Flótti til framtíðar

Fjármálaráðherra hrekst úr einu víginu í annað. Fyrst var Icesave-samingurinn fyrri stjórn að kenna og núna vill hann að við hættum að lifa í samtímanum og flýjum til framtíðar undir traustri forystu orðheldna formanns Vg.

Steingrímur J. kemur betur út í sjónvarpi en á texta. Þrátt fyrir augljósa taugaveiklun í Kastljósinu í gær skoraði ráðherrann stig með mælskubrögðum. Í dag bauð hann okkur að lesa varnarræðuna fyrir Icesave-samningunum. Maður þarf að vera gagntekinn steingrímssinni til að verða ekki fyrir vonbrigðum. Textinn er skrifaður án sannfæringar og boðar í viðtengingarhætti að þetta og hitt gæti gerst ef við samþykkjum ekki samninginn.

Fjármálaráðherra klykkir út með að góðar fréttir þurfi að berast frá Íslandi. Maður veltir fyrir sér hvort ráðherra hafi fengið ráðgjöf frá útrásarauðmanni. Rétt fyrir hrun kyrjuðu auðmenn og meðhlauparar þennan söng um að fréttir frá Íslandi yrðu að vera góðar.

Ríkisstjórnin er með dautt mál í höndunum þar sem Icesave-samningarnir eru. Alþingi á eftir að útfæra hvort heiðarlega verður staðið að því að hafna samningnum og boðið upp á nýjar viðræður eða hvort samfylkingarleið verður farin með tilheyrandi undirferlum í formi fyrirvara.

Framhaldið verður annað tveggja, langt dauðastríð útbrunninnar stjórnar eða snögg aftaka. Steingrímur J. kemst loksins á vit framtíðarinnar þar sem hann vonandi getur sagt satt orð bæði kvölds og morgna.


mbl.is Vill ekki stríð við aðrar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í flórnum því fæ ég að standa
fyrir náð guðs heilags anda.

Eitthvað á þessa leið orti KN forðum. Ég sé ekki betur en að Steingrímur J., sem allir djöflast á þessa dagana, sé í þeim sporum að standa upp fyrir haus í flór fyrrverandi ríkisstjórnar. Hann reynir af bestu getu að moka þann flór. Mér finnst vafalaust að þegar því verki verður lokið blasi við þjóðinni dýrlegur allsnægtar fjóshaugur þar sem allir geta spígsporað glaðir og ánægðir og kroppað nægju sína af krásum Evrópusambandsins.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.8.2009 kl. 15:38

2 identicon

Steingrímur og stjórnin liggur í dauðadái í pólitískri öndunarvél sem hlýtur að verða tekinn úr sambandi vegna heiladauða sjúklingana.

Hér er staðfesting á að AÐEINS EINN SAMNINGFUNDUR var haldinn með samninganefnd Breta og íslensku IceSave samninganefndinni.

Svo fór sem fór.

Af bloggi Einars Kristins Guðfinnssonar.

“Það felur í sér kosti, sé maður sannfærður um að niðurstaðan verði góð. Og enginn vafi er á því að leikurinn var gerður í fullvissu þess. Sbr. yfirlýsingu ráðherrans að glæsileg niðurstaða væri í nánd, löngu áður en fyrsti og eini formlegi samningafundurinn var einu sinni haldinn !”

http://ekg.blog.is/blog/ekg/entry/926853/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 18:19

3 identicon

Af hverju Svavar Gestsson?  AF HVERJU Í HELVÍTI SVAVAR GESTSSON??

Med vinsemd og virdingu,

Goggi

Goggi (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 19:39

4 identicon

Svavar er stúdent.

Þetta skýrir ágætleg þetta IceSave leikrit sem hefur staðið á þingi í 2 mánuði.

Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig við bresk stjórnvöld til að koma Icesave-samningunum í gegnum Alþingi. Þetta kemur fram í skriflegu svari fulltrúa breska fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2. Unnið er að því að gera fyrirvara við ríkisábyrgð.

http://pressan.is/Frettir/LesaFrett/islensk-stjornvold-hetu-bretum-thvi-ad-icesave-samningar-naedu-fram-ad-ganga

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband