Jón Baldvin vill lýðveldið feigt

Guðfaðir ferfætlinganna sem krefjast þess að Íslendingar skríði inn í Evrópusambandið skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins hóf stjórnmálaferil sinn með baráttu fyrir Sovét-Íslandi og á áttræðisaldri er Brussel-Ísland takmarkið eina og sanna.

Rökin fyrir inngöngu Íslands í ESB eru samkvæmt Jóni Baldvini þau að við getum ekki staðið á eigin fótum. Þar víxlar hann persónu sinni og þjóðarinnar. Frá föður sínum, Hannibal Valdimarssyni, fékk hann í vöggugjöf að lýðveldi ætti ekki að koma á fót hér á landi. Konungssamband við Danmörku væri vegurinn til framtíðar var viðkvæði Hannibals og nokkurra Alþýðuflokksmanna.

Þjóðin hlustaði ekki á Hannibal og mun daufheyrast við æmti sonarins. Málflutningurinn er eins ótrúverðugur og hugsast getur. Jón Baldvin veit að smáþjóðir í Evrópusambandinu, t.d. Írar og Lettar, eru komnar með efnahagskerfi sín að fótum fram og stefna í dýpri og langvinnari kreppu en Íslendingar. Þeir fá litla sem enga hjálp frá Evrópusambandinu enda ekki hlutverk ESB að borga óreiðuskuldir.

Vandi Íra og Letta yrði auðleystari er þjóðirnar gætu fellt gjaldmiðil sinn. Það geta þær ekki, Írar hafa evru og Lettar fasttengdir evrunni og fá ekki leyfi Evrópusambandsins að aftengja vegna þess að Brussel óttast allsherjaráhlaup á evruna í kjölfarið.

Íslendingar hafa fellt krónuna og það mun gera leiðina greiðari úr kreppunni. En Jón Baldvin kann svar við því, eða hitt þó heldur. Hann skrifar

Sumir telja framtíðarhorfur af þessu tagi málaðar of dökkum litum. Þeir benda á, að gengisfall krónunnar styrki samkeppnisstöðu sjávarvöru - og álútflutnings á erlendum mörkuðum. Þess vegna ættu Íslendingar að verða fyrri til að ná sér á strik en t.d. frændur vorir Írar, eða t.d. Lettar, svo að tekin séu dæmi af smáþjóðum innan Evrópusambandsins. Þessar smáþjóðir geta ekki fellt gengi gjaldmiðils síns til þess að styrkja samkeppnisstöðu útflutnings til skamms tíma.

Þeir sem þessu halda fram, gleyma því hins vegar, að 100% gengisfelling hefur tvöfaldað skuldabyrði fyrirtækja. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi nema t.d. þreföldum árstekjum þeirra. Hvar eiga þessi fyrirtæki að fá fjármagn til að endurfjármagna skuldasafnið? Íslenska ríkið er komið niður á "junk-bond status". Íslensk fyrirtæki njóta hvergi lánstrausts. Ofurhátt vaxtastig er um það bil að soga til sín það litla sem eftir var af eigin fé fyrirtækja. 

Jón Baldvin blandar saman í graut skuldum einkafyrirtækja og skuldum ríkisins. Ef einkafyrirtæki eru ekki með rekstur til að standa undir lánum fara þau einfaldlega í gjaldþrot. Jón Baldvin vill fá okkur til að trúa að sjávarútvegsfyrirtæki landsins séu bæjarútgerðir og gjaldþrot þeirra leiði til skattlagningar á almenning. Svo er ekki.

Úti í heimi stendur yfir hagfræðitilraun sem nefnd er ,,quantative easing" og felst í að seðlabankar prenta peninga til að vinna gegn verðhjöðnun. Það er beinlínis verið að framleiða verðbólgu til að vinna gegn verðhjöðnun sem samdráttur kreppunnar veldur. Liður í peningaprentuninni er að halda vöxtum því sem næst núlli. Í þessum samanburði eru vextir háir hér á landi. Flest ríki á Vesturlöndum myndu hins vegar telja það lúxus að hafa efni á íslenskum stýrivöxtum. Vextir munu hækka hratt á Vesturlöndum þegar peningarnir komast allir í umferð.

Óvissan um niðurstöðu hagfræðitilraunarinnar er veruleg. Þá er gott að búa á eyju út í hafi, fylgjast með álengdar og vona að útlendingum farnist vel en þakka jafnframt fyrir að vera sjálfs sín ráðandi, fullvalda þjóð í eigin landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þá og nú, er gott að búa á eyju út í hafi, sjálfstæð fullvalda þjóð.

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

HEYR!!!

Og þess utan, væru útflutningsfyrirtækin í betri stöðu ef gengið væri hátt eins og í tilfelli evrunnar og þeim gengi fyrir vikið erfiðlega að selja vörur sínar erlendis eða gætu það jafnvel alls ekki? Hvenig ættu þau þá að greiða af lánum sínum jafnvel þó þau væru talsvert lægri?

Finnar standa frammi fyrir því að finnskir framleiðendur og útflytjendur eru að flytja starfsemi sína í auknum mæli til Svíþjóðar þar sem gengi sænsku krónunnar hefur fallið gagnvart evrunni sem notuð er í Finnlandi og þar með gert sænskan útflutning samkeppnishæfari.

Írar hafa lent í þessu sama. Stórfyrirtæki t.a.m. eins og Dell hafa verið að flytja framleiðslustarfsemi sína frá Írlandi vegna þess að gengi evrunnar er allt og hátt gagnvart dollaranum og pundinu. Írskur útflutningur er einfaldlega ekki samkeppnishæfur vegna evrunnar.

Telur Jón Baldvin að við værum betur sett ef útflytjendur með starfsemi hér á landi hefðu flutt hana úr landi og þeir sem ekki gætu það vegna þess að þeir væru bundnir aðstæðum hér, s.s. sjávarútvegsfyrirtækin, hefðu einfaldlega farið á hausinn vegna þess að þau gætu ekki selt framleiðslu sína?

Staðreyndin er einfaldlega sú að krónan er að bjarga Íslandi á sama tíma og evran er að drepa fjölmörg evruríki efnahagslega.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.8.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

"Guðfaðir ferfætlingana" hahaha ! :)

Frosti Sigurjónsson, 8.8.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ferfætlingar á vel við í þessu sambandi. Evrópusambandssinnarnir vilja fara á fjórum fótum til Brussel.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.8.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi skrif dæma sig sjálf og eru aumkunnarverður vitnisburður um rangtúlkun á raunveruleika nútímans. Við stæðum ekki í rústum fjáshyggjunnar nú, ef þjóðin hefði hlustað á og farið að ráðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og gengið í ESB í kjölfar EES samningsins. Heimskreppan hefði heimsótt okkur eins og önnur lönd, en hér væri ekki hrunið hagkerfi og rannsóknarvinna í fjölda brotamála á fjármálasviðinu.

Og eitt vil ég benda þér á Páll Vilhjálmsson, leyfðu látnum að liggja í gröf sinni.

Láttu þér nægja að kasta skít í þá sem eru ofan moldu og eru færir um að svara fyrir sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.8.2009 kl. 15:56

6 identicon

Frúnna hér fyrir ofan, tel ég með furðulegust bloggurum og athugasemdarfíklum vefsins, og ekki er þessi frábrugðin öðrum hennar.

Gott væri að fá að vita hvar hún sér skítkast í garð látins manns í skrifum Páls, af því gefnu, að hún hafi ekki skilið skrifin?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þeir sem þessu halda fram, gleyma því hins vegar, að 100% gengisfelling hefur tvöfaldað skuldabyrði fyrirtækja

Já einmitt það. Síðast þegar ég reiknaði 100% fall eftir þá var útkoman núll. Hmm. Já reyndar. Ekkert getur nefnilega fallið um 100% án þess að veða að öngvu. Já engu. Nema kanski Jón Baldvin  

Það virðist vera svo að Jón Baldvin Hannibalsson hafi ekki haft tíma né getu til að fara í barnaskólann sinn. En það er einmitt í barnaskólum sem prósentureikningur er kenndur. En hlutir geta hinsvegar hækkað endalaust, eins og til dæmis gengi evrunnar. Það hækkar bara og hækkar.

Það verður spennandi að fylgjast með Jóni Baldvini á gjaldeyrismörkuðum heimsins.

Í tilefni kvöldins finnst mér viðeigandi að við syngjum Jón Baldvins hagvísur númer eitt, númer tvö og loks númer þrjú:

Við deyjum í Sovét eða í Evrum, annaðhvort, tralla la

Viðlagið er EURO-KLANG

|____________EURO KLANG____________|. í físmoll

| ____así___ruv______sam_fylkz____._a,__|  Und einen evra

| _______a_.___a___aj#0s_____aWY!400._ | EU faðmi við öll

| __ad#7!!*P_a.d#0a____#!-_#0i_.#!__W#0#_| und Heidi Boroso

| _j#'_.00#,_4#dP_"#,__j#,__0#Wi_*00P!_"#L,| in Euro himmel

| _"#ga#9!01___"#01__40,_"4Lj#!_4#g__"01_ | Brussel wunderland

| __"#,___*@`__-N#____`___-!^___________ | kommen sie morgen

 91356 | __#1____sviða kjammar?__nein____| und bifröst voila

 

tralla tralla la la: 

Viðlagið er úr Wiðlagazjóð ESB. Lagahöfundur er vel þekktur fræðimaður

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2009 kl. 18:10

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið.

Það er gott að skrif mín vekja athygli og er ég afar ánægð með það. Ég talaði ekki um það að kastað hafi verið skít í Hannibal í þessari færslu Páls, en miðað við það sem skrifað er, þá fannst með rétt að minnast virðingu við látna. Ég játa það alveg og bar glöð með mig þess vegna, að mér finnst óskaplega gaman og líka bráðnauðsynlegt að að senda athugasemdir til þeirra sem eru svona mikið á móti því endurreisnarferli sem er í gangi þessa dagana. Ég er líka afskaplega stolt af því að vera fylgismaður ríkisstjórnarinnar, eindregin ESB sinni og viss um að Icesave samningurinn muni ekki fella okkur. Ég er þess fullviss að innganga í ESB er besti kosturinn  fyrir okkur íslendinga og er líka algjörlega fullviss um að við höldum okkar sjálfstæði sem þjóð. Áð halda öðru fram er rangt og ég hygg að margir sem  tala um missi sjálfstæðis, viti betur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.8.2009 kl. 18:43

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvenær myndir þú telja að þú hefðir misst sjálfsæði þitt kæra Hólmfríður?

Þegar erlent vald ræður 100% yfir fiskveiðilögsögu þinni?

Þegar erlent vald ræður 100% yfir landbúnaðarlöggjöf þinni?

Þegar erlent vald ræður 100% yfir utanríkisstefnu þinni?

Þegar erlent vald ræður 100% yfir peningastefnu þinni?

Þegar erlent vald ræður 100% yfir gjaldmiðli þínum?

Þegar erlent vald ræður 70% yfir reglum um lagasmíði lands þíns?

Þegar erlent vald ræður 75% yfir atvinnulöggjöf land þíns?

Þegar erlent vald ræður 75% yfir viðskiptalöggjöf lands þíns?

Þegar erlent vald ræður 30% yfir skattakerfi þínu?

Þegar erlent vald ræður 30% yfir varnarmálum lands þíns?

Þegar erlent vald ræður 70-100% yfir innflytjendalöggjöf lands þíns?

Gæti hugsanlega eitthvað af þessu, eða jafnvel allt þetta, fengið þig til að álíta að þú værir ekki alveg fullvalda og sjálfráða kona lengur? Að þú værir jafnvel í þvinguðu hjónabandi þar sem þú situr og stendur eins og maður þinn segir þér?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2009 kl. 19:09

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

sjálfstæði átti það að vera, afsakið

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2009 kl. 19:10

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hólmfríður:
Staðan er ekkert skrárri innan Evrópusambandsins og ef eitthvað er verri víðast hvar. Vera í sambandinu hefur ekki komið í veg fyrir hliðstæða þróun mála og hér t.d. í Lettlandi og víðar. Og ef við hefðum gengið í Evrópusambandið fyrir 15 árum síðan værum við hugsanlega með fiskimið í sama ástandi og miðin víðast hvar innan sambandsins, með 80% fiskistofna ofveidda.

Hvað látna varðar hef ég aldrei vitað til þess að andlát gerði fólk yfir gagnrýni hafið.

Hvað sjálfstæðið varðar þætti mér gaman að vita hvaðan gríðarlegt vald stofnana Evrópusambandsins yfir ríkjum sambandsins (sem flestar eru sjálfstæðar gagnvart ríkjunum) er komið ef ríkin eru raunverulega sjálfstæð og fullvalda?

Það er einfaldlega móðgun við heilbrigða skynsemi að halda því fram að ríki Evrópusambandsins séu sjálfstæð og fullvalda enda segja staðreyndir málsins allt annað.

Evrópusambandssinnar hafa ALDREI komið með nein haldbær rök fyrir því að ríki Evrópusambandsins séu sjálfstæð og fullvalda enda ekki hægt. Það eina sem þeir hafa sagt er að engum detti í hug að t.d. Danmörk eða Bretland séu ekki sjálfstæð ríki eins og það sé eitthvert náttúrulögmál sem geti ekki breytzt.

Þessi ríki eru ekki sjálftæð né fullvalda. Þau ráða einfaldlega fæstum af sínum eigin málum sjálf.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.8.2009 kl. 19:32

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er þess fyllilega meðvituð að við verðum hluti af ESB og það hefur aldrei vafist fyrir mér.

Stór hluti fiskimiða okkar eru staðbundnir stofnar og hvað yfirráðin varðar, þá verður ESB ekki sá aðili sem skerðir yfirráð þjóðarinnar þar. Þar ræður LÍÚ klíkan öllu í dag og veiðar annarra en svokallaðra "eigenda" fisksins í sjónum eru svo miklum takmörkunum háðar nú þegar. Það er líka okkar mál að afnema gjafakvótakerfið. Hvað veiðiráðgjöf varðar tel ég víst að litið verði mun meira til okkar en margra annarra þjóða innan ESB. Þá er eftir spurningin hvort við viljum LÍÚ eða ESB.

Hjörtur, miðað við að sömu flokkar hefðu verið við völd og verið hafa, tel ég ekki að það hefði breytt miklu varðandi staðbundnu stofnana. LÍÚ klíkan hefði haldið sínu.

Landbúnaðurinn hefur verið í klóm SÍS um árabil og bændum verið skammtað afurðaverð af því bákni. Landbúnaður mun að sjálfsögðu breytast verulega og fólk til sveita mun í auknum mæli sinna öðrum störfum en að vera með dýrahald. Þar sem landið er ALLT norðan við 62° munum við geta fengið styrki frá ESB vegna harðbýlla svæða. Sú skilgreining getur íslenska ríkinu  rétt til að styrkja landbúnað á eigin forsendum. Drefbýlið í heild mun njóta góðs á mörgum sviðum af Byggðastefnu ESB.

Peningastefnan gott að hún er nefnd, vextir verða lægri, gjaldmiðill stöðugur og verðtryggingin burt. Sveiflur verða mjög litlar og ég mun ekki sakna þeirra. Þá er líka búið að afgreiða gjaldmiðilinn og bless króna.

Við erum þegar aðilar að EES samningnum og með honum höfum við nú  þegar innleitt ýmsar breytingar til góðs.

Vinnuréttur í Evrópu er að mörgu leiti sterkari en hér, þó við höfum býsna góða vinnulöggjöf, þökk sé Alþýðuflokknum og fleiri félagshyggjuöflum í landinu. Ég hef unnið hjá Verkalýðshreyfingunni í 18 ár og tel mig þekkja þann geira mjög vel. Hægri öflin í landinu hafa notað hvert tækifæri sem gefist hefur til að ná að túlka kjarasamninga sér í vil með dómum í Hæstarétti.

Viðskiptalöggjöfin okkar hefur lekið eins og gisin tunna undanfarið og ég fagna meiri festu þar.

Kannski verður hreinsað til í skattakerfinu hver veit.

Þetta með varnarmálin hefur ekki valdið mér áhyggjum og samræming gæti verið ágæt.

Innflytjendalöggjöfin, við erum í Shengen og það hlýtur nú þegar að lita okkar stefnu.

Og þá er það hjónabandið mitt. Ég vona bara að þið mínir ágætu gagnrýnendur séu eins vel giftir/kvæntir og ég.

Þetta með að aðildarríki ESB séu frjáls og fullvalda ríki. Ég veit að það er svo þessi frjálsu og fullvalda ríki hafa samið sín á milli um ýmis mál sem varðar þau öll að einhverju leiti. Ég tel mig ekki þurfa að eyða fleiri orðum um þann þátt málsins.

Það er hinsvegar spurning hvað er sjálfstæði, er það að berjast einn áfram án utanaðkomandi aðstoðar og afskipta, eða er það að vera í samfélagi þar sem aðilar deila völdum sín á milli. Ég vel síðari kostinn, en þið. 

Gagnrýni á látið fólk er ætíð vandasöm og ber að fara með slík mál af mikilli varfærni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.8.2009 kl. 20:53

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er mun verra en ég hélt. Eiginlega verra en gamli Þjóðviljinn. Minnir mig helst á gömlu tímaritin frá ferðaskrifstofu Sovétríkjanna, þ.e. Intourist póstkort og bæklinga eða jafvel Sovét tímaritið sjálft. Endalausar raðir af dráttarvélum að hausta uppskeruna og allgnægtir fyrir alla jafna menn sem "deila völdum sín á milli" 

Já það var svo sem auðvitað. Hvað ættu menn að gera við sjálfstæði og fullveldi þegar paradís bíður handan við hornið á 200 mílunum okkar. Hvað hef ég verið að hugsa öll þessi 25 ár í paradís þar sem "aðilar deila völdum sín á milli". Ég ætti að láta Dani vita af þessu

Paradís

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2009 kl. 21:43

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er að verða eins  og farsi eftir Dario Fo. Að deila völdum sín á milli þýðir í mínum huga að íbúar í einu sveitarfélagi, landi, ríkjasambandi kjósa sér fulltrúa til að fara með völdin í byggðarlaginu, landinu, ríkjasambandinu. Ef þetta eru gömlu Sovétríkin þá hef ég misskilið eitthvað. Þetta er gert í öllum lýðræðisríkjum út um allan heim og verið að reina að gera slíkt í fv einræðisríkjum, eins og Sovétríkjunum og víðar í heiminum.

Það er bara hin besta skemmtun að blogga við ykkur strákar. því vitleysan sem vellur frá ykkur er svo fyndin og langt frá raunveruleikanum. HA HA HA.

Góða nótt og sofið þið vel í ykkar rugluðu hausa.

Bið að heilsa Dönum HA HA HA

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.8.2009 kl. 22:06

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Alveg rétt Hólmfríður. Þetta er yrði svona einskonar European Union sem breytist smá saman í The United States of Europe. En fyrst þarf að sameina skatta og ríkisútgjöld áður en þú færð leyfi til að taka til þín útsvarstekjur annarra sveitafélaga t.d. sveitafélaga suður hluta Berlínar. Svo þarf að sameina lögsögu landanna svo þau eigi sér þess kost að kjósa sig til auðæfa þinna. Þetta kemur allt Hólmfríður. Vertu alveg róleg. Þetta kemur. Deila völdum. Alveg gratís auðvitað.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2009 kl. 22:24

16 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Baldvin veit af eigin raun að stjórnmála og viðskiptamönnum sem sýsla með þjóðarhag er ekki treystandi. Þessvegna velur hann kommisarana í Brussel.  Og eftir þetta allsherjar hrun sem yfir okkur skall þá hygg ég að hann hafi sitthvað til síns máls. Miðað við stöðuna í dag og horfurnar næstu 10-15 ár, þá veitir okkur ekki af vernd fyrir næsta hrægammaflokknum sem bíður núna í startholunum.  Guð blessi Ísland

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.8.2009 kl. 22:52

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi grein hans Jóns Baldvins er örugglega það versta sem frá honum hefur farið, hann hefur jafnan varist þar sem hægt er að verjast og sót þar sem sóknarfærin eru og venjulega farist það vel úr hendi þó ekki sé ég alltaf sammála honum. Í ljósi atburða líðandi stundar þá er grein hans því til vitnis um vígstaða hans sé verulega lakari en áður.

Guðmundur Jónsson, 8.8.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband