Ný Moggafrétt: hvað gerir RÚV við Sigríði Dögg?

Lítil og látlaus frétt á mbl.is fyrir 12 dögum, eða 11. sept., varð til þess að Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands rauf þriggja mánaða þögn um skattsvik vegna Airbnb útleigu.

Tilfallandi skrifaði um skattsvikin í byrjun júlí. Sigríður Dögg þagði, lét ekki ná í sig, var í sumarfríi. Þögn fréttamanns RÚV stóð til 11. september, fyrir 12 dögum er hún játti skattsvikin.

Hvað breyttist 11. september? Jú, mbl.is birti í hádeginu þessa litlu saklausu frétt um einkahlutafélag Sigríðar Daggar. Fréttamaður RÚV kveikti strax á perunni. Auðvelt að þegja af sér tilfallandi bloggara en öllu erfiðara að humma af sér Morgunblaðið. Hún vissi að næsta skrefið væri að spyrja hana um reksturinn sem skilaði ólöglega fengnum hagnaði. Sigríður Dögg ákvað að verða fyrri til, stela fréttinni (en ekki glæpnum, sem var fullframinn).

Síðdegis 11. september skrifaði Sigríður Dögg færslu á Facebook þar sem hún játaði að hafa stungið undan skatti tekjum af skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna. Engar nánari upplýsingar. Og þannig vildi formaður Blaðamannafélags Íslands hafa hlutina. Almenningur á ekkert með að fá upplýsingar um skattaundanskot formanns stéttafélags blaðamanna. Ekki frekar en að almenningi komi við þótt blaðamenn eigi aðild að byrlun og gagnastuldi. Samstaða skal ríkja hjá blaðamönnum að halda hlífiskildi yfir afbrotamönnum í eigin röðum.

Í tilviki Sigríðar Daggar gaf Morgunblaðið sig ekki. Þarna er frétt sem á erindi til almennings var viðhorfið á Hádegismóum. Næsta frétt Mogga birtist 15. september. Það er afgreiðslufrétt til að staðfesta að Sigríður Dögg ætlar ekki að tjá sig meira um málið. Fyrirsögnin segir fréttina: Formaðurinn tjáir sig ekki meira um skattamálin.

Tilfallandi upplýsti lesendur um hverskyns væri með skattsvikin. Meginstraumsmiðlar vinna hægar; háttvísi á Hádegismóum leyfir ekki stílbrögð bloggara og djúpt er á heimildum. En eftir frétt Mogga 15. september var skriftin komin á vegginn. Fjölmiðlalæsi þarf að vísu til að skilja letrið.

Ef heil brú væri í hugsun þeirra sem ráða ferðinni á RÚV hefði verið gripið til aðgerða. Skattsvikari á ritstjórn er eins og minkur í hænsnabúi. Hænan kemur á undan egginu, traust á undan frétt. Búið hverfur ef óværan fær að leika lausum hala. En brýr á Efstaleiti eru allar ýmist brenndar eða stórlega laskaðar og bera ekki heila hugsun.

Morgunblaðið birti í gær, í helgarútgáfu, fimm dálka frétt um sviksamlega útleigu á skammtímahúsnæði í gegnum Airbnb-bókunarkerfið. Morgunblaðið er komið með gögn frá skattinum; þetta er fréttamál í þrepum. Auðvelt er að lesa á milli línanna. Nema maður sé fiðurfé sem minkur gerði sér dælt við.

 


Ríkisvaldið gegn foreldrum

Börn eignast fjölskyldur með ólíkum hætti. Flest fæðast inn í fjölskyldu sína, eru afkvæmi foreldranna. Sum börn eru ættleidd; önnur verða til með tæknifrjóvgun; stundum eignast kona barn en líffræðilegur faðir er ekki pabbinn í fjölskyldunni.

Í þeim tilfellum þar sem börn eru ,,hinsegin" í þeim skilningi að vera ekki afkvæmi beggja foreldranna, sem barnið kallar mömmu og pabba, er einboðið að foreldrarnir ákveði sjálfir hvenær og undir hvaða kringumstæðum barnið fái vitneskju um hvernig í pottinn er búið.

Það er ekki ríkisvaldsins að setja reglur hvenær barn fær að vita uppruna sinn, heldur foreldranna. Ríkisvaldið á ekkert með að trufla heimilisfrið borgaranna og ákveða hvernig skuli staðið að málum í einkalífinu.

Íslenska ríkisvaldið hefur á hinn bóginn ákveðið að leikskólar og grunnskólar hafi eitthvað með það að gera af hvaða kyni barnið er. Inn í heim barnanna er lífsskoðunarsamtökum fullorðinna hleypt með þann boðskap að ekki séu allir fæddir í réttu kyni og að kynin séu jafnvel þrjú, fimm eða seytján. Skringilegar hugmyndir sem fullorðnir hafa fullt leyfi til stofna samtök um en eiga ekkert erindi í opinbera leik- og grunnskóla sem sveitarfélögin reka samkvæmt lögum.

Yfirstandandi umræða um aðild lífsskoðunarsamtaka, er kenna sig við ártal á síðustu öld, að uppeldi barna er tvíþætt.

Í fyrsta lagi að hve miklu leyti börnin eigi að verða fyrir innrætingu lífsskoðunarfélags um lífið og tilveruna.

Í öðru lagi hvenær og hvernig börn eigi að vera útsett fyrir hugtök með forskeytið kyn, s.s. kynlíf, kynvitund, kynami, kynsegin, kynhneigð, kyntjáning og fleiri orð af sama tæi.

Kennariheimspekingur og lögmaður draga saman meginþætti gagnrýninnar.

Umræðan sýnir ríkisvaldið í stríði við siðgæðisvitund alls þorra almennings. Foreldrar vilja ekki innrætingu sérviskuhóps í leik- og grunnskólum. Þeir vilja heldur ekki að skólar helli texta og myndefni, sem margir telja klám, yfir börnin áður en þau eru kynþroska.

Ríkisvaldið verður að taka mið af sjónarmiðum foreldra og bjóða upp á samtal um hvernig fræðslu barna skuli háttað. Annars verður uppreisn.

 

 


RÚV-málið í Namibíu

Viðtengd frétt er endurvinnsla á RÚV-frétt sem birtist kl. 11 að kveldi í fyrradag. Fyrirsögn RÚV var sláandi:

Réttarhöldum í namibíska Samherjamálinu frestað

Allt frá nóvember 2019, þegar RÚV bjó til málið í samvinnu við Heimildina (áður Stundin/Kjarninn) hét það Samherjamálið í Namibíu. En núna, sem sagt, namibíska Samherjamálið. Hér þarf að staldra við og rifja upp samhengi.

Í alræmdum Kveiksþætti í nóvember 2019 leiddi RÚV fram Jóhannes Stefánsson uppljóstrara. Hann var um miðjan síðasta áratug yfirmaður Samherja í Namibíu. Í vernduðu umhverfi RÚV, þar sem enginn efaðist um orð hans, ásakaði hann sjálfan sig, og útgerðina í leiðinni, að hafa stundað stórfellda spillingu í afríska strandríkinu. Mútugjafir til namibískra embættismanna til að komast yfir fiskveiðikvóta voru miðlægur þáttur í ásökunum Jóhannesar.

RÚV trúði Jóhannesi eins og nýju neti enda sagði hann sögu sem ríkisfjölmiðillinn vildi heyra. En þegar að var gáð reyndist uppljóstrarinn vafasöm heimild, svo vægt sé til orða tekið. RÚV böðlaðist áfram, enda stofnunin þekkt að frekju og yfirgangi, og ákærði þrjá starfsmenn Samherja. En hvorki voru þeir né eru nokkrir Íslendingar á sakabekk í Namibíu, eingöngu heimamenn.

Í Namibíu er talað um Fishrot-málið. Tilfallandi sagði í sumar frá málarekstrinum þar syðra og vitnaði í namibískan fjölmiðil:

Í fréttinni kemur fram að yfirmenn opinberrar stofnunar, Fishcor, seldu Samherja kvóta en stungu undan greiðslum sem Samherji innti af hendi. Samherji var í góðri trú, keypti kvóta af opinberri stofnun.

Namibísk lög gera ráð fyrir að Fishcor selji kvóta og noti afraksturinn í uppbyggingu innviða og þróunaraðstoðar innanlands.

Eðlilega birtist ekki namibíska umfjöllunin á RÚV. Efstaleiti birtir aðeins fréttir sem staðfesta fordóma frekjuhópsins er tekur að sér að ákæra og dæma án þess að hafa nokkuð í höndunum annað en óra ógæfumanns á kafi í áfengi og vímuefnum. RÚV er fagleg ruslahrúga sem gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þótt hver lygaþvælan á fætur annarri er rekin ofan í trantinn á stofnuninni. Siðferðislega og faglega dauðum fréttamönnum er smyglað út um bakdyrnar svo lítið ber á. Í von um að það fenni í sporin.

Eftirtaldir fréttamenn RÚV, sem unnu að Namibíumáli ríkisfjölmiðilsins, hafa hætt störfum síðan málið hófst fyrir fjórum árum: Aðalsteinn Kjartansson, Rakel Þorbergsdóttir, Helgi Seljan og Þóra Arnórsdóttir. Öll koma þau við sögu í framhaldinu, sem kallast byrlunar- og símastuldsmálið, og er í lögreglurannsókn.

Þeir verða fleiri á Glæpaleiti sem axla sín skinn áður en yfir lýkur.

 


mbl.is Réttarhöldum í Samherjamálinu í Namibíu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís notar opinbert fé í flokkspólitískum tilgangi

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra keypti könnun hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að sýna fram á að almenningur teldi spillingu í sjávarútvegi. Tilfallandi fjallaði um málið í sumar:

Spilltir fjölmiðlar, með RÚV í fararbroddi, hafa samfellt í áratug hamrað á spillingu í sjávarútvegi. Seðlabankamálið, Namibíumálið, Sjólamálið og skæruliðadeildin eru stikkorð í raðfréttalygi RÚV og samstarfsmiðla frá 2012.

Skálduð spilling er hvergi til nema í hugarheimi fréttamanna á ríkislaunum að segja ósatt. Seðlabankamálið fór fyrir öll dómsstig, engin spilling. Namibíumálið leiddi ekki einu sinni til ákæru. Sjólamálið var fellt niður eftir 12 ára málarekstur. Engin spilling. Í skæruliðamálinu kom á daginn að fréttamenn misþyrmdu andlega veikri konu...

Hvaðan fá landsmenn upplýsingar um spillingu í sjávarútvegi? Jú, vitanlega úr fjölmiðlum. Svandís er enginn fáráðlingur. Hún er önnur kynslóð af stjórnmálamönnum sem kunna að nýta sér spillta fjölmiðla, er segja hvítt svart.

Samhliða keyptri skoðanakönnun notaði Svandís opinbert fé til að kaupa þjónustu Samkeppniseftirlitsins til að staðfesta pólitíska fordóma ráðherrans. Tilfallandi reit um kaup ráðherra:

Allir og amma þeirra vita að Svandís Svavarsdóttir ráðherra Vinstri grænna stundar pólitík sem gefur sér að sjávarútvegurinn sé gerspilltur. Ef frásögn forstjóra Brims er rétt misbeitir Svandís ráðherravaldi í pólitískum tilgangi, kaupir rannsókn til að staðfesta pólitíska fordóma.

Nú liggur úrskurður fyrir um að Svandís ráðherra misbeitti opinberu valdi í þágu flokkspólitískra hagsmuna. Hlýtur það ekki að hafa pólitískar afleiðingar? 

 


mbl.is Forsendur brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn eru frekjuhópur

Blaðamannafélag Íslands vill fá sjálfdæmi að ráðast ,,gegn rétti einstaklinga til friðhelgi einkalífs" segir í bréfi frá stjórn stéttafélags blaðamanna til ráðherra. Blaðamenn frábiðja sér afskipti Fjölmiðlanefndar, rétt eins og þeir fordæma afskipti lögreglu af afbrotum blaðamanna. En blaðamenn krefjast þess að ríkið greiði þeim laun. Ríkislaun en engin ábyrgð, hvorki lagaleg né siðferðisleg, er mottó frekjuhópsins.

Fimm blaðamenn eru sakborningar í lögreglurannsókn á byrlun, gagnastuldi og broti á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir misnotuðu kerfisbundið andlega veika konu til óhæfuverka. Eftir að upp komst var siðareglum Blaðamannafélags Íslands breytt í þágu sakborninga sem í ofanálag eru verðlaunablaðamenn. Tilfallandi blogg fjallaði um siðleysið:

Fagstétt sem verðlaunar miskunnarleysi lýsir yfir stríði gegn grunngildum samfélagsins.

Bréf Blaðamannafélagsins til ráðherra staðfestir yfirgang frekjuhópsins. Við erum ,,fjórða valdið" segir þar. Með leyfi, hvar stendur það í stjórnarskrá Íslands að blaðamenn séu handhafar valdheimilda eða fari með þann meið ríkisvaldsins er kallast ,,fjórða valdið"? Blaðamenn lifa i heimi ímyndunar um eigið mikilvægi. Þeir skálda sér valdheimildir, líkt og þeir spinna upp ásakanir til að koma höggi á mann og annan.

Vel að merkja, Blaðamannafélag Íslands er ekki neitt venjulegt verkalýðsfélag. Félagið er útibú frá RÚV, sem löngum lítur á sig sem ríki í ríkinu.

Sigríður Dögg fréttamaður RÚV er formaður félagsins. Hún varð uppvís að skattsvikum en hagar sér nákvæmlega eins og sakborningarnir fimm í byrlunar- og símastuldsmálinu. Ég stend ofar lögum, reglum og siðum samfélagsins, er viðhorf Sigríðar Daggar. Enda er hún formaður valdamesta frekjuhópsins á Íslandi.

 


mbl.is Blaðamenn neita að taka þátt í Fjölmiðlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttinn við að tjá sig, fjölmiðlar skoðanalögga

Meirihluti Íslendinga þorir ekki tjá sig opinberlega. Ein ástæðan er að fjölmiðlar í vaxandi mæli eru skoðanalögga; berja á þeim sem fylgja ekki pólitískri rétthugsun. Íslendingar bera lítið traust til fjölmiðla, mun minna en á Norðurlöndum. Norrænir fjölmiðar taka sér ekki hlutverk skoðanalögreglu, líkt og þeim íslensku er tamt.

Í viðtengdri frétt kemur fram vaxandi vantraust á fjölmiðlum hér á landi, samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar. Stærsti hluti fjölmiðla er í höndum fólks sem eru aðgerðasinnar en ekki blaða- og fjölmiðlamenn. RÚV er miðlæg aðgerðamiðstöð.

Eðlilega fjalla fjölmiðlar litið um minnkandi traust til þeirra, Morgunblaðið undantekning. En það eru aðrar tölur úr könnuninni sem eru enn meira sláandi en þær sem upplýsa um minnkandi traust til fjölmiðla.

Íslendingar eru afar virkir á samfélagsmiðlum, en þeir þora helst ekki að segja skoðun sína á þeim vettvangi, samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar. Aðeins 15 prósent landsmanna tjáir sig með opnum stöðuuppfærslum á samfélagsmiðlum. Lítið hærra hlutfall, tæp 19 prósent, tjáir sig með stöðuuppfærslum í lokuðum hópum. Aðeins 7 prósent gera athugasemdir við einstakar fréttir. Rúm 25 prósent tjá sig yfir höfuð ekki á samfélagsmiðlum. Jafnvel ,,læk" er áhættusamt.

Aðgerðasinnar á fjölmiðlum, í samvinnu við frekjuhópa, stunda árangursríka óttastjórnun. Meirihluti Íslendinga þorir ekki að segja hug sinn á samfélagsmiðlum.

Einn frekjuhópurinn vill kynóra á dagskrá í leik- og grunnskólum. Formaður Kennarasambands Íslands skrifar blaðagrein þar sem hann biður fólk að þegja og andmæla ekki nýmælum í velferð barna. Undirgefni formaðurinn er B-ið í BDSM.

Óttastjórnunin veldur skekkju í opinberri umræðu. Áhrif og völd í samfélaginu eru meira í höndum vinstrimanna, en þau annars væru, einmitt vegna þess að aðgerðasinnar eru nær alltaf vinstrimenn af einhverri sort.

Það er ekki í þágu lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta að ríkisvaldið hækki fjárframlög til fjölmiðla sem böðlast þannig á almenningi að hann þorir ekki að tjá hug sinn. Böðullinn er feitur fyrir. Almenningur er fyrst látinn kyssa vöndinn og síðan borga kvalara sínum.

 

 


mbl.is Lítið traust Íslendinga til fjölmiðla áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður Dögg: meiriháttar brot, minniháttar sekt

Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands var staðin að skattsvikum. Skattrannsóknastjóri fékk vorið 2021 upplýsingar frá höfuðstöðvum Airbnb á Írlandi um útleigu Íslendinga á íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu fyrir ferðamenn.

Tilfallandi greindi í gær frá umfangi útleigu Sigríðar Daggar, sem líktist meira gistihúsarekstri en íbúðaleigu.

Margir voru í sömu sporum og Sigríður Dögg, höfðu leigt út á svörtu og ekki gert skil á leigutekjum í skattframtali. Þáverandi skattrannsóknastjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, innheimti vanskil með tvennum hætti. Undanskot undir ákveðinni fjárhæð sættu endurálagningu með 25 prósent sekt. Þegar um var að ræða meiriháttar undanskot var málið sent héraðssaksóknara.

Tilfallandi hefur heimild fyrir því að undanskot Sigríðar Daggar voru meiriháttar en sættu refsimeðferð líkt og þau væru minniháttar. Sigríður Dögg fékk endurálagningu og 25 prósent sekt. Aðrir, sem stungu undan skatti lægri fjárhæð en Sigríður Dögg, urðu að þola að vera dregnir fyrir dómstóla og sæta opinberri ákæru.

Þá fékk Sigríður Dögg tækifæri, sem aðrir fengu ekki, að flytja ólöglegan rekstur sinn afturvirkt í einkahlutafélag. Útleigan ólöglega hafði verið á kennitölu Sigríðar Daggar. Með því að flytja uppgjörið við skattinn af sinni kennitölu yfir í einkahlutafélag tryggði Sigríður Dögg enn frekar að nafn hennar kæmi hvergi nærri skattsvikunum.

Hver getur verið skýringin? Víst er að þær Sigríður Dögg og Bryndís þáverandi skattrannsóknastjóri voru í það minnsta málkunnugar. Sigríður Dögg tók ítarlegt viðtal við skattrannsóknastjóra fyrir áratug.

Auk þess að vera blaðamaður og útleigari á Airbnb stundaði Sigríður Dögg fjölmiðlaráðgjöf, kallað í daglegu tali almannatengsl. Sumir blaðamenn gera þetta, eru sannleiksleitendur í meintu umboði almennings öðrum þræði en hinum þræðinum selja þeir almannatenglaþjónustu verkkaupa með sérhagsmuni.

Um það leyti sem skattsvikamál Sigríðar Daggar var á borði Bryndísar skattrannsóknastjóra stóð Bryndís í stórræðum í opinberri umræðu. Fyrir jól 2020 var lagt fram frumvarp á alþingi um sameiningu Skattsins og embættis skattrannsóknastjóra. Veturinn 2021 og fram að vori barðist Bryndís skattrannsóknastjóri gegn frumvarpinu. Hennar hugmyndir voru að styrkja ætti stöðu skattrannsóknastjóra m.a. með því að embættið fengi ákæruvald.

Það heyrir til undantekninga að embættismaður fari fram í fjölmiðlum og á fundum gegn lagafrumvarpi er þá sjálfa varðar. En Bryndís hafði tröllatrú á mætti umræðunnar og styrk fjölmiðla. Kom þó fyrir lítið. Alþingi samþykkti frumvarpið 20. apríl 2021 og tíu dögum síðar voru embættin sameinuð.

Afar ólíklegt er að Bryndís hafi ekki keypt almannatengslaþjónustu til að aðstoða sig í opinberri umræðu. Þau viðskipti hafa tæplega verið nótulaus.

Gögn skattrannsóknastjóra geyma mikilsverðar upplýsingar sem hvernig var staðið að innheimtu á vangoldnum skatti vegna útleigu á Airbnb. Tilfallandi hefur sannfrétt að á alþingi sé í undirbúningi fyrirspurn til ráðherra um málið. Svör við þeirri fyrirspurn munu varpa skýrari ljósi á sérmeðferðina sem fréttamaður RÚV fékk. 


Sigríður Dögg: um 100 m.kr. leigutekjur

Fréttamaður RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, leigði út fjórar íbúðir á Suðurgötu 8 í miðborg Reykjavíkur. Leigusalan fór í gegnum Airbnb útleiguna. Samtals voru 8 svefnherbergi í íbúðunum fjórum með svefnplássi fyrir 28 manns. Starfsemin á Suðurgötu líktist meira gistiheimilarekstri en íbúðaleigu.

Sigríður Dögg játaði skattsvik vegna útleigu í færslu á Facebook á mánudag. Síðan hefur fréttamaður RÚV og formaður stéttafélags blaðamanna neitað að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Sigríður Dögg var sjálf skráð fyrir íbúðunum á Suðurgötu 8, ekki eiginmaður hennar. Samkvæmt tilfallandi gögnum var heildarleiga fyrir sólarhringsleigu á íbúðunum, miðað við fulla nýtingu, um 1000 bandaríkjadalir eða um 135 þúsund krónur.

Leigutekjur Sigríðar Daggar má áætla að hafi verið um 4  milljónir kr. á mánuði, 40 til 50 milljónir kr. á ári. Starfsemin var ólögleg og ekkert var gefið upp til skatts. Útleiga í miðbæ Reykjavíkur er ábatasömu og gera má ráð fyrir góðri nýtingu á íbúðunum fjórum.

Upp komst um skattsvik fréttamannsins þegar skattrannsóknastjóri knúði fram upplýsingar um ólöglega útleigu Íslendinga í gegnum Airbnb-bókunarkerfið. Upplýsingarnar náðu til áranna 2015-2018. Skattrannsóknarstjóri fékk upplýsingar frá Airbnb á Írlandi vorið 2021.

Hafi Sigríður Dögg verið með íbúðirnar á Suðurgötu í svartri útleigu öll fjögur árin vantaldi hún til skatts fjárhæð er nemur um eða yfir 100 milljónir króna.


mbl.is Formaðurinn tjáir sig ekki frekar um skattamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun á börnum, tilfallandi skúrkur

Börn eru notuð sem tilraunadýr fyrir róttækt lífsskoðunarfélag, Samtökin 78. Tilraunin gengur út á hvað er hægt að fylla barnshugann af mörgum ranghugmyndum, t.d. að kyn sé valkvætt en ekki líffræðileg staðreynd, annars vegar og hins vegar eru börnin tæld inn í heim sérviskuhóps fullorðinna með kynóra.

Börn í leik- og grunnskólum veittu ekki upplýst samþykki að vera tilraunadýr, geta það ekki. Foreldrar barnanna voru ekki spurðir. Samtökunum 78 var einfaldlega úthlutað verkefninu af yfirvöldum menntamála hjá ríki og sveitarfélögum.

Þau börn sem rata í ógöngur vegna tilraunarinnar munu, þegar fram í sækir, krefjast bóta frá hinu opinbera. Lífsskoðunarfélög ráðast inn í vitundarlíf sakleysingja og planta þar ranghugmyndum. Börn sem ekki eru þess betur nestuð að heiman geta orðið fyrir óbætanlegum skaða vegna innrætingarinnar.   

Tilfallandi á fjögur barnabörn, tvö í leikskóla og tvö yngri. Honum hrýs hugur að þau verði tilraunadýr lífsskoðunarfélags er mælir fagurt en hyggur flátt. Í stað þess að þegja, krossa fingur og vona það besta, skrifaði tilfallandi blogg, sjá t.d. hérhér og hér.

Fyrir bloggskrifin er tilfallandi úthrópaður skúrkur, óalandi og óferjandi. Það er léttur kross að bera.    

Þegar fréttir berast um börnin sem verða illa úti í tilraunaverkefni Samtakanna 78 verður tilfallandi líklega hryggur að hafa ekki gert meira til að stöðva atlöguna að saklausu ungviði. Það á að heita að við lifum í siðuðu samfélagi. Orð verða að duga.


mbl.is Þurfa ekki að mæta í tíma til Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BDSM, rómantík með smábörnum, Samtökin 78

BDSM félagið fékk aðild að Samtökunum 78 fyrir sjö árum. Aðildin var umdeild og umræður hatrammar. Á RÚV segir einn af þeim sem tók þátt í umræðunni:

Allri þeirri röksemdafærslu sem var borin fram gegn aðild BDSM Íslands var svarað með grimmd, skætingi og jafnvel níði þegar verst lét.

Orðbragð og aðferðir samtakanna hafa lítið breyst. Þeir sem andmæla starfi Samtakanna 78 í leik- og grunnskólum fá yfir sig holskeflu af orðræðu sem ekki er hafandi eftir.

Samtökin 78 segjast standa fyrir kærleika og umburðalyndi. Í reynd eru samtökin harðdrægt lífsskoðunarfélag sem mjólkar ríkissjóð og sveitarfélög til að fjármagna sig og fá umboð yfirvalda til atlögu að saklausum börnum.

Talsmaður Samtakanna 78 segir fræðsluna ,,faglega og nærgætna". Kynferðistal við börn er hvorki faglegt né nærgætið heldur ósómi. Tilfallandi fjallaði um veggspjald í leikskólum fyrr á árinu og sagði m.a.

Ást og skot. ,,Þegar við verðum eldri getum við orðið skotin í annarri manneskju. Þessi manneskja getur verið með kynvitund, líkama og/eða kyntjáningu sem er svipuð, ólík eða eins og okkar eigin. Stundum þróast skot í ást.“

Með leyfi, hvernig dettur nokkrum í hug að rómantískar kenndir skuli vera á dagskrá í leikskóla? Hvers vegna er ,,ást og skot" til umræðu fyrir börn 2-6 ára? Börn á þessum aldri hafa engar forsendur til að skilja rómantískar tilfinningar. Aðeins fólk með verulega brenglaða hugsun lætur sér til hugar koma að færa í tal við smábarn, sér óskylt, að verða ,,skotinn" í einhverjum.

Einn angi transmenningar er barnagirnd. Í Bretlandi eru dæmi um að frammámenn í transumræðunni leggi lag sitt við hópa sem vilja lögleiða barnagirnd. Nýlega var íslensk transkona, trúnaðarmaður í transhreyfingunni, ásökuð um kynferðisbrot gegn börnum. Viðkomandi hafði starfað í grunnskóla og líklega einnig leikskóla.

Kaflinn um ,,ást og skot" er skrifaður til að rugla börnin enn frekar í ríminu, gera þau móttækileg fyrir fullorðnum sem þjást af barnagirnd. Á ensku er þetta kallað ,,grooming". Sá fullorðni brýtur niður varnir barnsins til að gera það að kynlífsleikfangi. Fyrst er hrært í huga barnsins og það látið efast um eigið kyn og hvernig skal ,,tjá" kynferði. Látið er í það skína að eðlilegt sé að ,,ást og skot" fari fram á milli barns og perra. Af því að við erum ,,alls konar."

Veggspjaldið er í heild sinni skelfilegur boðskapur í bland við hindurvitni og rangfærslur. Áður en börn verða fyrir óbætanlegum skaða eiga ábyrgir aðilar að grípa í taumana. Transmenningin á ekki heima í leikskólum.

Grimmd, skætingur og níð lífsskoðunarfélags á ekki erindi í opinbera umræðu. Enn síður eiga trakteringar um rómantíska ást heima vettvangi ungra barna. Hvað BDSM áhrærir má spyrja: Hvaða foreldar telja nauðsynlegt að börnin sín fái kynningu á ofbeldiskynlífi?


mbl.is Gera engan hinsegin heldur kenna virðingu fyrir fjölbreytileika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband