesave í gegnum Alþingi með sama hætti.
Undir formerkjum vont og það versnar sálfræðinnar er reynt að telja okkur trú um að uppgjöf sé eina leiðin. Við eigum að gefa frá okkur fullveldið og framselja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Þessa blekkingariðju stunda þeir sem voru hvað meðvirkastir í útrásinni, stjórnmálaflokkar eins og Samfylkingin og fjölmiðar eins og Morgunblaðið, Fréttablaðið og Útvarpið.
Látum viðrinin ekki plata okkur aftur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Jón Baldvin vill lýðveldið feigt
Guðfaðir ferfætlinganna sem krefjast þess að Íslendingar skríði inn í Evrópusambandið skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins hóf stjórnmálaferil sinn með baráttu fyrir Sovét-Íslandi og á áttræðisaldri er Brussel-Ísland takmarkið eina og sanna.
Rökin fyrir inngöngu Íslands í ESB eru samkvæmt Jóni Baldvini þau að við getum ekki staðið á eigin fótum. Þar víxlar hann persónu sinni og þjóðarinnar. Frá föður sínum, Hannibal Valdimarssyni, fékk hann í vöggugjöf að lýðveldi ætti ekki að koma á fót hér á landi. Konungssamband við Danmörku væri vegurinn til framtíðar var viðkvæði Hannibals og nokkurra Alþýðuflokksmanna.
Þjóðin hlustaði ekki á Hannibal og mun daufheyrast við æmti sonarins. Málflutningurinn er eins ótrúverðugur og hugsast getur. Jón Baldvin veit að smáþjóðir í Evrópusambandinu, t.d. Írar og Lettar, eru komnar með efnahagskerfi sín að fótum fram og stefna í dýpri og langvinnari kreppu en Íslendingar. Þeir fá litla sem enga hjálp frá Evrópusambandinu enda ekki hlutverk ESB að borga óreiðuskuldir.
Vandi Íra og Letta yrði auðleystari er þjóðirnar gætu fellt gjaldmiðil sinn. Það geta þær ekki, Írar hafa evru og Lettar fasttengdir evrunni og fá ekki leyfi Evrópusambandsins að aftengja vegna þess að Brussel óttast allsherjaráhlaup á evruna í kjölfarið.
Íslendingar hafa fellt krónuna og það mun gera leiðina greiðari úr kreppunni. En Jón Baldvin kann svar við því, eða hitt þó heldur. Hann skrifar
Sumir telja framtíðarhorfur af þessu tagi málaðar of dökkum litum. Þeir benda á, að gengisfall krónunnar styrki samkeppnisstöðu sjávarvöru - og álútflutnings á erlendum mörkuðum. Þess vegna ættu Íslendingar að verða fyrri til að ná sér á strik en t.d. frændur vorir Írar, eða t.d. Lettar, svo að tekin séu dæmi af smáþjóðum innan Evrópusambandsins. Þessar smáþjóðir geta ekki fellt gengi gjaldmiðils síns til þess að styrkja samkeppnisstöðu útflutnings til skamms tíma.
Þeir sem þessu halda fram, gleyma því hins vegar, að 100% gengisfelling hefur tvöfaldað skuldabyrði fyrirtækja. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi nema t.d. þreföldum árstekjum þeirra. Hvar eiga þessi fyrirtæki að fá fjármagn til að endurfjármagna skuldasafnið? Íslenska ríkið er komið niður á "junk-bond status". Íslensk fyrirtæki njóta hvergi lánstrausts. Ofurhátt vaxtastig er um það bil að soga til sín það litla sem eftir var af eigin fé fyrirtækja.
Jón Baldvin blandar saman í graut skuldum einkafyrirtækja og skuldum ríkisins. Ef einkafyrirtæki eru ekki með rekstur til að standa undir lánum fara þau einfaldlega í gjaldþrot. Jón Baldvin vill fá okkur til að trúa að sjávarútvegsfyrirtæki landsins séu bæjarútgerðir og gjaldþrot þeirra leiði til skattlagningar á almenning. Svo er ekki.
Úti í heimi stendur yfir hagfræðitilraun sem nefnd er ,,quantative easing" og felst í að seðlabankar prenta peninga til að vinna gegn verðhjöðnun. Það er beinlínis verið að framleiða verðbólgu til að vinna gegn verðhjöðnun sem samdráttur kreppunnar veldur. Liður í peningaprentuninni er að halda vöxtum því sem næst núlli. Í þessum samanburði eru vextir háir hér á landi. Flest ríki á Vesturlöndum myndu hins vegar telja það lúxus að hafa efni á íslenskum stýrivöxtum. Vextir munu hækka hratt á Vesturlöndum þegar peningarnir komast allir í umferð.
Óvissan um niðurstöðu hagfræðitilraunarinnar er veruleg. Þá er gott að búa á eyju út í hafi, fylgjast með álengdar og vona að útlendingum farnist vel en þakka jafnframt fyrir að vera sjálfs sín ráðandi, fullvalda þjóð í eigin landi.
Föstudagur, 7. ágúst 2009
Eftirfokkpólitík
Stjórnmálin eru að breytast á Íslandi. Á um það bil sólarhring, plús mínus, hafa þrjú atriði sem virðast ótengd birst sem vísir að nýju landslagi stjórnmálanna. Borgarahreyfingin er komin í öngstræti og ratar tæplega þaðan út ósködduð. Hreyfingin er birting helvítis fokking fokk viðhorfsins í kjölfar hrunsins. Reiðialdan í þjóðfélaginu skolaði fjórum þingmönnum á land sem núna talast helst við í gegnum fjölmiðla og mæta ekki á fundi hreyfingarinnar.
Í gærkveldi mætti í Kastljósið sigurvegari kosninganna í vor, Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg, og lýsti sig staðfastan talsmann Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins og Icesave-samningana. Sjálfsvönun Steingríms J. stafar af jesú-komplexinum sem hrjáir hann. Formaðurinn lét hreðjar sínar að veði fyrir ESB umsókninni og Icesave og virkilega trúði því að hann gæti útá nafn og fyrri störf haldið manndómi sínum. Í Kastljósi birtist þjóðinni hjáróma taugahrúga sem leit stöðugt niður fyrir sig. Steingrímur J. veit að hann sekkur með Icesave.
Íslensk vinstripólitík átti sér von með Steingrími J. Jóhanna Sigurðardóttir átti samkvæmt handriti að þakka fyrir sig eftir tvö til þrjú ár, formaður Vg að taka við forsætisráðuneytinu og í spilunum var jafnvel að sameina vinstrimenn enda fátt sem aðgreinir flokkana. Þetta mun ekki ganga eftir vegna þess að Steingrímur J. er búinn að vera sem stjórnmálamaður.
Þriðji vísir að breytingum er grein Þórlinds Kjartanssonar um erlendu lánin frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og samskipti við sjóðinn. Án þess að lesa of mikið í greinina og þá staðreynd að Þórlindur er sjálfstæðismaður er tóninn þar annar en venja er til. Gommu-gusupólitík Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum var komin úr öllu samhengi við ábyrgð, ráðdeild og íhaldssemi. Drögin sem lögð eru með grein Þórlinds eru að varkárni komi í stað gönuhlaups, hægfara þróun í stað frjálshyggjubyltinga.
Samantekið er reiðialdan að fjara út, vinstriflokkarnir að grafa sér gröf og sjálfstæðismenn að ná vopnum sínum. Framsókn? Sjáum til.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 7. ágúst 2009
Flótti til framtíðar
Fjármálaráðherra hrekst úr einu víginu í annað. Fyrst var Icesave-samingurinn fyrri stjórn að kenna og núna vill hann að við hættum að lifa í samtímanum og flýjum til framtíðar undir traustri forystu orðheldna formanns Vg.
Steingrímur J. kemur betur út í sjónvarpi en á texta. Þrátt fyrir augljósa taugaveiklun í Kastljósinu í gær skoraði ráðherrann stig með mælskubrögðum. Í dag bauð hann okkur að lesa varnarræðuna fyrir Icesave-samningunum. Maður þarf að vera gagntekinn steingrímssinni til að verða ekki fyrir vonbrigðum. Textinn er skrifaður án sannfæringar og boðar í viðtengingarhætti að þetta og hitt gæti gerst ef við samþykkjum ekki samninginn.
Fjármálaráðherra klykkir út með að góðar fréttir þurfi að berast frá Íslandi. Maður veltir fyrir sér hvort ráðherra hafi fengið ráðgjöf frá útrásarauðmanni. Rétt fyrir hrun kyrjuðu auðmenn og meðhlauparar þennan söng um að fréttir frá Íslandi yrðu að vera góðar.
Ríkisstjórnin er með dautt mál í höndunum þar sem Icesave-samningarnir eru. Alþingi á eftir að útfæra hvort heiðarlega verður staðið að því að hafna samningnum og boðið upp á nýjar viðræður eða hvort samfylkingarleið verður farin með tilheyrandi undirferlum í formi fyrirvara.
Framhaldið verður annað tveggja, langt dauðastríð útbrunninnar stjórnar eða snögg aftaka. Steingrímur J. kemst loksins á vit framtíðarinnar þar sem hann vonandi getur sagt satt orð bæði kvölds og morgna.
![]() |
Vill ekki stríð við aðrar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Steingrímur J. fattar allt, nema aðalatriðið
Steingrímur J. kom feikilega vel undirbúinn í Kastljósviðtalið í kvöld og þuldi upp lögfræðisamanburð á gjaldþrotalögum aðskiljanlegra Evrópuríkja. Taugaveiklað fitl við minnisblöð var eina vísbendingin um að fjármálaráðherra væri ekki rótt. Eftir lögfræðirulluna kom Steingrímur J. með stórskotaliðið: Hvað haldiði að gerist í haust ef við samþykkjum ekki frumvarpið? Bretar og Hollendingar koma sækja á tryggingasjóðinn...
...og fjármálaráðherra botnaði ekki hótunina. Mælskumeistari þingsins ætlaði áhorfendum að draga sínar ályktanir. Og niðurstaða hnípinnar þjóðar í vanda væri að leggja upp laupana og treysta orðheldna ráðaherra sínum.
En bíðum við. Hvað myndi í raun gerast ef gengið yrði á sjóðinn sem á tryggja innistæður? Jú, hann er galtómur og yrði lýstur gjaldþrota. Og þá opnast ótal pólitískar og lagalegar spurningar um götótt regluverk Evrópusambandsins.
Við vorum þvinguð í ferli Icesave-samninga þegar bankakerfi Evrópu riðaði til falls. Eins og flokkssystir Steingríms J., Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði sem utanríkisráðherra í þarsíðustu stjórn var lausn Icesave-reikninganna nátengd spænskum og frönskum sparifjáreigendum.
Aðstæður eru breyttar í dag. Við eigum að fella frumvarp Steingríms J. og semja upp á nýtt. Fjármálaráðherra veit að það þýðir endalok ráðherradómsins og líklega fær hann ekki þann frama í nýja flokknum sínum, Samfylkingunni, sem hann hafði í þeim gamla. Það skýrir taugaveiklunina.
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Fyrirvarar til heimabrúks
Ríkisstjórnin hyggst setja fyrirvara í frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave-samningum sem gagngert eru til að kaupa fylgi þingmanna sem áður höfðu lýst sig andvíga frumvarpinu. Þykjustufyrirvarar ríkisstjórnarinnar eru til að slá ryki í augu almennings og hylja hörmunarslóðina sem leiddi til ónýta samningsins.
Lygavaðall ríkisstjórnarinnar og hugleysi forystumanna stjórnarflokkanna má ekki verða til þess að Alþingi gera hið eina rétta í málinu. Icesave-samninginn á að fella með þeim orðum að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar en samið verði upp á nýtt.
![]() |
Svigrúm til að setja skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Reykjavíkurkreppan
Hrunið leiddi til kreppu sem er réttnefnd Reykjavíkurkreppan þar sem hún á upptök sín í höfuðborginni og leikur íbúa SV-hornsins verst. Tveir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar eftir hrun, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, eru mun sterkari á landsbyggðinni en í þéttbýlinu. Þessar atvinnugreinar munu afla okkur gjaldeyris og vera styrkustu stoðir undir endurreisnina. Landbúnaður verður jafnframt mikilvæg stoð og er gjaldeyrissparandi með því að við þurfum ekki að flytja inn matvæli.
Útrásin var fjármálalegt tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Umsóknin til Evrópusambandsins er pólitískt tilræði við fullveldið. Hvorttveggja má kenna við póstfangið 101. Reykjavíkurkreppuna þarf að einangra við höfuðborgina. Líkurnar fyrir því eru bara nokkuð góðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Norðmenn hættir við ESB næstu 4 árin
Stærstu flokkar Noregs, Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn, hafa í áratugi barist fyrir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Þeir og stjórnmálaelítan hafa í tvígang gerð afturreka í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn er núna í stjórn og hann ætlar ekki að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá fyrir næsta kjörtímabil, sem hefst að kosningum loknum í haust.
Hægriflokkurinn er tilbúinn að leggja umsóknarhugmyndir á hilluna næstu fjögur árin og fara í ríkisstjórn undir þeim formerkjum.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi fréttaskýringu eru engar líkur á að Noregur sæki um aðild að Evrópusambandinu næstu fjögur árin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Klíkur, lýðræði og sjálfstortíming
Útrásarauðmenn stunduðu viðskiptalega blóðskömm með því að lána hverjir öðrum í gegnum bankana sem þeir stjórnuðu. Viðskiptahættir af þessum toga grafa auðveldlega um sig í litlum samfélögum. Virkt lýðræði og fjölræði með eðlilegri valddreifingu hamlar gegn mafískri klíkumyndun sem leiddi til hrunsins.
Við sem þjóð getum breytt því hvernig málum er skipað og byggt upp heilbrigðari samfélag en það sem leyfði viðskiptalegu blóðskömmina.
Þeir til sem halda að með því að ganga í Evrópusambandið munum við varpa af okkur oki innlenda klíkuvaldsins. Svo er aldeilis ekki. Við myndum flytja fullveldi okkar til Brussel og fá yfir okkur nýjar klíkur með tvöfalda heimilisfestu í Belgíu og Íslandi. Ef við ætlum að breyta því hvernig málum er skipað á Íslandi verðum við að tala við eina evrópsk-íslenska klíku sem verða fimm þingmenn Íslands á Evrópuþinginu - af 765. Klíkan sú verður með staðlað svar: Við skulum sjá hvað við getum gert, en málin eru ekki í okkar höndum.
Á Íslandi höfum við fullveðja lýðræðissamfélag. Ef við göngum í Evrópusambandið er það tapað.
![]() |
Kunningjasamfélagið Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |