Óttinn við að tjá sig, fjölmiðlar skoðanalögga

Meirihluti Íslendinga þorir ekki tjá sig opinberlega. Ein ástæðan er að fjölmiðlar í vaxandi mæli eru skoðanalögga; berja á þeim sem fylgja ekki pólitískri rétthugsun. Íslendingar bera lítið traust til fjölmiðla, mun minna en á Norðurlöndum. Norrænir fjölmiðar taka sér ekki hlutverk skoðanalögreglu, líkt og þeim íslensku er tamt.

Í viðtengdri frétt kemur fram vaxandi vantraust á fjölmiðlum hér á landi, samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar. Stærsti hluti fjölmiðla er í höndum fólks sem eru aðgerðasinnar en ekki blaða- og fjölmiðlamenn. RÚV er miðlæg aðgerðamiðstöð.

Eðlilega fjalla fjölmiðlar litið um minnkandi traust til þeirra, Morgunblaðið undantekning. En það eru aðrar tölur úr könnuninni sem eru enn meira sláandi en þær sem upplýsa um minnkandi traust til fjölmiðla.

Íslendingar eru afar virkir á samfélagsmiðlum, en þeir þora helst ekki að segja skoðun sína á þeim vettvangi, samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar. Aðeins 15 prósent landsmanna tjáir sig með opnum stöðuuppfærslum á samfélagsmiðlum. Lítið hærra hlutfall, tæp 19 prósent, tjáir sig með stöðuuppfærslum í lokuðum hópum. Aðeins 7 prósent gera athugasemdir við einstakar fréttir. Rúm 25 prósent tjá sig yfir höfuð ekki á samfélagsmiðlum. Jafnvel ,,læk" er áhættusamt.

Aðgerðasinnar á fjölmiðlum, í samvinnu við frekjuhópa, stunda árangursríka óttastjórnun. Meirihluti Íslendinga þorir ekki að segja hug sinn á samfélagsmiðlum.

Einn frekjuhópurinn vill kynóra á dagskrá í leik- og grunnskólum. Formaður Kennarasambands Íslands skrifar blaðagrein þar sem hann biður fólk að þegja og andmæla ekki nýmælum í velferð barna. Undirgefni formaðurinn er B-ið í BDSM.

Óttastjórnunin veldur skekkju í opinberri umræðu. Áhrif og völd í samfélaginu eru meira í höndum vinstrimanna, en þau annars væru, einmitt vegna þess að aðgerðasinnar eru nær alltaf vinstrimenn af einhverri sort.

Það er ekki í þágu lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta að ríkisvaldið hækki fjárframlög til fjölmiðla sem böðlast þannig á almenningi að hann þorir ekki að tjá hug sinn. Böðullinn er feitur fyrir. Almenningur er fyrst látinn kyssa vöndinn og síðan borga kvalara sínum.

 

 


mbl.is Lítið traust Íslendinga til fjölmiðla áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

það er verið að reyna að fá alla til þess að syngja i sama kórnum. 

þeir seml ekki vilja vera i kórnum, er útskúfað með þeim orðum, að þeir séu einhverskonar ,, Hatarar ,, kvenn hatarar, utlendinga hatarar,  á móti friði og fleira til i þessum dúr. 

PLATO,, hann vildi að fólk myndi lífa i grá skímunni, vegna þess að hann vissi að einhver myndi vilja afjúpa yfirvaldið fyir augum almennings, með þvi að bera sannleikan á borð, að þá myndi sannleikurinn vera bjarta ljósið og fólkið myndi ekki vilja sannleikan, þvi að það fengi OFBIRTU I AUGUN !!!

Fólk þolir valla neinn sannleika, heldur býr það til veröld sem að það telur vera þægilegast fyrir sig, og skeytir engu um staðreyndir og er tilbúið að horfa fram hjá þvi sem að ekki passar. 

Alþingi islenda, hefur sjálfsagt aldrei lagst eins lágt í sögu þjóðarinnar, eins og þegar að Ukrainskur glæpa lýður, morðingjar, eyturlyfja neytendur,þjófar,  fengu að MESSA yfir alþingi islendga.

Hryllingur að horfa upp á þetta. 

því likar lúpur. 

Allir sem að gagnrýna slíkt, eru andófsmenn i augum Katrinnar og þórdisar og félaga og kannski fleiri. I þeirra augun er slíkt fólk orðið hatarar frelsisins, þar sem að frelsið i þeirra augum lítur þannig út, að Ukrainu menn meiga drepa Russa i þágu einhvers frelsis, en það má ekki vera öfugt !!!!

 Við setningu alþingis, þá var nokkuð ljós, að friðarsinnin, þórdís var nú samt í græna HERBUNINGNUM SÍNUM og þá á leiðinni í stríð. 

Samanber myndi i morgunblaðinu. 

Meira að segja að litanúmerið var það sama og á græna bolnum sem  zelensky gengur í.

Hver er óvinurinn. Jú það eru allir islendingar sem að eru ekki henni sammmála. 

það er búið að draga mig sem islending inn i stríð í Ukrainu, sem að ég kæri mig ekkert um að taka þátt í og er líka slétt saman um og frekar þá vil ég standa með Russneskju þjoðinni heldur en glæpa skríl í Ukrainu. 

Staðreyndin er sú, að Ukrainu stríðið er ekki flokið, heldur er það einfalt og ógeðslegt og það er líka EINFALDARA og ÓGEÐSLEGRA heldur en nokkur gerir sér grein fyrir. 

þordís og félagar vilja bara horfa á hvað það er ógeðfelt á annann veginn en ekki HINN VEGIN.

Þórdís og kórin hennar, minnist ekki einu einasta orði á það, að Ukraina var nokkuð í friði og spekt áður en Nato og Joe biden fóru að skipta sér af málefnum þar. 

það er staðreynd sem er ,, AUGLJÓS ,, og einfalt að koma auga æa hana, en undarlegt er að Ukrainu Kórinn, og þeir sem eru með þetta sérstaka UKRAINU TINITUS í eyrunum, virðast ekki minnast einu einasta orði á þessa einföldu staðreynd. 

það sem að gerir þetta ljót, eru hræsnararnir , sem þykjast vera góða fólkið, en eru þeir sömu og SETTU ELDSPÝTUNA Á UKRAINU, sem nú logar og auðvitað eru PENINGA HAGSMUNIR að baki líka. Einhverjir ætla nefnilega að græða á eymd Ukrainu og vopna sendingum þangað.  

Allir fjölmiðlar á vesturlöndum, er öllum stjórnað af Nato orðið i dag. 

Blaðamenn eru orðnir hálfgerðir vesalingar í dag og lúpur. Skrifa það sema ð þeim er sagt að skrifa. Sjálfstæðið er farið. 

Stríðið er YEMEN er gott dæmi um það. 

30,000 born drepin og önnur gangandi um i rustunum foreldralaus og svöng, leitandi að mat, og passað upp á að helst til ekkert sé fjallað um málið, en þar eru jú Nato ríkin þó ekki í nafni Nato, passa sig á þvi, að láta sprengjurnar rigna yfir börnin. 

þórdís og Katrin hafa engar áhyggjur af börnunum þar !!!!

Gera engar athugasemdir, rétt svo komnar svo djúpt í Nato hræsnina, að það hálfa væri nóg. 

Eg geri litin greinarmun á Vinstri og hægri, en eitt veit ég að Rikisjóður er með 2 dálka, Debit og Kredit og alþingismenn eru ráðnir af þjoðinni til þess að hugsa um þessa dálka, en þeir haga sér allir eins og þeir séu í EINKA ERINDUM. 

Katrin heldur að hún geti sjálfsagt lifað á Etanoli einu saman. 

þórdís heldur að þjóðin geti lifað á Ukrainu mönnum. 

Tugum milarða ef ekki hundruðum, hefur verið kastað á glæ i þessu Ukrainu máli. 

þordís vildi færa Ukrainu mönnum færanleg sjúkrahús, og eyða 2 og hálfum miljarði i það verkefni, á sama tíma og björgunar sveitin i Grindarvik sem staðsett er i dag á einu mesta nátturu hamfara svæði landsins, var uthlutað 10 miljonum !!!

þetta er gott dæmi um snobbið. 

Eyðileggjar máttur ,, KÓRSINS ,, er mikill og þeir sem að reyna að spyrna á móti þessari eyðileggjingu kórsins, ef ekki á bilnum sínum, eða öðru eru blokkeraðir út, ef ekki í fjölmiðlum, þá helst annarstaðar. 

400 miljarða viðskipta halli !

Er það að hluta peningar sem að streyma úr landi inn á erlenda banka reikninga þvi að einhverjir eru að losa sig við isl krónur, og koma peningum sínum í skjól áður en allt hrynur aftur i BOÐI KÓRSINS ?? 

Jónina Ben á sínum tima sá hrunið fyrir og reyndi að vara fólk við áður en að þvi kom, en hún var úthropuð af KÓRNUM, þvi að fólk vildi ekki sannleikan, þvi að það fekk ofbirtu i augun, þegar að gráskimu veröld kórsins var raskað. 

Allt gert til þess að halda grá skímunni gangandi, sem er hluti af lygavefnum stóra, hvort sem að það er í Ukrainu eða á islandi. 

Lárus Ingi Guðmundsson, 19.9.2023 kl. 09:49

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Óttinn er verri húsbóndi en sá sem meiðir með svipu. Óttinn grefur undan persónuleikanum og gerir fólk að músum. Þrælarnir í Bandaríkjunum höfðu styrk til að rísa upp og fá frelsi því þeir áttu trú, bæði á sjálfa sig og Guð. Líkami sem böðlar meiða grær, sálin grær seint undan sárum óttans. 

Hvar er nú trú Íslendinga ef þeir hræðast svo mjög? Erum við verr stödd en áður en Fjölnismenn og aðrir frelsisboðberar komu til sögunnar?

Víst er að franska byltingin með sínum mannréttindum hefði aldrei orðið ef hræðslan ein hefði ríkt.

Undarlegt að varað sé við höfundi sem skrifar svo vel. 

Innihald þessa merka pistils sýnir það vel að nauðsynlegt er að nýir flokkar komi fram og nýtt fólk sem boðar breytingar. Menn eins og Guðmundur Franklín Jónsson sem boðaði raunverulegar lýðræðisumbætur og þessvegna hræddist valdið hann. Bubbi Morthens meðal þeirra sem hræddust hann og gagnrýndu. 

En jafnvel þótt þjóðin hafi ekki verið tilbúin fyrir Guðmund Franklín fyrir nokkrum árum kann hans tími að koma samt seinna, eins og tími Jóhönnu Sigurðardóttur kom að lokum.

Þegar meirihluti þjóðarinnar kemst á sömu skoðun og 2009, að spillingin sé orðin nægileg, í Búsáhaldabyltingunni, þá verður hún tilbúin að kjósa menn eins og Guðmund Franklín Jónsson og raunverulegar umbætur.

Ingólfur Sigurðsson, 19.9.2023 kl. 16:38

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Óttinn er stjórntæki stjórnvalda, fjölmiðla og öfgahópa og er notaður til að koma í veg fyrir gagnrýni. Þegar þeir sem voga sér að hafa aðra skoðun en þessir aðilar eru úthrópaðir sem hatursfullir. Þeir sem þannig þola ekki skoðanir annarra, skoðanir sem samrýmast ekki þeirra eigin skoðunum, ættu að líta í eigin barm og rannsaka sjálfa sig. Gæti verið að þeir myndu ekki þola að sjá það sem þar er að finna?

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2023 kl. 17:49

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Páll er les á allar færslur,líka á þær sem maður maður kveður sakbitin í kvelli 

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2023 kl. 18:18

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

-LÆS

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2023 kl. 18:23

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi ótti gerir menn að auðsveipum þrælum og býður heim alræðisstjórnun, þ.S. fólkið sjálft leggst á sveif með harðstjórunum. Kallað flauelishanska alræði.

Ragnhildur Kolka, 19.9.2023 kl. 22:00

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fullt af fólki hjá Reykjavíkurborg sem mundi kæra samstarfsmenn til Mannrettindaráðs ef það sæi eitthvað sem því ekki líkar á Facebook 
Hjá einhverjum sem því líkar ekki við

Grímur Kjartansson, 19.9.2023 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband