Fyrirvarar til heimabrúks

Ríkisstjórnin hyggst setja fyrirvara í frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave-samningum sem gagngert eru til að kaupa fylgi þingmanna sem áður höfðu lýst sig andvíga frumvarpinu. Þykjustufyrirvarar ríkisstjórnarinnar eru til að slá ryki í augu almennings og hylja hörmunarslóðina sem leiddi til ónýta samningsins.

Lygavaðall ríkisstjórnarinnar og hugleysi forystumanna stjórnarflokkanna má ekki verða til þess að Alþingi gera hið eina rétta í málinu. Icesave-samninginn á að fella með þeim orðum að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar en samið verði upp á nýtt.


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margrét Tryggvadóttir Borgaraflokksþingmaður og fulltrúi flokksins í fjármálanefnd var að lýsa því í útvarpsviðtali að því meira sem hún kynnir sér IceSave samninginn því verra lítur hann út, sem og því meira kæmi í ljós hversu gróflega samtengdur hann er EBS inngöngunni og beinum afskiptum AGS sem augljóslega er notaður af Bretum og Hollendingum sem innheimtustofnun þeirra.

Jafnframt að formaður fjármálanefndarinnar, Guðbjartur Hannesson Samfylkingarmaður, fari með staðlausa stafi þegar hann fullyrti um helgina í fjölmiðlum að Bretar og Hollendingar geti ekki gengið að auðlindum þjóðarinnar og ríkiseignum ef að ekki tekst að standa við gerðan samning.  Það eina sem hægt væri að túlka í þá áttina sagði hún er að mögulega geti þeir ekki gengið að eignum ríkisins sem væru ekki lífsnauðsynlegar þjóðinni til að þjóðfélagið gæti starfað áfram.

Hún sagðist vera sannfærð um að samningurinn hafi verið tilbúinn fyrir kosningar, enda hefur allur farsinn í kringum hann og að hann hafi verið gerður á 2 dögum svo með eindæmum, að hálfa væri nóg.  Allt benti til að hann hafi verið gerður einhliða af Bretum og íslenska samninganefndin sem hafði ekki neina reynslu af alþjóðasamningsgerð ef mér skjátlast ekki, samþykkt hann í algeri undirgefni, enda með ordrur um að þeim væri ekki heimilt að hafna honum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 18:39

2 identicon

Mikið djöful hef ég illan bifur á þessum "fyrirvörum." Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar í þessum samningi séu ákvæði um að setja megi fyrirvara á samþykkt hans.

Steingrímur lýsir því yfir að svigrúm sé til að setja fyrirvara. Það eflir minn illa bifur um stærðargráðu.

Hvað gerist ef Alþingi samþykkkir Icesave og bætir við appendix með fyrirvörum og Bretar og Hollendingar taka samninginn en segja, "Oh, by the way there is no accommodation for reservation in this agreement, but thanks for the Alþing´s approval. Now, if you disagree, we´ll see you in OUR courts."

Kallaðu mig paranojd en ég held þessir fyrirvarar séu klassískt "bait and switch" trikks í uppsiglingu.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er skynsamlegra að samþykkja ríkisábyrgð með fyrirvörum heldur en að samþykkja ekki ríkisábyrgð ("fella" samninginn), því með fyrri leiðinni er verið að segja að við viljum vissulega standa við og greiða það sem okkur ber - en ekki það sem kveður á um í samningnum eins og hann lítur út núna.

Ef samningurinn er felldur eru skilaboðin önnur og óljósari.

Skeggi Skaftason, 6.8.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjartanlega sammála þér Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband