Eftirfokkpólitík

Stjórnmálin eru að breytast á Íslandi. Á um það bil sólarhring, plús mínus, hafa þrjú atriði sem virðast ótengd birst sem vísir að nýju landslagi stjórnmálanna. Borgarahreyfingin er komin í öngstræti og ratar tæplega þaðan út ósködduð. Hreyfingin er birting helvítis fokking fokk viðhorfsins í kjölfar hrunsins. Reiðialdan í þjóðfélaginu skolaði fjórum þingmönnum á land sem núna talast helst við í gegnum fjölmiðla og mæta ekki á fundi hreyfingarinnar. 

Í gærkveldi mætti í Kastljósið sigurvegari kosninganna í vor, Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg, og lýsti sig staðfastan talsmann Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins og Icesave-samningana. Sjálfsvönun Steingríms J. stafar af jesú-komplexinum sem hrjáir hann. Formaðurinn lét hreðjar sínar að veði fyrir ESB umsókninni og Icesave og virkilega trúði því að hann gæti útá nafn og fyrri störf haldið manndómi sínum. Í Kastljósi birtist þjóðinni hjáróma taugahrúga sem leit stöðugt niður fyrir sig. Steingrímur J. veit að hann sekkur með Icesave.

Íslensk vinstripólitík átti sér von með Steingrími J. Jóhanna Sigurðardóttir átti samkvæmt handriti að þakka fyrir sig eftir tvö til þrjú ár, formaður Vg að taka við forsætisráðuneytinu og í spilunum var jafnvel að sameina vinstrimenn enda fátt sem aðgreinir flokkana. Þetta mun ekki ganga eftir vegna þess að Steingrímur J. er búinn að vera sem stjórnmálamaður.

Þriðji vísir að breytingum er grein Þórlinds Kjartanssonar um erlendu lánin frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og samskipti við sjóðinn. Án þess að lesa of mikið í greinina og þá staðreynd að Þórlindur er sjálfstæðismaður er tóninn þar annar en venja er til. Gommu-gusupólitík Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum var komin úr öllu samhengi við ábyrgð, ráðdeild og íhaldssemi. Drögin sem lögð eru með grein Þórlinds eru að varkárni komi í stað gönuhlaups, hægfara þróun í stað frjálshyggjubyltinga.

Samantekið er reiðialdan að fjara út, vinstriflokkarnir að grafa sér gröf og sjálfstæðismenn að ná vopnum sínum. Framsókn? Sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Ætla enn að minna þig á að fara rétt með !

Steingrímur sagðist vera með arfleið frá sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum, sem hann væri að reyna að gera eins gott úr hann frekast gæti !

Við ættum að taka ofan fyrir Steingrími fyrir það að nenna að reyna leiðrétta svona þvælu eins og þú ert búinn að vera bera á borð vikum saman !

Þótt ég sé ekki félagi Steingríms verður hann að eiga það sem hann á, þrátt fyrir útúrsnúning þinn um hann !

JR (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

JR:
Steingrímur á eins og aðrir það sem hann á. En þú ert hins vegar að eigna honum eitthvað sem hann á alls ekki. Hann getur ekki afsakað öll sín mistök með því að tilgangurinn helgi meðalið og með því að kenna öðrum um allt og allt. 

Maðurinn er einfaldlega algerlega skerrtur allri ábyrgðarkennd, hann ber að eigin mati enga ábyrgð á eigin gerðum heldur einhverjir allt aðrir. Það er alveg sama hvað hann gerir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 22:02

3 identicon

,,Maðurinn er einfaldlega algerlega skerrtur allri ábyrgðarkennd.."

Ég hélt að þú Hjörtur ættir að fara á fund hjá sjálfstæðisflokknum og benda þeim þar á þessa ,,ábyrgðarkennd" !

Skora á þig Hjörtur og þína flokksfélaga að hjálpa við að sækja sökudólgana í ICESAVE málinu , þeir eru víst allir flokksfélagar þínir í sjálfstæðisflokknum !

Nú er komið að þessari ,, ábyrgðarkennd" , sem þú villt að aðrir sýni !

Björgúlfar tveir, Kjartan Gunnarsson, Svafa Grönfeldt,  Þorgeir Baldursson, Þór Krisjánsson, Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason !

Þarna er ICESAVE liðið  !

JR (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:38

4 identicon

Málið er að Steingrímur laug að Bretum og Hollendingum að hann gæti ábyrgst þeim öruggut samþykki þingsins á ríkisábyrgð IceSaves landráðsins. 

Honum er augljóslega meira í mun að standa við loforð gagnvart þeim en þjóðinni.  Hann ákvað að leika í röngu liði og þóttist getað stolið atkvæðum annara þingmanna, sínum illa málstað til gagns. 

Reynslan af atkvæðastuldi og kosningasvikum hefur fyllt hann því mikilmennskubrjálæðinu sem hefur verið skýrt þessa 2 mánuði sem hann hefur reynt að troða samningnum þversum ofan í þingheim og þjóð.

Ef þetta eru ekki mestu starfsafglöp nokkurs ráðherra fyrr og síðar þá hver gætu þau þá verið?

Hvað er landráð?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:48

5 identicon

Guðmundur.

Enn og aftur Steingrímur laug engu  að neinum !

Tek hér skrif af  öðru bloggi til að sýna þér og öðrum sannleikan :

,,

  • Þessa staðhæfingu þína skil ég alls ekki, Marinó. Það er í raun strax í haust sem skuldin er viðurkennd. Þá munnlega, ásamt  og með fylgjandi undirrituðu minnisblaði.  Afar venjuleg aðferð við samningsgerð þegar eftir á að útfæra form samnings. Greiðslu er lofað. 
  • Það er samningur, þó hann hafi ekki verið formlega gerður. Þá hefur slíkur sama gildi og skriflegur samningur. Enda forsætis-ráðherra sem samþykkti skuldina. Sá samningur er einnig sannanlegur með vitnum og minnisblaði.
  • Nú gildandi samningurinn er þegar samþykktur og undirritaður af viðkomandi aðilum. Tryggingasjóðurinn er skuldunauturinn og hefur hann þegar samþykkt samninginn, 5. júní ef ég man rétt.  Ríkisvaldið er algjörlega ábyrgt fyrir þeim gjörningi. Enda gert með samþykki ríkisstjórnarinnar.  
  • Hin formlega ríkisábyrgð er undirrituð af hálfu ríkisstjórnarinnar  með fyrirvara um samþykki Alþingis. Við þá ábyrgð er ekki nema eðlilegt að gera fyrirvara af hendi Alþingis.
  • Það getur ekki verið neitt sérstakt kappsmál hjá Steingrími að þessi gjörningur allur sé gerður.  Það væri fyrst og fremst áhyggjuefni hægri flokkana ef ekki verður gengið frá þessu máli. Þetta er í raun einn allsherjar hráskinnaleikur."

JR (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:57

6 identicon

JR. 

Ekki trúa öllu sem þú lest.  Þetta er rangt.  Steingrímur hefur ekkert umboð þingheims til að lofa samþykkt á IceSave nauðungarsamningnum.  Þetta áttu að vita, ef þú hefur kynnt þér málið eitthvað.  Það þarf ríkisábyrgð sem enginn getur gefið annar en þingheimur.  Hvað Steingrímur, Davíð Oddson, Halli og Laddi, Forsetinn eða Heilög Jóhanna og þau öll til samans lofa, breytir ekki neinu, frekar en ég eða þú hefðum gert það.  Munurinn á okkur og Steingími að hann er jú búinn að gera sig alþjóðlegu fífli sem ráðherra Íslands sem ekki þekkir stjórnarskaránna.  Sem gæti vakið upp samúð gagnvart okkur þjóðinni hjá "alþjóðasamfélaginu".

Ef að loforð hans hafi eitthvað annað gildi, þá væri samningurinn löngu frágenginn.  Það er hann ekki. 

Í heila 2 mánuði hefur Steingrímur sleikt upp stjórnarandstöðuna á milli þess að hann drullar yfir hana eins og í Kastljósinu í gær.  Með slíkri framkoma vinnur hann örugglega ekki marga úr henni á sitt band, eða traust þeirra yfirleitt.  Traust er það jú sem menn þurfa ef samningar eiga að nást. Bretar og Hollendingar geta ekki treyst Steingrími.

Það vill svo til að löggjafinn þarf að samþykkja ríkisábyrgðina áður en lög geta verið sett, og að auki þarf forsetinn að skrifa uppá þau. 

 Segist hugur að Steingrímur sé kominn í þann dýpsta skít sem nokkur Íslendingur hefuð komið sér í, og örugglega eins nálægt því að gerast landráðamaður eins og hægt er, þ.a.s. ef hann hefur ekki gerst það nú þegar?

Niðurstaða.  Engin samþykkt á ríkisábyrgð á IceSave nauðungarsamningnum á 2 mánuðum, er einfaldlega vegna þess að það er ekki meirihluti fyrir honum á Alþingi. 

Þótt Steingrími og Heilagri Jóhönnu dreymi um einræðisstjórnarfar og konungstign, geta þau ekki breytt stjórnarskránni eða brotið hana meðan við teljumst til lýðræðisþjóða.

Þú ert ekki einn um að misskilja málið svona harpalega.  4% þjóðarinnar virðist hafa gert það líka og hefur látið rugla sig í skilyrðislausa IceSave uppgjöf.  Um 80% skilja um hvað málið snýst og segja NEI TAKK!

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband