Sérfræðiþekking og hrunið

Hrunið hér heima og kreppan ytra verður á þeim tíma þegar aldrei í veraldarsögunni hafa jafn margir sérfræðingar verið við störf í fjármálageiranum og stjórnsýslu. Skortur á sérfræðiþekkingu er ekki-skýring á hruni og kreppu. Aðrar breytur, sumar mannlegar eins og græðgi og svindlárátta, og kerfislægar, aðgangur að ódýru lánsfé til dæmis, eru þættir sem koma til athugunar. Heildarmat á stöðu hagkerfisins, skortur á aðgerðum ríkisvalds og valdahlutföll í samfélaginu eru jafnframt atriði til íhugunar sem og múgsefjun er varð möguleg fyrir tilstilli múlbundinna fjölmiðla; allt þetta eru viðfangsefni sem verða gaumgæfð í framhaldinu.

Hvað er annars að frétta af vöxtum Seðlabankans, núna þegar eintómir sérfræðingar ráða þar ríkjum?


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Anne Sibert. Launaður starfsmaður íslanska ríkisins sér ekki lengur tilgang með tilvist þess og réttlætir skoðanir sínar með árásum á fólk. Ég held að þessu minna sem við reiðum okkur á hennar ráð, þessu betur muni okkur farnast.
Hópur úrtölufólks og aumingja stækkar orðið ansi hratt. Mín ályktun er sú að áróðursfé ESB sé komið í umferð á spilaborðinu. Nú verður allt sett undir með að draga úr okkur kjarkinn, undirstrika smæð okkar og hreinlega hræða úr okkur líftóruna vegna "slæmra framtíðarhorfa". Megi þeir sem taka undir í þessum landráðakór visna upp og fjúka burt frá okkar ströndum sem allra fyrst.

Áfram Ísland, Ekkert ESB, ekkert AGS, ekkert risalán og enga aumingja !

Haraldur Baldursson, 9.8.2009 kl. 16:38

2 identicon

Hjartanlega sammála Haraldi.  Seðlabankinn ku aldrei hafa verið í jafn vondum málum og eftir að norsku "kraftaverkamaðurinn" var fenginn til að leika listir sínar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 16:52

3 identicon

Ég get nú ekki séð að hún haldi því fram að sérfræðingar hefðu getað komið í veg fyrir kreppuna á Íslandi, en með örlítið betri stjórn hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir hrunið. Hún bendir einnig á að störf DO hafi stjórnast að e-u leyti af óvild gegn sumum og velvild gagnvart öðrum -- en það er einmitt spilling. Að síðustu skil ég ekki alveg þessa færslu, því að ég get ekki betur séð en að upplýsingafulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Íslands sé að gera heldur lítið úr sérfræðiþekkingu. Hann ætti kannski að skrifa grein um það í næsta fréttabréf RANNíS!

Gylfi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Í mínum huga var orsökin að hruninu fyrst og fremst siðfræðilegs eðlis.  Orsökin birtist einkum í græðgi, en einnig eiginhagsmunagæslu, spillingu og efnishyggju.  Við gleymdum því sem okkur er meira virði en kostar ekki peninga - umhyggju, hjálpsemi, meinlæti, yfirvegun, auðmýkt, kærleika.  Við urðum minna menn.

Háskólarnir framleiddu mikinn fjölda viðskiptafræðinga.  Maður spyr sig hvers konar nám lá þar að baki.  Sölumennska?  Sbr. svik og prettir út frá þröngum hagsmunum fyrirtækja og einstaklinga?

Það sem skorti hér er fyrst og fremst samfélagsleg ábyrgð (aftur siðfræði!).  Það sem ég myndi vilja sjá gerast á Íslandi er þróun til meira gagnsæis í stjórnsýslunni og starfsemi bankanna og raunverulega jafna möguleika einstaklinga til að njóta hæfileika sinna og frumkvæðis, þó ekki í tómarúmi heldur aftur í samhengi samfélagslegrar ábyrgðar.

Eiríkur Sjóberg, 9.8.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hún er eitthvað mötuð vitlaust á upplýsingum og fer raunar með staðleysur.

1. Jóhanna réði Evu Joly sem sérstakan saksóknara til að útiloka nánægð.Rangt

Dómsmálaráðherra réði Evu sem ráðgjafa eftir mikinn þrýsting frá almenningi.

2.Jóhanna réði Sven af því hæfileikafólk fannst ekki hér.Rangt, Jóhanna réði Sven afþví Már gat ekki byrjað fyrr en 20 ágúst.

3 Stjórnarráðið og kerfiskallarnir ferðast lítið eða ekkert og hitta alltof sjaldan

aðra kerfiskalla.Rangt: yfirmenn í ríkisstofnunum ferðast þriðjung úr árinu en

mest fyrir dagpeningana og  sofa sennilega á fundum. 

Einar Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 17:49

6 identicon

Auðvitað er þetta álit konunnar pantað af stjórnvöldum sem eitthvert svar við grein Evu Joly, og afleits gengis í spunaáróðri til að sveigja þjóð og þingheim til að samþykkja lanráðssamninginn.  Ekki nema 4% þjóðarinnar fylgir þeim í blindni og samtals innan við 20% eru jákvæð ríkisábyrgðinni.  Háðuleg útreið óhæfra stjórnvalda sem hafa ma. reynt að hræða fólk vondum málstaðnum til fylgis með að annars fellur stjórnin og vondu kallarnir komast aftur að kjötkötlunum.

Það er svo þreytt og auðvirðuleg afsökun að pönkast á Davíð sem upphaf og endir ófara þjóðarinnar.  Þar koma mun fleiri pólitíkusar að og langt aftur í tímanna, og úr öllum flokkum.

Sjálfsagt værum við í mun betri málum ef Samspillingarmaðurinn, hagfræðingurinn Jón Sigurðsson, fyrrum aðal Seðlabankastjóri, hefði staðið vaktina í bankanum, eins og hann gerði svo vel sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og formaður bankastjórnar Seðlabankans, á milli sem hann skrifaði auglýsingtexta og starfaði sem fyrirsæta og mærði IceSave í áróðursgögnum til að tæla grunlausa útlendingana til að henda peningunum sínum í Landsbankaglæpaplott Bjórúlfana.

Hér getur konan kynnt sér bakgrunn snillings Samfylkingarinnar:

Stúdentspróf MA 1960. Fil. kand. í þjóðhagfræði, tölfræði o. fl. frá Stokkhólmsháskóla 1964. M.Sc. Econ. í þjóðhagfræði frá London School of Economics and Political Science 1967. Hagfræðingur við Efnahagsstofnun 1964—1967, deildarstjóri hagdeildar þar 1967—1970, hagrannsóknastjóri þar 1970—1971. Forstöðumaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972—1974. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar 1974—1986. Fastafulltrúi Norðurlanda (executive director) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1980—1983. Skip. 8. júlí 1987 dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra, einnig ráðherra Hagstofu Íslands, lausn 17. sept. 1988, en gegndi störfum til 28. sept. Skip. 28. sept. 1988 viðskipta- og iðnaðarráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Skip. 30. apríl 1991 viðskipta- og iðnaðarráðherra, lausn 14. júní 1993. Bankastjóri Seðlabanka Íslands og formaður bankastjórnar 1993—1994. Aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans 1994—2005. Dómandi í kjaradómi 1970—1980. Varafulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1974—1987. Fulltrúi Íslands í stjórn Norræna fjárfestingarbankans 1976—1987, stjórnarformaður 1984—1986. Fulltrúi Íslands í hagþróunar- og hagstjórnarnefnd OECD 1970—1980 og 1983—1986. Formaður ráðherrafunda OECD 1989. Formaður framkvæmdanefndar um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðuneytis 1984—1987. Í Þingvallanefnd 1992—1993. Alþm. Reykv. 1987—1991, alþm. Reykn. 1991—1993 (Alþfl.). Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1987—1988, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1988—1993.

Munaði heldur betur fyrir þjóðina að hafa annan eins mann í stýrishúsinu fram að hruni, - ekki satt? 

Gaman væri að einhver spyrði konuna um hvort henni hafi verið kunnugt um að 2 hagfræðingar störfuðu við hlið Davíðs, og meirihluta þurft til að skera úr um álitamálefni?  (Kaupi ekki þessar eftiráskýringar að hinir 2 hafi verið strengjabrúður Davíðs.)

Einnig, hvernig konan skýrir út að aðalhagfræðingur Seðlabankans á hrunstímanum er orðinn aðstoðarbankastjóri Seðlabankans skipaður af Heilagri Jóhönnu & Có, ef hann hefur ekki staðið sig betur í starfi en raun ber vitni?

Er sammála Eiríki um að það var afleitt siðferði og glæpamennska sem við erum að súpa seyðið af.  Siðferðisleysi verður því miður erfitt að dæma menn fyrir, svo það er óskandi að þeim hafi ekki tekist að halda sig réttu meginn línunar hvað lögin varðar.  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 19:06

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sérstaklega góð færsla hjá þér Guðmundur 2. Gunnarsson.

Mitt álit er hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/927993/

Kveðja til þín Páll.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.8.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Davíð er ennþá að verki, en nú í Bretlandi

Sökum þess að Davíð Oddsson saug alla sérfræðiþekkingu út úr hinum Konunglega Banka Skotlands (RBS) þá skipar Evrópusambandið bankanum að hætta lánveitingum til smærri fyrirtækja (væntanlega í Skotalandi). En af því að Davíð Oddsson saug til sín alla þá sérfræðiþekkingu sem var til í þessum konunglega banka þá hefur hann alveg óvart lent 70% í eigu breska ríkisins. Já, þetta er kallað að tæma banka. Davið tæmdi þennan banka og annann til en sá hét Norður Klettur og fór 100% á ríkishausinn í umsjá seðlabanka Bretlands. En vegna mikillar sérfræðiþekkingu í öllum bönkum Bretlands þá sluppu þeir við að fara á hausinn nema þá ofaní vasa almennings í Ex tékkatöskunni rauðu í höndum Alstöru Ástarinnar í Bretalandinu góða. Seðlabankastjór Bretlands var ekki til viðtals því hann var í teboði hjá heilli Álin af Grænsápuspónum Bandaríkjanna. | WSJ | Independent |

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2009 kl. 22:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess er hægt að geta hér að þessi Konunglegi Banki Skotlands sem Davíð Oddsson tæmdi er hvorki meira né minna en stærsti banki heimsins. Engin smá öndunarvél sem til þarf þar.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2009 kl. 22:36

10 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Lítil er vonin ef menn sjá ekki það sem fór úrskeiðis. 

Bankakerfið á Íslandi hrundi síðastliðið haust.  Tókuð þið eftir því?

Fjölmargar fjölskyldur sitja nú daprar í skuldasúpu og vonleysi. Takið þið eftir því?

Velferðarkerfinu er mikil hætta búinn vegna skulda er ríkinu, þ.e. skattgreiðendum, er gert að taka á sínar herðar.  Takið þið eftir því?

Ljóst er að allar gjörðir núverandi stjórnar verða óvinsælar og erfiðar.

En hvað þarf til að þið takið eftir?

Eiríkur Sjóberg, 10.8.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband