Sigríđur Dögg: meiriháttar brot, minniháttar sekt

Sigríđur Dögg Auđunsdóttir fréttamađur RÚV og formađur Blađamannafélags Íslands var stađin ađ skattsvikum. Skattrannsóknastjóri fékk voriđ 2021 upplýsingar frá höfuđstöđvum Airbnb á Írlandi um útleigu Íslendinga á íbúđarhúsnćđi í skammtímaleigu fyrir ferđamenn.

Tilfallandi greindi í gćr frá umfangi útleigu Sigríđar Daggar, sem líktist meira gistihúsarekstri en íbúđaleigu.

Margir voru í sömu sporum og Sigríđur Dögg, höfđu leigt út á svörtu og ekki gert skil á leigutekjum í skattframtali. Ţáverandi skattrannsóknastjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, innheimti vanskil međ tvennum hćtti. Undanskot undir ákveđinni fjárhćđ sćttu endurálagningu međ 25 prósent sekt. Ţegar um var ađ rćđa meiriháttar undanskot var máliđ sent hérađssaksóknara.

Tilfallandi hefur heimild fyrir ţví ađ undanskot Sigríđar Daggar voru meiriháttar en sćttu refsimeđferđ líkt og ţau vćru minniháttar. Sigríđur Dögg fékk endurálagningu og 25 prósent sekt. Ađrir, sem stungu undan skatti lćgri fjárhćđ en Sigríđur Dögg, urđu ađ ţola ađ vera dregnir fyrir dómstóla og sćta opinberri ákćru.

Ţá fékk Sigríđur Dögg tćkifćri, sem ađrir fengu ekki, ađ flytja ólöglegan rekstur sinn afturvirkt í einkahlutafélag. Útleigan ólöglega hafđi veriđ á kennitölu Sigríđar Daggar. Međ ţví ađ flytja uppgjöriđ viđ skattinn af sinni kennitölu yfir í einkahlutafélag tryggđi Sigríđur Dögg enn frekar ađ nafn hennar kćmi hvergi nćrri skattsvikunum.

Hver getur veriđ skýringin? Víst er ađ ţćr Sigríđur Dögg og Bryndís ţáverandi skattrannsóknastjóri voru í ţađ minnsta málkunnugar. Sigríđur Dögg tók ítarlegt viđtal viđ skattrannsóknastjóra fyrir áratug.

Auk ţess ađ vera blađamađur og útleigari á Airbnb stundađi Sigríđur Dögg fjölmiđlaráđgjöf, kallađ í daglegu tali almannatengsl. Sumir blađamenn gera ţetta, eru sannleiksleitendur í meintu umbođi almennings öđrum ţrćđi en hinum ţrćđinum selja ţeir almannatenglaţjónustu verkkaupa međ sérhagsmuni.

Um ţađ leyti sem skattsvikamál Sigríđar Daggar var á borđi Bryndísar skattrannsóknastjóra stóđ Bryndís í stórrćđum í opinberri umrćđu. Fyrir jól 2020 var lagt fram frumvarp á alţingi um sameiningu Skattsins og embćttis skattrannsóknastjóra. Veturinn 2021 og fram ađ vori barđist Bryndís skattrannsóknastjóri gegn frumvarpinu. Hennar hugmyndir voru ađ styrkja ćtti stöđu skattrannsóknastjóra m.a. međ ţví ađ embćttiđ fengi ákćruvald.

Ţađ heyrir til undantekninga ađ embćttismađur fari fram í fjölmiđlum og á fundum gegn lagafrumvarpi er ţá sjálfa varđar. En Bryndís hafđi tröllatrú á mćtti umrćđunnar og styrk fjölmiđla. Kom ţó fyrir lítiđ. Alţingi samţykkti frumvarpiđ 20. apríl 2021 og tíu dögum síđar voru embćttin sameinuđ.

Afar ólíklegt er ađ Bryndís hafi ekki keypt almannatengslaţjónustu til ađ ađstođa sig í opinberri umrćđu. Ţau viđskipti hafa tćplega veriđ nótulaus.

Gögn skattrannsóknastjóra geyma mikilsverđar upplýsingar sem hvernig var stađiđ ađ innheimtu á vangoldnum skatti vegna útleigu á Airbnb. Tilfallandi hefur sannfrétt ađ á alţingi sé í undirbúningi fyrirspurn til ráđherra um máliđ. Svör viđ ţeirri fyrirspurn munu varpa skýrari ljósi á sérmeđferđina sem fréttamađur RÚV fékk. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Ţađ er ekki undarlegt ađ fréttastofa ruv stundi nú ađför gegn ţér Páll. Fyrst rćtt vđ skólastjóra sem virtist koma af fjöllum en síđan farin sú leiđ ađ véla unglingana til ađ auka vćgi fréttarinnar. Frétt sem var bara ekkifrétt.

Ţađ er illa komiđ fyrir ţjóđfélaginu ţegar ekki má rćđa opinskátt um menn og málefni. Og auđvitađ er fréttastofa ruv trú sínum starfsađferđum, fer í manninn en ekki málefniđ.

Falsfréttir og popúlismi kemur ć oftar upp í huga manns, eftir "fréttaflutning" fréttastofu ruv.

Gunnar Heiđarsson, 18.9.2023 kl. 09:36

2 Smámynd: Hólmgeir Guđmundsson

Ţađ dylst engum ađ fréttastofa RÚV telur mikiđ liggja viđ.

Hólmgeir Guđmundsson, 18.9.2023 kl. 12:12

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Slćmt ef kunningsskapur rćđur skattamedferđ. Ţetta ţarf ađ upplýsa međ hrađi, ţví ekki er líđandi ađ skattrannsóknarstjóri liggi undir grun međ slíkt atferli. 

Ragnhildur Kolka, 18.9.2023 kl. 16:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband